Til hvers að hengja þá sem þegar hafa gert það sjálfir

Þau áform ríkisstjórnarinnar um innköllun aflaheimilda um 5% á ári hafa farið mikið fyrir brjóstið á LÍÚ og mörgum sjómönnum.  Morgunblaðið var fyrir skömmu með nokkrar fréttaskýringar og þar var rætt við útgerðarmenn, sjómenn ofl.  Allir voru sammála um að þessi leið myndi setja öll fyrirtæki í sjávarútvegi á hausinn á 6,5 árum.  Já þetta er svo nákvæmlega útreiknað að þetta mun taka 62 mánuði.  Útgerðin er skuldum vafinn upp fyrir haus og mun skulda 500-600 milljarð, sem hún getur með núverandi tekjum aldrei greitt og er því í raun gjaldþrota.  Þessar miklu skuldi eru tilkomnar vegna mikilla fjárfestinga bæði í aflaheimildum, nýjum skipum og í óskyldum rekstri.  Útgerðarmenn voru búnir að spóla svo upp verð á aflaheimildum að eitt kíló af þorski var selt á yfir fjögur þúsund krónur.  Allt kaupverðið var síðan greitt með erlendu láni og veiðiheimildirnar settar að veði.  Þetta var gert  þótt vitað væri að hér væri aðeins um veiðiheimild til eins árs í senn og að eðlilegur rekstur gæti aldrei greitt þetta.  Nokkuð mörg útgerðarfyrirtæki tóku þátt í hlutabréfaæðinu og veðsettu kvótann fyrir þeim lánum.

Morgunblaðið birti fyrir stuttu grein um fjölskyldufyrirtæki í Grundarfirði, Sófanías Cesilsson hf.  En þar hafði framkvæmdastjórinn fengi meirihluta stjórnar til að samþykkja lántöku upp á tvo milljarða í erlendu láni með veði í kvóta fyrirtækisins og voru peningarnir notaðir til hlutabréfakaupa í ákveðnum banka.  Nú eru hlutabréfin verðlaus en lánið orðið tvöfalt hærra og er því svo komið að ekkert eigið fé er eftir í þessu fyrirtæki, sem var mjög sterkt fyrir, og eigendur bræður og systur og makar berjast í dómsölum.  Hver verða síðan afdrif þessa fyrirtækis er óljóst ennþá.   Ég veit um nokkur mörg hliðstæð dæmi þótt þau hafi ekki enn ratað á síður Morgunblaðsins en þetta mál er bara toppurinn á ísjakanum.  Mörg slík mál eiga eftir að koma upp í tengslum við rannsókn á bankahruninu.

Mörg sveitarfélög sem ekki eru nú fjárhagslega vel sett, hafa tekið undir mótmæli útgerðarmanna.  Sem er að vissu leyti mjög skrýtið, því samfara fyrningarleiðinni á að stofna Auðlindasjóð, sem mun leigja út þær veiðiheimildir sem verða innkallaðar árlega.  En gert er ráð fyrir að einn þriðji hluti tekna Auðlindasjóðs renni til sveitarfélaganna til að laga þeirra fjárhag.  Þær sveitastjórnir sem hafa mótmælt þessari fyrningarleið eru ekki að hugsa um hag sinna íbúa heldur ræður pólitísk afstað þeirra viðhorfum.

Það hafa margir velt því fyrir sér, hvers vegna öll sjávarútvegsfyrirtæki fari á hausinn við 5% skerðingu á veiðiheimildum en þau stóðu öll af sér 30% niðurskurð í þorskveiði.  Því er til að svara að við 30% niðurskurðinn brugðust útgerðirnar þannig við að þau bjuggu með smá viðskipum með veiðiheimildir sífellt hærra verð á bókfærðu verði sinna veiðiheimilda.  En nú verður ekki lengur hægt að stunda slík viðbrögð lengur.  Þótt 5% veiðiheimilda verði innkölluð af einhverri útgerð er ekki þar með sagt að hún geti ekki fengið þessi 5% aftur.  En þá þarf útgerðin að greiða leigu til Auðlindasjóðs, sem á að verða mjög hófleg.  En þar stendur hnífurinn í kúnni, útgerðin vill ekkert greiða fyrir sinn nýtingarrétt.  Einnig hafa mörg stór útgerðarfyrirtæki haft miklar tekjur af því að leigja frá sér veiðiheimildir, en nú verður slíkt ekki hægt lengur, þegar vitleysan var sem mest var verið að leigja veiðiheimildir í þorski fyrir kr. 200-250 krónur á kíló.

Þeir sem eru í útgerð í dag hafa ákveðið forskot til að leigja af Auðlindasjóði, þar sem þeir eiga nú þegar bæði skip og veiðarfæri.  Einnig eru þessar útgerðir með mjög hæfa og góða sjómenn, ég hef heyrt útgerðarmenn fullyrða að fyrningarleiðin yrði snara um háls þeirra og þeir síðan hengdir.  Ef sjávarútvegsfyrirtæki getur ekki greitt hóflegt gjald fyrir nýtingu auðlinda hafsins er hún mjög illa sett og slík fyrirtæki væru einfaldlega gjaldþrota.  Gjaldþrot er ekkert nýtt í íslenskri útgerð og þrátt fyrir það verður fiskur áfram veiddur á Íslandsmiðum.  Hvað varðar snöruna um háls útgerðarmanna þá settu þeir hana sjálfir en ekki ákvörðunin um fyrningarleiðina.

Þar sem útgerðin skuldar 500-600 milljarða væri það allri útgerð fyrir bestu að þeirra útgerð yrði gjaldþrota og losna þannig við þennan skuldaklafa sem útgerðin er í.  Byrja svo bara aftur með hreint borð.  Fyrningarleiðin mun bjarga íslenskri útgerð en ekki kveða upp dauðadóm yfir henni og nýtt framfaraskeið hefst í útgerð á Íslandi.  Menn verða að skilja það að það er fiskurinn í sjónum sem er hinn raunverulega auðlind en ekki veiðiheimildir

Þegar ég bjó vestur á Bíldudal fylgdist maður með hinum miklu aflamönnum á Ísafirði og þá var algengt að þeir fengju nýtt skip á 2-3 ára fresti.  En í dag hefur ekki komið nýtt skip til Ísafjarðar í um 20 ár ef undanskildir eru smábátar.  Hvað hefur breyst svona mikið er öll hagræðingin að skila sér með þessum hætti.

Menn gleyma allir þeirri staðreynd að víða um land eru sjávarþorp sem hafa misst frá sér allar aflaheimildir og þar með gert nær verðlaus allar eignir þess fólks, sem á þessum stöðum býr.

Það er nóg komið af allri vitleysunni sem þetta kvótakerfi hefur leitt af sér að nú verður að stokka upp á nýtt og gefa aftur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband