Vandi fjölslyldna

Á nú að fara að lappa upp á fyrirbærið sem kallast "Greiðsluaðlögun." Þetta úrræði hefur reynst mjög illa og stjórnvöld verða að finna eitthvað betra.  Í stuttu máli gengur greiðsluaðlögun svona fyrir sig;

1.   Lögð er fyrir héraðsdóm beiðni um greiðsluaðlögun.

2.   Dómari samþykkir greiðsluaðlögun og skipar einhver lögfræðing sem umsjónamann með búi skuldarans.  Þegar þarna er komið er skuldarinn nánast sviptur fjárræði og má ekkert gera í sínum vandræðum nema með leyfi tilsjónarmannsins.

3.  Tilsjónarmaður fær öll fjárráð skuldara

4.   Tilsjónarmaður leggur fyrir héraðsdóm áætlun um greiðslu skulda og hugsanlega einhverjar afskriftir.

5.  Ef skuldari er með einhver lán sem nánir ættingjar eða vinir hafa ábyrgst má ekki afskrifa þau eða greiða upp til að forða ábyrgðaraðilum frá tjóni.  Það telst vera mismunun á kröfum á hendur skuldara.  Það gæti komið upp á þessu tímabili að skuldari fengi óvænt aukið fjármagn tþ.d. arf eða fengi vinning í happadrætti eða Lottó, og vildi þá losa sína ættingja og vini úr þeirra ábyrgðum, má það ekki

6.  Tilsjónar maður fer að ræða við lánadrottna um uppgjör á skuldum og jafnvel einhverjar niðurfellingar af lánum.

7.   Hver kærir sig um að hafa allt í einu tilsjónamann sem öllu ræður um útgjöld viðkomandi heimilis og ekkert má gera á hans samþykki.  Hann einn ræður öllu, hann ræður t.d. hvað er keypt í matinn, hvað fjölskyldubíllinn er notaður mikið, hvað börnin fá að taka þátt í mörgum íþróttum ofl. Þegar fólk fer í gegnum svona meðferð er það yfirleitt laskað á sál og getu til að standa á eigin fótum, fjárhagslega séð.  Ef ein greiðsla af skulum skuldarans, sem tilsjónarmaður hefur samið um, fer í vanskil þá hrynur þetta allt eins og spilaborg og viðkomandi skuldari er aftur kominn á byrjunarreit.  þá er komin upp sú staða að umsjónarmaður óskar eftir gjaldþroti viðkomandi skuldara og í framhaldi af því eru allar eignir seldar á nauðungaruppboði.  Nú myndi maður ætla að við gjaldþrot féllu allar skuldir viðkomandi niður eins og gerist þegar fyrirtæki fer í gjaldþrot.  Nei það eru nú eitthvað annað.  Allar skuldir standa eftir óbreyttar nema að þær hafa sennilega hækkað eitthvað því bæði eru reiknaðir vextir og dráttarvextir á þessar skuldir og öllum kostnaði við gjaldþrotið er velt yfir á skuldarann.  Hann verður síðan hundeltur alla sína ævi og ef hann deyr þá verða erfingjarnir ábyrgir fyrir skuldunum.  Eini valkosturinn hjá gjaldþrota manni er að flýja land og koma aldrei til baka.  Þessi leið er því ófær flestu fólki, það eina sem er jákvætt við skuldaaðlögun er að fjöldi lögfræðinga fær vellaunað starf um tíma.

Ekki veit ég hver samdi þessa vitleysu, en ég vil hvetja alla sem eiga í erfiðleikum núna að reyna allt áður en farið er í skuldaaðlögun, sem öllu á að bjarga.  En gerir bara illt verra.


mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hann verður síðan hundeltur alla sína ævi og ef hann deyr þá verða erfingjarnir ábyrgir fyrir skuldunum."

Margt satt og rétt í þessum pistli en ofangreind staðhæfing er röng. Erfingjar gjaldþrota fólks verða aldrei ábyrgir fyrir skuldum viðkomandi nema hafa skrifað upp á það. Það að arfurinn gangi upp í skuldir þess sem fellur frá þýðir ekki að erfinginn verði ábyrgur fyrir eftirstöðvum, hann á sínar eignir sjálfur.

Þorgeir Ragnarsson 24.9.2009 kl. 07:52

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það fer alveg eftir því hver á skuldina, ef það er ríkið, þá verða erfingjar að greiða.  Ég þekki mörg dæmi um konur sem misst hafa eiginmenn sína og sitja eftir með skattaskuldir hins látna.

Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2009 kl. 08:04

3 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Gjaldþrotalög einstalinga hérna á íslandi eru mannréttindabrot. Miskunarlaus og siðlaus lög samin af lögfræðingum og kröfuhöfum. Ef manneskja verður gjaldþrota á sá sami að fá tækifæri á að byrja uppá nýtt eftir einhvern tíma. Fyrningarfrestur krafna er 4 ár og ætti gjaldþrota einstaklingur að geta verið laus við allar skuldir þá. En nei hér er hægt að rjúfa fyrningarfrestinn og byrja nýtt fyrningartímabil aftur og aftur og aftur. Aumingjar eins og Intrum er með tölvuvæda kröfuvakt og fólk sleppur aldrei. Þessu verður að breyta en samt talar engin um þetta í ríkisstjórn eða á Alþingi. Hvað er að þessu fólki? Ekki finnst þetta í tillögum ASÍ að breyta þessum ólögum.

Jón Svan Sigurðsson, 24.9.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Svo furðulegt sem það er þá er hér á landi allt gert til að gæta hagsmuna þeirra sem eiga peninga.  Neyðarlögin sem sett voru síðasta haust voru einungis til að vernda hagsmuni fjáreigenda.  Þeir sem settu Ísland á hausinn með græðgi eru best settir í dag.

Jakob Falur Kristinsson, 24.9.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband