Ný framboð

„Efnahagshrunið í haust og vanhæfni stjórnvalda til að taka á því, varð til þess að leiða saman þann ólíka hóp sem stendur að Borgarahreyfingunni,“ sagði Herbert Sveinbjörnsson, formaður nýstofnaðrar Borgarahreyfingarinnar á kynningarfundi í dag. Hreyfingin hefur listabókstafinn O.

Ég fæ ekki betur séð en stefnumál þessarar hreyfingar sé nákvæmlega það sama og önnur samtök undir forustu Bjarna Harðarsonar ofl. eru með og hafa fengið listabókstafinn L.  Annars finnst mér svolítið broslegt við bæði þessi framboð að þau eru með á stefnuskrá sinni að verða lögð niður eftir að ákveðnum breytingum er náð.  Ætli það verði ekki það eina sem þessi framboð bæði afreka þ.e. að leggja sig sjálf niður.


mbl.is Vilja gegnsætt réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jakob, hefur þú séð stefnumál frá L-listanum? Ég hef a.m.k. ekki séð þau enn og hefur skilist að stefnan þar sé fyrst og fremst bara það að ganga ekki í ESB.

En ég gæti haft afar rangt fyrir mér þar, án þess að þekkja það. Hef til að mynda ekki heyrt Bjarna Harðarson ræða um að leggja sig niður, hvergi nokkurs staðar.

Ég hef þó þá bjargföstu trú að við munum afar líklega þó lifa lengur en Frjálslyndi flokkurinn fari ekki fram gríðarleg endurnýjun þar á bæ á landsfundinum á Stykkishólmi.

En dæmum ekkert fyrr en málin liggja fyrir. Ég vona innilega að okkur gangi öllum vel og að okkur takist öllum á okkar hátt að hafa áhrif á stöðuna.

Baldvin Jónsson, 4.3.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Baldvin ég hef ekki séð stefnumál þessa L-lista en ég heyrði viðtal við Bjarna Harðarson, sem sagði að ekki væri verið að stofna stjórnmálaflokk.  Heldur væri þetta áhugafólk um ýmis mál og þar á meðal að ganga ekki í ESB.  Þegar þessi samtök væru búin að ná fram markmiðum sínum yrðu þau lögð niður.  Án þess að ég vilji vera mjög neikvæður þá tel ég ólíklegt að þessi L-listi nái meirihluta á Alþingi sem er nauðsynlegur til að gera þær breytingar sem Bjarni ræddi um.  Hvað varðar Frjálslynda flokkinn þá get ég alveg viðurkennt að staða hans er ekki björt og hef ekki mikla trú á að það breytist neitt á landsfundinum í Stykkishólmi.  En sennilega fá hvorki L-listinn eða Frjálslyndir mann á þing í næstu kosningum.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2009 kl. 23:48

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ok, hef sjálfur ekki heyrt Bjarna nefna þennan lið. Fagna því ef þeir ætla að taka það upp.

Finnst þetta þó rökleysa hjá Bjarna á rökleysu ofan.

Ef þetta eru ekki samtök hvað á þá að leggja niður? og hvað eru Samtök?

Ef þarf að búa til strúktúr utan um framboð, fólk til að vinna vinnuna, frambjóðendur á lista, framkvæmdastýra einhvern veginn o.s.frv. er það þá ekki orðið einhvers konar hreyfing?

Baldvin Jónsson, 5.3.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit ekki hvað á að kalla svona framboð, sé ekki að það skipti máli hvort talað er um samtök eða hreyfingu.  Hitt er aftur á móti ljóst að Ísland á eftir að sækja um aðild að ESB.  Spurningin er ekki hvort heldur hvenær.

Jakob Falur Kristinsson, 5.3.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband