Kreppa á næsta ári

Mikið lifandis ósköp er ég orðinn þreyttu á öllu þessu kreppukjaftæði.  Það vita allir að það er alheimskreppa og óþarfi að tíunda það í öllum fréttum.  Bestu viðbrögð við kreppunni er að tala kjark og bjartsýni í fólk.  En dag eftir dag er því haldið að okkur að fyrirtækin og heimilin í landinu séu að fara á hausinn og skuldir í hæðstu hæðum sem enginn getur greitt og verður þar af leiðandi aldrei greitt.  Það á nú þegar að lækka vexti niður í 1-2% og afskrifa 50% af skuldum heimila og fyrirtækja í landinu.  Þá fyrst fara hjól atvinnulífsins að snúast og við verðum fljót að ná okkur út úr þessari kreppu.  Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn getur farið fjandans til og hætt að haga sér eins og lénsherra yfir Íslandi.  Við eigum að ráða okkar málum sjálf.  Síðan göngum við í ESB og förum að rífa kjaft þar eins og við kunnum best.  Þótt við verðum smáþjóð innan ESB  getum við orðið þar stórþjóð með frekju og yfirgangi.  Íslendingar eru nú einu sinni fornir glæpamenn sem flúðu Noreg á sínum tíma, þannig að frekja og sjálfstæði er okkur í blóð borið.  Nú brettum við upp ermina og förum að vinna saman í að leysa okkar vandamál.  Gefur skít í alla hagfræðikenningar en það voru einmitt þær sem komu okkur í núverandi stöðu.

Það eina sem ég óttast í þessu sambandi er hvort að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé þessu samþykkur og Ingvi Hrafn á Hrafnaþingi.


mbl.is Kreppan gæti birst á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg ótrúlegt hvað þarf alltaf að vera nota orðið kreppa alls staðar, þegar maður sér svona frétt þá býst maður kannski við því að þetta sé eitthvað sem viðkemur landinu okkar beint, Fyrirsögnin er tvöföld og algjör óþarfi, gátu alveg sagt að búist væri við fækkun skemmtiferðaskipa á norðurslóðum á komandi ári en ekki að Kreppan gæti birst á næsta ári. Það þarf að siða blaðamenn þessara blaða til.

Jón Ó 19.5.2009 kl. 13:51

2 identicon

Kreppa hvað þíðir það þíðir að ef maðut ætlar að slá einhvern þá kreppir maður hnefann og slær flóknara er það nú ekki.

Guðbjartur Ástþórsson 20.5.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband