Leti

Það er langt síðan ég hef skrifað færslur hér á mínu bloggi.  Ástæðan er einföld, bara LETI, ég hef oft ætlað að fara að skrifa, en alltaf fundið ástæðu til að gera eitthvað annað.  En nú ætla ég að reyna að bæta úr því eftir bestu getu.

Það eru margir þeirra skoðunar að LETI sé neikvæður galli á viðkomandi persónu.  En ég er ekki tilbúinn til að samþykkja það.  Gegnum aldirnar hafa flestar af framförum í tækni og vísindum komið frá LETINGJUM.  því sá sem er latur er stöðugt að hugsa um aðferð til að gera sína vinnu léttari.  Þar má nefna þann sem fann upp hjólið, sem ég veit ekki hver var.  En hjólið var fundið upp af letingjum, sem nenntu ekki að þurfa að bera alla hluti á sjálfum sér.  Í framhaldinu komu síðan vagnar og kerrur til sögunar og öll notuðu þau hjól.  Lengi vel voru þessi farartæki dregin af mönnum, þangað til einum sem ekki nennti þessu erfiði datt í hug að nota hesta eða nautgripi til að draga þetta áfram.  En það var auðvitað talsverð vinna að sinna þessum dýrum.  Þá datt einum letingjanum í hug að smíða vél, sem drifi þessi tæki áfram og í framhaldinu varð til bifreið, sem stöðugt var verið að endurbæta.  Í Bandaríkjunum þar sem vegalengdir eru miklar var óþægilegt fyrir hefðarfólk, sem alltaf fylgdi með mikill farangur að ferðast um í bíl með mjög takmörkuðu plássi.  Það þurfti oft að stoppa til að leyfa fólkinu að hvíla sig og drösla öllum farangrinum úr bifreiðinni að kvöldi og setja síðan aftur í bifreiðina að morgni.  Þá kom það til að einn af bifreiðarstjórum nennti þessu ekki lengur, enda eilíft erfiði að bæði aka bifreiðinni og sjá um farangurinn.  Hann fór því að hugsa um hvernig mætti gera þetta á auðveldari og léttari hátt.  Þá fæddist hugmyndin að járnbrautarlestinni.  Þar sem fremsti vagninn var vélknúinn og síðan löng röð af vögnum, það voru bæði vagnar með almennum sætu, vagnar með klefum og rúmum, veitingavagnar og síðasti vagninn geymdi allan farangurinn. En þá var óleystur vaninn að ferðast til annarra heimsálfu og það var leyst með stórum farþegaskipum, sem sigldu reglulega á milli Ameríku og Evrópu en slíkt ferðalag gat tekið viku til 10 daga.  En svo kom að því að fólk nennti ekki að eyða svona miklum tíma í ferðalög.  Þá voru komnar til sögunnar flugvélar en upphaf að slíku tæki var ekki vegna leti, heldur forvitni og leti  í bland.  Því menn langaði að vita hvort væri hægt að smíða tæki sem gæti flogið um loftin blá og það tókst, það var alltaf stefnt að því að flugvélin næði meiri hraða en nokkur bifreið gæti náð og sparað þannig tíma í ferðalögum fólks.  Þróun flugvélarinnar var með allt öðrum hætti en þróun bifreiðar, því flugvélar þróuðust mest vegna hernaðarátaka í tveimur heimstyrjöldum 1914-1818 og 1939-1945.  Í dag eru að mestu leyti hætt að nota farþegaskip til áætlunarsiglinga og hefur flestum þeirra verið breytt í fljótandi risahótel með tilheyrandi lúxus og sigla með ferðafólk í skemmtiferðum.  Í farþega- flutningum eru í dag þotur alsráðandi og þær fara stöðugt stækkandi og munu stærstu þotur nútímans flutt um 800-900 farþega í hverri ferð.  Það hefur verið stöðug þróun í fluginu til að létta flugmönnum sín störf og þar kemur aftur letin til.  Í dag þurfa flugmenn einungis að fylgjast með öllum mælum og tækjum í vélinni og koma henni á loft, en síðan er sett á sjálfstýring og stimplað inn áfangastaður og síðan sér tölva um allt flugið.  Getur meira að segja lent vélinni án þess að flugmennirnir þurfi neitt að gera aðeins að vera í sambandi við flugumferðarstjórn á jörðu niðri til að forðast árekstur við aðra vél.

Menn vildu líka fá sem mesta orku og fara að kanna alheiminn og þá urðu til eldflaugar og einnig kjarnorka.  Þegar Albert Einstein kom fram með sína afstæðiskenningu sem er undirstaða þess að hægt sé að framleiða kjarnorku, var hann álitinn geðveikur.  En svo var nú ekki heldur var karlgreyið bara blindfullur þegar hann fann út þessa brjálæðislegu formúlu, sem hann sagði seinna að betra væri ef honum hefði aldrei dottið þetta í hug.  Í vélfræðinni er kennt að orka eyðist aldrei og er það rétt.  Þegar bensín eða olía er sett á bifreið eða skip breytist efnið í orku til að koma viðkomandi tæki af stað og halda því gangandi.

Gott dæmi um leti eru vínræktarhéruðin í Þýskalandi og Frakklandi, sem á sínum tíma voru undir stjórn Rómverja.  Til að sjá hermönnum í þessum fjarlægum héruðum fyrir víni varð að flytja það allt þangað norður í stórum ámum, sem var auðvitað mjög erfitt verk.  Þá datt einum letingja í hug hvort ekki væri einfaldara að flytja bara vínviðinn og rækta vínvið í þessum héruðum og búa til vínið á stöðunum í stað þessara flutninga og var það gert.

Ef litið er á venjulegt heimili í dag er þar að finna mikið safn af tækjum sem letingjar hafa fundið upp og má þar nefna þvottavélar,eldavélar ofl.  Allt gert til að vinnan á heimilinu sé sem minnst og fjarstýringar á flestum hlutum.

Þannig að LETI getur verið kostur en ekki löstur á einum einstaklingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband