Breytti lyfseðli

Kona nokkur kom í apótek á Selfossi með lyfseðil sem hún hafði breytt á þann hátt að hún fengi meira magn en læknirinn hafði ávísað.  Lögreglan var kölluð til og handtók konuna og viðurkenndi hún að hafa breytt seðlinum.

Er þetta nú ekki óþarfa harka, því augljóst er að konan þurfti að nota þetta lyf og hefur bara verið að spara sér pening með því að fá meira magn afgreitt í einu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hef varla séð lítilfjörlegra afbrot, en samt þarf að handtaka ja hérna

Finnur Bárðarson, 18.5.2009 kl. 12:25

2 identicon

Ég á bágt með að trúa því að konan hafi ekki vitað að breyta lyfseðli varði við lög.  Auk þess spyr ég hvernig er það "augljóst" að kona hafi einfaldlega verið að spara sér pening með því að fá meira magn afgreitt í einu.  Ég geri ráð fyrir að læknirinn hafi ávísað það magn sem konan þurfti á að halda.  Ég nefnilega vinn með fólki sem er að glíma við alkóhólisma og fíkniefnavanda.  Það er breyta lyfseðlum er alkunna.  Viðbrögð starfsmanna apótekisins eru einfaldlega partur af þeirra starfi.  Þeim ber að tilkynna slík brot til lögreglu.  Nú veistu það.

H.T. Bjarnason 18.5.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já nú veit ég það hr. H.T.Bjarnason, en samt finnst mér þetta vera svo smávægilegt afbrot að það ætti að vera hægt að leysa án afskipta lögreglu.

Jakob Falur Kristinsson, 18.5.2009 kl. 14:48

4 identicon

Þetta er alls ekki smávægilegt afbrot.  Þvert á móti.  Þetta er afskaplega alvarlegt afbrot.  Það er því miður ekki hægt að hafa verklagsreglur sem gilda handa sumum en ekki öðrum.  Því miður búum við í samfélagið þar sem það er algengt að t.d. fíklar eða þeir sem eru háðir lyfjum séu annaðhvort að stela lyfseðlum eða breyta þeim.  Við þessu þarf að bregðast við.  Sú leið sem apótekin hafa farið er að tilkynna þessi brot til lögreglu. 

H.T. Bjarnason 19.5.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband