Haustflensan

Von er á bóluefni gegn hinum venjubundnu haustflensum til landsins í byrjun næsta mánaðar og ættu bólusetningar að geta hafist fljótlega upp úr því.

Það er svo sem gott að bólusetja þá sem eru viðkvæmir fyrir veikindum.  En að ætla að bólusetja alla landsmenn er rugl.  Því oft verður fólk veikara af bólusetningunni en sjálfri flensunni.


mbl.is Brátt bólusett gegn haustflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar bólusett er fyrir haustflensu er fólki frjálst að láta bólusetja sig.  Markhópur þessara bólusetninga er fólk sem er veikt fyrir og í aukinni áhættu, eldri borgarar, fólk með lélegt ónæmiskerfi, heilbrigðisstarfsólk o.s.frv. Það hefur aldrei verið reynt að bólusetja alla við haustflensu, enda einungis keyptir 60.000 skammtar í þetta skiptið.

Bjarki 21.9.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað er fólk frjálst af því hvort það vill láta bólusetja sig eða ekki.  Ég var ekki að segja að það ÆTTI að bólusetja alla.  Þótt nú hafi verið pantaðir 60.000 skammtar, sagði landlæknir að búið væri að undirbúa að Ísland gæti fengið um 300 þúsund skammta.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2009 kl. 10:40

3 identicon

"Því oft verður fólk veikara af bólusetningunni en sjálfri flensunni."

Þetta er ekki rétt. Það eru ótrúlega fá tilfelli þar sem fólk verður fyrir slæmum aukaverkunum, svo slæmum að það er verra en flensan sjálf. Aukaverkanir eru illur fylgikvilli allra lyfja, en þær verða færri og færri eftir því sem lyfin eru þróuð meira.

Hraustir einstaklingar sem verða lítið veikir hvort eð er, eiga lítið erindi að láta bólusetja sig, en sumir geta orðið svo veikir að þeir verða bókstaflega farlama og jafnvel þurfa spítalavist. Þannig að ég er sammála að það sé rugl að reyna að bólusetja alla Íslendinga, en ég held að það sé ekki og hafi aldrei verið planið.

Halldór Benediktsson 21.9.2009 kl. 10:40

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er örugglega rétt hjá þér Halldór, að lyfin eru alltaf að verða betri og betri og því miklu minni hætta á aukaverkunum en oft var áður fyrr.

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2009 kl. 11:28

5 identicon

Landlæknisembættið hefur pantað þá skammta fyrir H1N1 sem er svínaflensan fræga, þetta er aftur á móti haustflensan sem að gengur hérna árlega með smávægilegum breytingum frá ári til árs.

Þannig að þetta er sitthvor hluturinn. Þarna er bara verið að halda sömu stefnu og undanfarin ár og hefur gefist vel.

Bjarki 21.9.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Nú, ég hélt að alltaf væri verið að tala um svínaflensuna frægu, sem heitir þessu skemmtilega nafni H1N1.  Ég veit að N1 stendur fyrir ákveðnu olíufélagi hér á landi, en fyrir hvað stendur H1?

Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband