Norður Kórea

Japönsk stjórnvöld fylgdust vandlega með gervihnattaskoti... Bandaríski herinn dregur í efa þá fullyrðingu Norður-Kóreumanna að þeim hafi tekist það ætlunarverk sitt að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Segja talsmenn bandaríkjahers sprengihleðsluna hafa endað í Kyrrahafinu.

Hvað er þessi þjóð sem ekki getur brauðfætt þegna sína, að brölta við geimskot, sem kostar mikla peninga.  Ef þessir fuglar sem ráða þarna ríkjum hætta ekki þessu brölti sínu, verður að ráðast inn í landið og stoppa þetta endanlega.


mbl.is Mistókst gervihnattaskotið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver á að sjá um að eyða pening í að ráðast inn í Kóreu?

Bandaríkin sem geta ekki heldur brauðfætt sína eigin þjóð?

Óskar 5.4.2009 kl. 12:28

2 identicon

Nú auðvitað Sameinuðuþjóðirnar, vitleysingar!

steini 5.4.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hvað myndu svo Kínverjar segja við því? Ó... ég gleymi, þeir eiga núna Bandaríkin (merihluta erlendra skulda þeirra) þannig að það kemur í sama stað niður. Bandaríkin eru semsagt ekki að fara að ráðast þarna inn, heldur er þetta orðaskak bara hluti af varnarstríði. Þeir óttast hugsanlega að missa tökin á Formósu (Taiwan) sem Kínversk stjórnvöld skilgreina sem hluta af sínu yfirráðasvæði. Til að viðhalda vestrænum yfirráðum þar hefur verið leitast við að einangra N-Kóreu og óbeina bakhjarla þeirra, Kínverja, í alþjóðlegri pólitískri orðræðu. Dýnamíkin sem þarna er í gangi á margt sameiginlegt með stefnu Bandaríkjanna undanfarið gagnvart Íran, og þar með bakhjörlum þeirra Rússum.

Þetta er sem sagt heilmikill fjölmiðlasirkus sem er t.d. hentugur til að dreifa áhyggjum fólks frá efnahagsvandanum heima fyrir. Forseti Bandaríkjanna er um leið "commander in chief" og stríðherrar þurfa alltaf að hafa óvin til að fordæma og réttlæta með því eigin valdsetu. Nú er víst búið að hengja hann Saddam og þá þarf að kynna til sögunnar eitthvað annað "illmenni" til að fjalla um í fjölmiðlum og viðhalda heilaþvottinum fyrir stríðsmaskínuna.

Skondið samt að heyra hvernig leiðtogi einu þjóðarinnar sem hefur raunverulega beitt kjarnorkuvopnum í hernaði ásamt stjórnvöldum þeirrar þjóðar sem varð fyrir árásinni, skuli vera svo samhljóða í fordæmingu sinni á þessu brölti N-Kóreskra stjórnvalda. Vitandi að þeim stafar engin raunveruleg ógn af þeim sökum gríðarlegs hertæknilegs forskots sem "vestur"veldin (þ.m.t. Japan) hafa á þetta fátæka þriðja heims ríki. Til að setja hlutina í samhengi er þetta svipað og ef Bernie Madoff og fórnarlömb hans færu að vara okkur hástöfum við Lalla Johns sem er auðvitað stórhættulegur þjófur, eða þannig.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ef engin ógn er af þessu brölti þeirra Norður Kóreumanna, þá er það bara hið besta mál.

Jakob Falur Kristinsson, 5.4.2009 kl. 15:50

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vill ekki Obama fækka kjarnorkuvopnum? Alveg tilvalið að henda einni atómbombu á þessa Norðurkóreu..hún mætti vera svona 100 megatonn svo þetta mál sé útrætt.

Ódýrt og ekkert vesen meira með þá..Kínverjar myndi ekki segja neitt. Þeir eru búnir að lána USA svo mikið að að þeir myndu bara stofna eigngum sínum og lánum í hættu í USA..

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband