ÍNN

Ég horfi stundum á sjónvarpsstöðina ÍNN og þá sérstaklega á þáttinn Hrafnaþing en þar safnar Ingvi Hrafn saman auðtrúa sjálfstæðismönnum til að lofa og dýrka Sjálfstæðisflokkinn.  Þessir þættir byrja alltaf eins eða þannig að Ingvi Hrafn ruður út úr sér slúðri og kjaftæði um vinstri flokkanna og reynir að gera grín að Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni á ódýran hátt.  Svo fáum við að vita hvernig dýrðin er við Langá á Snæfellsnesi og hvað fuglarnir þar eru duglegir að borða brauðið sem Ingvi Hrafn keypti hjá einhverjum bakara í Borgarnesi.  Þegar Ingvi Hrafn hefur lokið við að ryðja út úr sér kjaftafroðunni, setjast hátíðlega við borðið þeir Hallur Hallsson, Jón Kristinn Snæhólm og Ármann Ólafsson fv. þingmaður og þetta lið kallar Ingvi Hrafn "HEIMASTJÓRNINA" og síðan hefjast stjórnmálaumræður sem snúast um það eitt hvað Sjálfstæðisflokkurinn sé góður til allra verka en að sama skipi vinstri flokkarnir slæmir til allra verka.  Aldrei er minnst á að Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn efnahagsmála sl. 18 ár eða þar til allt hrundi og flokkurinn hljóp frá öllu saman í rjúkandi rúst, sem núverandi ríkisstjórn er að reyna að bjarga.  Ég hef gaman af að horfa á þessa þætti, ekki vegna þess að þeir séu málefnalegir heldur vegna þess að það er viss skemmtun að horfa á fjóra fullorðna karla iðka trúarbrögð sín með lofi á Sjálfstæðisflokkinn.  Að vísu kom smá bakslag þegar upplýst var um hina miklu styrki sem Guðlaugur Þór safnaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sjálfan sig.  En því var fljótlega ýtt til hliðar með þeim rökum að aðrir flokkar hefðu líka fengið styrki.  Þannig að allt slæmt sem aðrir gera er heiðarlegt hjá Sjálfstæðisflokknum.  Þessir menn nánast gráta af hvölum yfir því að nú skuli vera kominn tveggja flokka vinstri stjórn og spá henni öllu illu.  Það sama á við um bankahrunið þar voru allir glæpamenn nema í þeim bönkum sem stjórnendur höfðu komið til veiða í Langá hjá Ingva Hrafni, þeir eru góðir og heiðarlegir menn að sögn Ingva Hrafns.  Þetta eru svo skemmtilega vitlausar umræður hjá þessum mönnum að það líkist góðum gamanþætti.  Þarna hika menn ekki við að fullyrða um hluti sem þeir hafa enga hugmynd um og sjá samsæri gegn Sjálfstæðisflokknum í hverju horni.  Það er t.d. mjög skemmtilegt að horfa á þegar Hallur Hallsson setur upp sinn spekingssvip og nánast hvíslar einhverri slúðursögu sem hann hefur heyrt frá öruggum aðila og allir hinir hlusta með mikilli lotningu á spekinginn segja frá nýjustu fréttum.

Þessi þáttur slær öll met í vitleysu og slúðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband