Tekinn á 172 km. hraða

Ökumaður um tvítugt var tekinn á 172 km. hraða á Reykjanesbrautinni í morgun.  Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum og verður væntanlega ákærður og fær þá sekt til viðbótar.

Annars er ég á þeirri skoðun að þar sem nú er búið að tvöfalda Reykjanesbrautina með tveimur aðskildum akreinum í hvora átt væri góð leið til að draga þarna úr hraðakstri að hækka hámarkshraðann úr 90 km. í 120 km.  Það er alla veganna reynsla Dana af slíkum aðgerðum.


mbl.is Tekinn á 172 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmir Arnarson

Ég er sammála því að auka megi hraðann en annað vil ég segja að mér findist ekkert athugavert við það að takmarka hestöfl við aldur. Þá á ég við að þeir yngstu fái eingöngu leyfi til aksturs farartækis með litlu afli og svo þegar ökumennirnir eldast og ökuferillinn verður hreinni, þá uppfærist leyfið til aksturs bifreiðar með stærri mótor.

Hilmir Arnarson, 24.5.2009 kl. 20:26

2 identicon

Og ertu með einhverjar skemmtilegar hugmyndir um það hvernig bíl unga fólkið á að vera á?;) ...99% af bílaflotanum kemst á 150+ ...meiri segja  Toyota Aygo sem er sýnishorn af bíl;)

Annars mætti alveg hækka hámarkshraðann á þessari braut í 120, fólk keyrir á Miklubrautinni bíl við bíl...við bíl á 90-100 og finnst ekkert sjálfsagðara. Það er nú aðeins meira bil á brautinni?

Vil samt taka fram að ég er alls ekki að reyna að verja það að fólk skuli keyra langt yfir löglegum hraða... bara helvíti hart að þurfa að fara af landinu til að fá að keyra hraðar en 90+

Get svo alveg komið með þá staðreynd að tíminn líður ekki þegar maður keyrir úti á landi á 90....

Erling 25.5.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Hilmir Arnarson

Ég trúi því að ungt fólk ráði ekki við bíla með kraftmiklum mótor.  Bílar geta verið svo snarpir og snöggir upp í hundraðið.

Eigum við að setja 18 ára manneskju undir stýri á fólksbíl með 3L vél og aflinu sem því fylgir?

Þegar ég var 18 ára átti ég bíl með 120 hestafla mótor og maður var snarviltlaus á þessu.  Þegar ég hugsa til baka þá hafði ég ekkert með þetta að gera.

Ég sé ekkert við það ennþá að fólk vinni sig upp í það að fá að aka bílum með stórum mótor.  Maður er um fjögur ár að fá stúdentspróf og einn eða tvo mánuði að fá bílpróf, mætti ekki taka nokkur ár í að fá fullt leyfi fyrir fólksbílaakstur með stærri og stærri mótor?

Hilmir Arnarson, 25.5.2009 kl. 06:11

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Reynsla Dana er sú að þegar þeir leyfðu 120 km. hámarkshraða þá snarfækkaði þeims sem voru á ólöglegum hraða.  Þegar fólki finnst að komið sé til móts við þeirra óskir, þá virðir það lögin betur.  Ég tek undir að það væri skoðunnar vert að sá sem fær ökuleyfi í fyrsta sinn mætti einungis aka bifreið með ákveðinni vélarstærð.

Jakob Falur Kristinsson, 25.5.2009 kl. 11:31

5 Smámynd: Hilmir Arnarson

Eru vegirnir hér á landi gerðir fyrir slíkan akstur?  Þyrftu vegirnir ekki að vera skiptir í tvennt, þ.e.a.s. einn vegur í eina átt og annar á móti.  Ég held mér þætti óþægilegt að vera á 120km og mæta öðrum á sama hraða á sama veginum.

Svo er það annað.  Ég ímynda mér, á sumrin kjósi ekki allir að aka á fullum hraða, 120km og því ætti að vera töluvert um framúrakstur.

Ég ætla ekki að dæma um hver sé skinsamasta lausnin, hestöfl, hámarkshraði og/eða breyting vega.

Hilmir Arnarson, 25.5.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband