Íslenskur sjávarútvegur

Ég var að horfa á þátt á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem Ingvi Hrafn Jónsson var að ræða við forustumenn LÍÚ þá Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóra samtakanna og Adolf Guðmundsson stjórnarformann LÍÚ.  Þeir voru að ræða um þá stefnu stjórnvalda að innkalla allar veiðiheimildir á næstu 20 árum og endurúthluta þeim síðan aftur.  Að sjálfsögðu voru þeir á móti þessu og sögðu að öll sjávarútvegsfyrirtækli yrðu komin á hausinn innan nokkra ára.  Það yrðu teknar af þeim tekjurnar og þeir skildir eftir með skuldirnar og ekki vantaði hvatningarhóp hrafnsins um hvað vinstri stjórnir stæðu sig illa.  Það var tekið dæmi af Flateyri þar sem eigandi aðal sjávarútvegsfyrirtækisins á staðnum hætti rekstri og seldi allan aflakvótann í burt.  Bæði Adolf og Friðrik sögðu að söluverðið segði ekkert um hvað eigandinn hefði fengið í vasann, því það hefðu örugglega verið mikilar skuldir sem hvíldu á kvótanum og Ingvi Hrafn sagði að það hefði ekkert verið eftir og bætti við "Éf veit það" og hinir tóku að sjálfsögðu undir.  En hvernig má það vera að Hinrik Kristjánsson, sem seldi kvótann og flutti í Garðabæ varð einn hæðsti skattgreiðandi á suðvesturhorninu á síðasta ári.  Hvaðan komu allar þær tekjur sem Hinrik var skattlagður fyrir?  Friðrik sagði líka að kvótinn hefði ekki farið langt bara hinum megin við jarðgöngin þ.e. til Ísafjarðar.  En það skiptir íbúa á Flateyri engu mál hvort kvótinn fót langt eða stutt frá Flateyri, atvinnan fór og fólk þarna er bundið átthagafjötrum og sér enga framtíð.

Það náðist að draga upp úr þeim félögum að sum útgerðarfélög væru mjög skuldsett vegna hlutabréfakaupa og höfðu sett aflakvótann að veði og gætu nú ekkert greitt af þessum lánum frekar en aðrir sem voru í hlutabréfabraski og allt hrundi.  Þeir félagar töldu að ekki mætti setja slík fyrirtæki á hausinn heldur yrði að afskrifa stóran hluta þessara lána og skattgreiðendur yrðu bara að sætta sig við að greiða.  En málið er ekki bara svona eifalt því stór hluti þessara lána er í þýskum banka og hann mun auðvitað ganga að sínum veðum og eignast stóran hluta kvótans.  Nú er í lögum að aðeins íslenskir aðilar geti átt aflakvóta en auð velt er að fara framhjá því.  Þýskir aðilar geta auðveldlega stofnað fyrirtæki á Íslandi með einhverjum íslendingum og farið að gera héðan út.  Aðild að ESB kemur auiðvitað ekki til mála hjá þessum aðilum, því þá færi allur kvótinn til ESB og skip þaðan kæmu í stórum stíl til veiða við Ísland.  Það hafa margir fært góð rök fyrir að þótt við gengjum í ESB þá myndum við sitja einir að okkar fiskimiðum.

Adolf Guðmundsson nefndi að alltaf þegar stjórnmálamenn kæmust með puttana í atvinnumálin þá yrði það eintómt klúður og vitleysa og nefndi Hlutafjársjóð Byggðastofnunar sem dæmi.  En Adolf hefur nú ekki alltaf verði á þessari skoðun.  Því nokkrum árum áður varð Fiskvinnslan hf. sem Adolf stýrði á Seyðisfirði gjaldþrota.  Það fyrirtæki átti þá tvo togara þá Gullver NS og Gullberg NS, til að bjarga því sem bjargað varð var leitað á náðir Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra til að tryggja að aflakvóti togarann færi ekki burtu frá Seyðisfirði.  Halldór beitti sér fyrir því að Hafrannsóknastofnun keypti bátinn Ottó Wathne, sem fékk nafnið Dröfn RE, gegn því að eigendur hans keyptu togarann Gullberg NS og stofnað var sérstakt útgerðarfélag um Gullver NS.  Allt var þetta gert með miklum stuðningi Byggðastofnunnar.  Þannig að Adolf veit alveg hvernig hægt er að bjarga sér með aðstoð stjórnmálamannanna.  En því miður virðist hann ekki hafa gott minni og skoðanir hans einkennast af eiginhagsmunum.  Það var allt í góðu lagi að Byggðastofnun hjálpaði til á Seyðisfyrði, en spilling ef það var gert annarsstaðar.

 

Ríkisstjórnin hefur sagt að útfærsla á þessari fyrningarleið verði gerð í samráði við hagsmunaaðila.  En andstaða og áróður LÍÚ er slíkur að hætt er við að þeir missi af því tækifæri að koma að mótun þeirra stefnu.  Það sama má segja um andstöðu LÍÚ við ESB, þeir vilja frekar að erlendir aðilar hafi hér veiðirétt þegar þýsku bankarnir ganga að sínum veðum, en að taka þátt í starfi ESB og hafa þar áhrif.  Friðrik J. Arngrímsson sagði nánast grátklökkur að útgerðarmönnum þætti vænna um útgerðarfyrirtækin en börnin sín.  Er kannski búiði að veðsetja börnin líka í hlutabréfabraski, það kæmi mér ekki á óvart.  Svona hræðsluáróður LÍÚ gegn öllum breytingum verður til þess eins að úgerðarmenn mála sig út í horn og gráta í kór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband