Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Bakkavör hefur sent Kauphöll Íslands tilkynningu um að Viðskiptum með alla hluti Exista í félaginu sé lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þann dag var tilkynnt, að stjórn Exista hefði ákveðið að selja allan hlut félagins í Bakkavör til félagsins ELL 182, sem er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar.

Þeir eru ansi klóki Bakkabræður að koma undan verðmætum eignum og ætla síðan að skilja eftir sig skuldasúpu, sem skattgreiðendur verða að kyngja, þótt slæm sé.

Það sem aðgreinir þessa Bakkabræður frá hinum einu og sönnu Bakkabræðrum, er að þeir síðarnefndu vor bara heimskir en samt heiðarlegir.


mbl.is Exista hefur selt Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki einhver lög sem hægt er að nota til að afturkalla svona flótta?

Skilst það sé hægt að ógilda svona gerninga sem augljóslega eru framkvæmdir til að stinga undan eignum.

w00t 12.9.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allir svona gjörningar eru riftanlegir tvö ár aftur í tímann.

Jóhann Elíasson, 12.9.2009 kl. 13:15

3 identicon

Hvað með skattaskilahliðina á þessum gjörningum ?

Einkennilegt er það að skatturinn skuli ekkert vera til umræðu í tengslum við þessi mál.

Hvað tapar skatturinn á svona fáránlegu viðskiptaháttum ? - umfram það að viðdskiptin séu á eðlilegum nótum.

Að selja sjálfum sér telst tæplega eðlilegt í dag, en einhvernvegin komast þessir menn upp með það. Eru virkilega heimildir fyrir því að selja sjálfum sér ?  Hvers konar rugl er þetta eiginlega ? Eru stjórnvöld, löggjafinn og eftirlitsaðilar í sambandi ?

Öll starfssemi felur í sér innheimtu VSK (virðisaukaskatts) og eru þeir sem það gera vörslumenn peninganna þangað til þeim er skilað til ríkissjóðs. Hvað verður um skil á VSK peningum, tryggingargjaldi. lífeyrissjóðsgreiðslum  og tilfallandi sköttum þegar upp er staðið í svona sjónhverfingum ???

Hér er umfjöllun frá 2006 um dómsmeðferð óreiðumanna sem skiluðu ekki VSK og fl.

Það sem vekur athygli er að nefnt fyrirtæki komst upp með að skila ekki á tveggja ára tímabili. Ég sé ekki betur en að eftirlitsaðili hafi sýnt vanrækslu í þessu dæmi því það á að loka fyrirtækjum (28. grein laganna) strax sem ekki skila inn virðisaukaskatti.

Bloggarinn eini 12.9.2009 kl. 13:27

4 identicon

Varðandi skattalegu hliðinu - það á ekki við í þessu tilfelli. Skatturinn hvorki græðir né tapar á þessum snúningi. Enginn söluhagnaður, enginn tekjuskattur. Það er heldur ekki um neinn vsk að ræða, eignarhaldsfélög hafa eru að öllu jöfnu ekki með neina vsk skylda starfsemi. Hafa ekki útskattskyldar tekjur og geta ekki nýtt sér innskatt. Þetta hefur heldur enginn áhrif á staðgreiðslu skatta starfsfólks eða lífeyrissjóðsgreiðslur. Exista er ennþá starfandi félag þó tiltekin eign hafi verið seld út úr félaginu. Það er að sjálfsögðu löglegt að selja eignir og eignarhluti á milli félaga. Í þessu tilfelli, vegna stöðu Exista, verður þó að gæta þess vel að sanngjarnt endurgjald sé innt að hendi fyrir eignarhlutinn.

Jón 12.9.2009 kl. 13:52

5 identicon

Jón: Þessa varnarræðu þína tek ég með fyrirvara. Þessir "snúningar"eru hrein steypa og móðgun við venjulegt fólk í landinu. Það sjá allir hvað er að ske.

Að sjálfsögðu eru útrásarvíkingarnir með viðskipti sem innihalda vsk skylda starfssemi. Annað er fráleitt að álykta; margir hverjir með verslunarrekstur og ýmisskonar viðskipti milli landa, innflutning og fl. og fl.

Enda er Exista hf. með tvö VSK númer. Exista Invest ehf og Exista trading ehf eru ekki með nein VSK númer. 

Hvers vegna 3 fyrirtæki í sama skrifstofuherbergi ? Alveg ótrúlegur "leikur" fullorðinna manna. Þetta er einfaldlega skrípaleikur.

Annars skulum við láta skattinn um það að ákveða hvað er löglegt og hvar óreiðan er.

Það er ekki að ásætðulausu að kominn er hingað heill her fra SFO í UK.

Bloggarinn eini 12.9.2009 kl. 16:00

6 identicon

 Á mannamáli: Verðmætum komið undan og skuldir skildar eftir.

http://eyjan.is/silfuregils/2009/09/12/verdmaetum-komid-undan-skuldasupa-skilin-eftir/

Tengill hér á eyjuna.

Það vekur reyndar töluverða athygli að hægt sé að taka út einstakar deildir fyrirtækis og "kaupa þær út" - skilja "tapdeildir" (tap-skúffur)  eftir ekki síst þegar menn "selja sjálfum sér".

Það eru nokkur atriði í hruninu sem toppa fáránleikann. Þetta er eitt af topp fimm.

Til hamingju Bakkabræður með þennan árangur á listanum. 

Bloggarinn eini 12.9.2009 kl. 18:30

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Yfirvöld eru orðin svo samofin spillingunni í viðskiptalífinu að það verður ekkert gert í þessu máli.  Hinsvegar að ef EXISTA fer í gjaldþrot, þá er hægt að rifta svona gjörningum tvö ár aftur í tíman.  En á meðan EXISTA er starfandi félag, er ekkert hægt að gera.  Þetta vita þeir Bakkabræður og passa sig á því að brjóta ekki lög.

Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband