Hinir útvöldu

Á nýafstöðnum aðalfundi LÍÚ var mikið grátið og vælt yfir þeirri ákvörðun núverandi ríkisstjórnar um innköllun allra veiðiheimilda á Íslandsmiðum þann 1. september 2010.  Þessir góðu menn, sem hafa passað þessa auðlind okkar allt frá því kvótakerfið var sett á, eru skiljanlega uggandi um sinn haga.  Hvað er ríkið að skipta sér af fiskveiðum og ætlar með þessari aðgerð að setja alla útgerð á hausinn innan örfárra ára.  Þetta er auðvitað rétt hjá þessum góðu mönnum, að um leið og þeir hætta að passa fiskinn okkar þá fer hann allur af Íslandsmiðum og hér verður aldrei veiddur fiskur meir.  Hvernig eiga svo aumingja útgerðarmennirnir að greiða af sínum lánum ef tekjurnar verða teknar burt.  Þessir góðu menn hafa lagt sálu sína að veði til að passa fiskinn okkar og svo á að launa þeim svona.  Hvílíkt ranglæti, sem útgerðarmenn verða að þola.  Þeir hafa mátt búa við það ár eftir ár að sífellt má veiða minna.

En sem betur fer er til önnur hlið á þessu máli.  Þótt ríkið innkalli allar veiðiheimildir mun áfram verða fiskur á Íslandsmiðum og hann þarf að veiða.  Ekki er ætlunin að ríkið fari sjálft að hefja útgerð og því er nærtækast að líta til þeirra, sem eiga fiskiskip og hafa þekkingu á að veiða fisk, sem eru auðvitað þeir sömu útgerðarmenn og nú eru grátandi á fundum LÍÚ.  Íslenska ríkið ætlar nefnilega að úthluta þessum innkallaða aflakvóta, út aftur.  Þar hafa auðvitað núverandi útgerðir ákveðið forskot fram yfir nýliða.  Því þeir eiga jú fiskiskip, veiðarfæri og annað sem til veiðanna þarf og eru einnig með í vinnu vana sjómenn.  Þess vegna munu núverandi útgerðarmenn geta fengi nákvæmlega sama magn til að veiða og áður.  Það eina sem hefur breyst að nú verður að veiða þann fisk sem úthlutað er á hvert skip.  Þannig að kvótabraskið verður liðin tíð og veðin fyrir lánum útgerðarinnar eru ekki lengur til staðar.  En auðvitað hljóta allir þeir sem tóku lán með veði í aflakvóta, hafa reiknað með því að rekstur fiskiskipanna stæðu undir greiðslum af þessum lánum.  Veð eitt og sér greiðir aldrei af neinu láni, hvorki í sjávarútvegi eða öðrum rekstri. Einnig mun útgerðin þurfa að greiða ríkinu hóflegt gjald af nýtingu auðlindarinnar, sem allar vel reknar útgerðir munu eiga auðvelt með.

Hitt er svo aftur annað mál hvort núverandi hámarksafli á Íslandsmiðum er ekki alltof lítill.  En því er auðvelt að breyta með nýjum vinnubrögðum, sem byggðust á samvinnu Hafró og sjómanna.  En nú virðist vera þorskur í miklu magni um allt land.  Er því mikil hætta á að ekki sé til fæða í hafinu fyrir allan þann fjölda fiska sem eru á Íslandsmiðum.  Væri það ekki tilraunarinnar virði að stórauka þorskkvótann og forða honum frá því að drepast úr hungri.  Þetta á ekki aðeins við um þorskinn heldur ætti að auka við í flestum tegundum.  Það er svo augljóst að fiskimið sem áður gáfu af sér um 300-500 þúsund tonn af þorski skuli ekki þola meiri veiði en 130 þúsund tonn af þorski og aðrar tegundir í hlutfalli við það.  Pössuðu góðu útgerðarmennirnir þorskinn okkar ekki betur en þetta? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband