Aðstoð við bát

Alltaf er að koma betur í ljós hvað gagnlegt framtak það var hjá Landsbjörg að stuðla að kaupum fjölda björgunarskipa, sem dreifðust um allt land.  En það er ekki nóg að hafa þessi björgunarskip heldur þarf að vera til staðar reynd áhöfn.

Ég hef einu sinni verið á bát sem fékk aðstoð frá Björgunarskipinu á Rifi.  En þá var ég vélstjóri á dragnótabátnum Sigurbjörgu ST-55.  Við létum reka fyrir sunnan Látrabjarg og vorum að bíða eftir fallaskiptum áður en kastað yrði.  Þegar síðan átti að kasta hafði pokinn á nótinni óvart fallið í sjóinn og fór beint í skrúfuna þegar kúplað var að.   Við vorum þarna einskipa og því ekkert um annað að ræða en óska eftir aðstoð og kom Björgunarskipið frá Rifi okkur til aðstoðar og tók Sigurbjörgu í tog, þrátt fyrir leiðindabrælu yfir Breiðarfjörðin gekk ferðin nokkuð vel og eftir nokkra klukkutíma vorum við komnir að hafnarmynninu í Ólafsvík.  Björgunarbáturinn renndi inn í Ólafsvíkurhöfn og ætlaði að láta Sigurbjörgu renna upp að svokölluðum Norðurkanti.  En fljótlega kom í ljós að ferðin var of mikil og Sigurbjörg stefndi beint á steinsteyptan enda garðsins,  Skipstjóri Björgunarskipsins sá í hvað stefndi og ætlaði að snúa við til að breyta stefnu okkar skips og við sáum að nokkrir menn voru komnir út á Björgunarskipinu til að færa til endana.  En því miður urðu þeir of seinir og Sigurbjörg sigldi á 4-5 mína ferð á steyptan enda kantsins.  Þetta varð talsvert högg og stefnið lagðist inn á stórum hluta. Fjöldi manns var kominn þarna að til að fylgjast með og komum við enda í land og gátum lagst við Norðurkantinn. Strax á eftir kom skipstjóri Björgunarbátsins um borð til að ræða við skipstjórann á okkar skipi og ganga frá tjónaskýrslu.  Hann sagði að þetta hefði verið mjög klaufalegt en þegar hann ætlaði að láta færa endana til að forðast þennan árekstur hefði sín skipshöfn verið orðin lömuð af sjóveiki og því mjög seinir til.  Seinna kom kafari og skar úr skrúfunni og við tókum til við að gera við nótina.  Síðan var farið á veiðar aftur, um leið og allt var orðið klárt.


mbl.is Aðstoða bát með bilaða vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband