Siðlaust

Aldrei hefði ég trúað að Jóhanna Sigurðardóttir tæki þátt í að skerða kjör okkar lífeyrisþega.  Ég sem kaus Samfylkinguna vegna þess að ég taldi að það væri eini flokkurinn sem ALDREI myndi skerða okkar  kjör meira en orðið er.  En nú á að ráðast á okkur sem minnsta möguleika höfum til að bjarga okkur.  En það á að vernda alla sem eiga fullt af peningum inn í bönkum, sama hverra þjóðar það fólk er.  Væri ekki nær að reyna að ná í þá peninga, sem útrásarvíkingarnir stungu undan í erlend skattaskjól.

Ég held að tími Jóhönnu sé liðinn og burt með þessa andskotans ríkisstjórn. Hvað var úr hugmyndinni að hinu norræna velferðarkerfi, sem mikið hefur verið talað um.


mbl.is Siðlaus bótaskerðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttu ekki svona, Jóhanna er ofmetnasti stjórnmálamaður íslands.

DoctorE 25.6.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er rétt.

Jakob Falur Kristinsson, 25.6.2009 kl. 12:36

3 identicon

Viðurkenndu það bara, þú kaust frjálslindaflokkinn nún alveg eins og alltaf áður, þú ert bara að segja að þú hafir kosið Samfylkinguna af því það hljómar betur sem skítkast á Jóhönnu. Það er ekki hægt að segja það um Jóhönnu að hún hafi ekki barist fyrir rétti þínum á þingi öll þau ár sem hún hefur verið þar og við sem erum öryrkjar mættum þakka fyrir ef fleiri þingmenn væru með hennar hugarfar. Hvernig heldur þú að staðan væri ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn væru við völd? Helsur þú að þeir myndu eitthvað hlífa öryrkjum? Ef þig langar til að vera reiður út í einhvern fyrir það hvernig fyrir okkur er komið ættir þú að beina reiði þinni að Sjálfstæðis og Framsóknarmönnum. En þeir eru kannski of nálægt þér í pólitík, það er kannski þess vegna sem öryrkinn Jakop Falur kastar skít í Jóhönnu?

Valsól 25.6.2009 kl. 16:03

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þú velur þér stór orð í þínum skrifum, Valsól.  Þú getur bæði haft samband við skrifstofur Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar og fengið staðfest í hvorn flokkinn ég er skráður.  Ég sagði mig úr Frjálslynda flokknum fyrir síðustu kosningar og gekk í Samfylkinguna.  Ég haga mér ekki eins og margir aðrir að þykjast vera í einhverjum flokki og kjósa svo allt annað.

Ég hef bæði skammast út í sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.  Þar sem ég er flokksbundin í Samfylkingunni, hef ég fullan rétt á að gagnrýna Jóhönnu og hennar störf.  Ert þú svo flokksholl að í þínum flokki sé forustan hafin yfir alla gagnrýni.

Jakob Falur Kristinsson, 26.6.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband