Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hetjudáð

„Þetta var ekki auðvelt,“ sagði Ólöf Ólafsdóttir, vagnstjóri hjá Strætó bs., sem vann hetjudáð nýverið þegar hún, með hjálp tveggja stúlkna, blés lífi í farþega sem hafði fengið hjartastopp í vagninum, líkt og fram kom í 24 stundum í dag.

Þessi kona er hetja og nú kom sér vel að hafa lært skyndihjálp.  Þetta ætti að ýta við fólki að fara á slík náskeið hjá Rauða-krossinum.  Ég hef farið á tvö slík bæði þegar ég var í Vélskólanum og seinna um borð í Sæbjörgu , skipi Slysavarnarfélagsins, Þótt aldrei hafi reynt á mína þekkingu í þessu, sem betur fer þá veit maður aldrei hvenær slíkt kemur uppá.


mbl.is „Þetta var ekki auðvelt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastró

Kastró í Havana fyrir mánuði.Fídel Kastró Kúbuforseti hefur sagt af sér og lýst því yfir að hann muni ekki taka aftur við stjórnartaumunum í landinu eftir veikindin sem hrjáð hafa hann að undanförnu.

Jæja ætlar hann að hvíla sig blessaður karlinn, en hann er þó búinn að þrauka í þessu í tæp 50 ár og mátt þola ýmislegt, bæði rétt og rangt.  En eitt er öruggt að hans mun verða minnst sem mikillar hetju þegar fram líða stundir.


mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðslukort

Mynd 444821 Lögreglan á Selfossi handtók í gær par á Selfossi vegna gruns um þjófnað á greiðslukorti og að hafa notað það til að svíkja út vörur í verslunum þar í bæ. Hefur parið viðurkennt að hafa stolið kortinu á föstudag og tekið út vörur í nokkrum verslunum.

Ætlar afgreiðslufólk í verslunum aldrei að læra hvernig á að nota greiðslukort sem á ekki að vera flókið.  Þetta er annað málið á stuttum tíma sem svona kemur fyrir, vegna þess að afgreiðslufólk skoðar ekki myndina sem er af eiganda kortsins og athugar hvort hún er af þeim sem er að nota viðkomandi kort.

Hann Georg Bjarnhéðinsson á Næturvaktinni kunni sko þetta 100% og kannski væri best að fá hann til að halda námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum og koma þessu í lag.


mbl.is Stolið greiðslukort notað til að svíkja út vörur á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflavermæti skipa

Mynd 179853 Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 75,3 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2007 samanborið við 70,5 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur tæpum 5 milljörðum króna eða 6,7% milli ára. Aflaverðmæti í nóvember var 6 milljarðar sem er svipað og í nóvember 2006.

Ef desember verður svipaður og nóvember verður líklegt aflaverðmæti allra íslenskra skipa 2007 um 80 milljarðar.  Þetta kann að þykja nokkuð gott, en þá er þess að gæta að þessi atvinnugrein er orðin svo skuldsett vegna kvótakerfisins, þar sem aflaheimildir eru stöðugt að færast á færri skip og munu nú heildarskuldir vera orðnar um 300 milljarðar eða nærri því fjórfalt aflaverðmætið.  Hér áður fyrr, var það notað sem þumalputtaregla að til að rekstur skips gæti skilað arði þá yrði að fiska fyrir a.m.k. jafn miklum verðmætum og skuldirnar væru.  Það verður líka að líta til þess að hluti þessara skulda eru vegna vinnslustöðva í landi, sem skila líka auknu verðmæti en að stærstum hluta eru þær vegna kaupa á aflaheimildum og tilheyra því útgerðinni.  Þetta eru orðnar hættulega miklar skuldir og lítið má útaf bera svo ekki hrynji allt saman.  Bankarnir hafa verið duglegir að lána til kaupa á veiðiheimildum og veðið fyrir lánunum er óveiddur fiskur í sjónum.  Hvað skeður nú þegar engin loðna finnst, en er veðsett að fullu?   Skeður ekki það sama og á hlutabréfamarkaðinum að þegar hlutabréf sem voru keypt fyrir lánsfé með veði í bréfunum sjálfum og fóru að lækka í verði.  Þá ýmist kröfðust bankarnir að menn kæmu með aukin veð eða þeir innkölluðu bréfin og seldu síðan á lægra verði á markaðnum og eftir sátu fyrrum eigendur með skuldasúpu á bakinu.  Fer ekki að koma að því sama með veiðiheimildirnar, að þær verða smátt og smátt allar komnar í eigu bankanna og síðan seldar á útsölu og eftir sitja útgerðir nær gjaldþrota.  Þá fer LÍÚ-grátkórinn af stað og heimtar aðstoð frá ríkisvaldinu og við skattgreiðendur verðum látnir borga fyrir eign sem öll þjóðin á samkvæmt 1. grein laga um stjórn fiskveiða.  Nú er komið að því að stokka spilin upp á nýtt og að ríkið innkalli allar veiðiheimildir og leigði þær síðan út aftur á sanngjörnu verði t.d. 10% af söluverðmæti afla eins og gert er í Nýja-Sjálandi.


mbl.is Aflaverðmæti 75,3 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loðnuveiðar

Nú lítur illa út með loðnuveiðar á þessari vertíð, því lítið finnst af loðnu og það litla sem skipin eru að veiða er eingöngu smáloðna afar mögur og illa haldin.  Ég held að best væri að banna alfarið loðnuveiðar í vetur og svo það litla sem er af loðnu við landið nýttist þorskinum ofl. tegundum sem æti.  Þá sæjum við örugglega góðan vöxt hjá þorskinum og gætum aukið veiðar af honum.  Nú eru sennilega að koma fram afleiðingar af notkun flottrollsins við loðnuveiðar.  Þótt engar loðnuveiðar yrðu á þessari vertíð hafa þau skip sem þær veiðar hafa stundað næg verkefni við veiðar á síld, kolmunna og makríl.  Nú hafa strandveiðimenn í Chile hafið herferð gegn togveiðum við strendur landsins og í Bandaríkjunum er hafinn undirskriftasöfnun gegn flot-trollsveiðum og skorað á stjórnvöld að banna þær nær landi en 50 sjómílur.  Hér á landi hefur Landssamband smábátaeigenda mótmælt harðlega notkun flottrolls innan 50 sjómílna vegna þess að árlega er við þessar veiðar hent í sjóinn aftur eða landað til bræðslu nokkrum hundruðum tonna af þorskseiðum, sem fá þar með ekki tækifæri til að vaxa upp.  Þegar um er að ræða mörg hundruð tonn af þorskseiðum eru það' sennilega nokkrar milljónir fiska.  Gæti þetta ekki verið ein skýringin á hvað nýliðun þorsks hefur verið léleg undanfarin ár.  Það sakar alla veganna ekki að gera tilraun í eitt ár og banna loðnuveiðar og einnig að banna flottrollið.  Er það ekki verðmætara fyrir þjóðarbúið að loðnan verði æti fyrir fiskistofnana hér við land en að moka upp smáloðnu og þorskseiðum til bræðslu.  Jafnvel þótt loðnan liggi dauð á botninum eftir hrygningu er hún verðmætari þar sem aukið fæði fyrir lífkeðjuna í hafinu.

Kosovo

Utanríkisráðherrar Breta, Ítala og Þjóðverja segja að ríkisstjórnir þeirra muni viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Fyrr í dag lýsti utanríkisráðherra Frakka því yfir, að þarlend stjórnvöld myndu einnig viðurkenna sjálfstæði nýja ríkisins og sagði að forseti Frakklands hefði skrifað forseta Kosovo bréf þessa efnis.

Hvað ætlar ríkisstjórn Íslands að gera nú, þorir hún ekki að viðurkenna sjálfstæði Kosovo eins og þessar þjóðir eru búnar að gera.  Rekum við ekki sjálfstæða utanríkimálastefnu eða er það gamla sagan einu sinni enn, að bíða eftir hvað Bandaríkin gera.  Ingibjörg Sólrún er nýbúinn að taka við miklum þökkum frá Eistlandi fyrir að hafa verið fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði þess á sínum tíma.  En þá var líka Jón Baldvin, utanríkisráðherra og maður sem þorði að taka ákvörðun en eitthvað tefur Ingibjörgu varðandi Kosovo.  Ég held að það sé kjarkleysi og ekkert annað.  Enda sendir Jón Baldvin stjórnvöldum tóninn í fréttum í dag og segir að það sé ekki eftir neinu að bíða með að viðurkenna sjálfstæði Kosovo og við þurfum ekkert að vera að bíða eftir hinum Norðurlöndunum eins og Ingibjörg Sólrún hefur verið að afsaka sig með og hér talar maður með reynslu og mikla þekkingu á utanríkismálum.  Hann segir einnig að það sé fullreynt að Serbar, Króatar og Albanir geti aldrei verið saman í einu ríki, það kalli bara á ófrið og læti.


mbl.is Bretar, Frakkar, Ítalar og Þjóðverjar viðurkenna Kosovo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HB-Grandi

 Fundur var haldinn með starfsmönnum HB Granda í dag þar sem farið var yfir hin ýmsu úrræði sem starfsmönnum munu standa til boða en tugum starfsmanna í landvinnslu á Akranesi var nýlega sagt upp störfum. Hafa Hrafnistuheimilin í Reykjavík m.a. boðið starfsmönnunum að kynna sér þá starfsemina þar en heimilin vantar fólk í vinnu.

Á nú að reyna að koma því starfsfólki sem fyrirtækið rak á Akranesi á Hrafnistu, ég hefði haldið að meirihluti þessa fólks væri fullfrískt og ekki kominn tími á að senda það á elliheimili.  Er nú ekki nóg að HB-Grandi hafið rekið allt þetta fólk úr vinnu, þarf líka að lítillækka það með því að vísa því á elliheimili. 


mbl.is Starfsmönnum HB Granda boðið að kynna sér starfsemi Hrafnistuheimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðslukort

Kreditkort Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrir helgina mann, sem hafði brotist inn í íbúð og m.a. stolið þaðan greiðslukorti húsráðanda. Kortið notaði hann síðan til að svíkja út vörur í verslunum. Lögreglan biður starfsfólk í verslunum við að skoða vel myndir á kortum og undirskrift áður en viðskipti fara fram.

Því miður er þetta alltof algengt að afgreiðslufólk athugi ekki hvort myndin á greiðslukortinu sé af þeim sem er að nota það.  Eins er fólk alltof kærulaust um að biðja um strimil úr kassanum til að athuga hvort hann sé réttur.  Þetta á sérstaklega við þegar einhver vara er auglýst með afslætti við kassann.  Ég hef lent í því að slíkur afsláttur hefur ekki komið fram og þurft að láta leiðrétta verðin, en þá er horft á mann eins og maður sé glæpamaður bæði a afgreiðslufólki og öðrum viðskiptavinum.   Því að á meðan verið er að leiðrétta verðið verður alltaf einhver töf við kassann og jú allir eru að flýta sér.  Það er ekki langt síðan hin fræga útsala Bónus á Seltjarnarnesi var og þá klikkaði kerfið svo að aðeins ein vörutegund var með afslætti og engin tók eftir því og leiðréttingu fengu aðeins þeir sem höfðu undir höndum kassastrimilinn.


mbl.is Lögreglan varar verslunarfólk við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil laun

Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs, segir á vef flokksins að sú hugmyndafræði, sem lögð er til grundvallar nýgerðum kjarasamningum sé góð og nálgunin sé rétt: að reyna að hækka lægstu laun og umsamda kauptaxta sérstaklega.

Þetta er rétt hjá Steingrími að þrátt fyrir að mest áhersla hafi verið lögð á að hækka lægstu taxta, þá ná þeir ekki lámarksframfærslukostnaði eins og Hagstofa Íslands reiknar út, en þeir telja að eðlileg framfærsla einstaklings vera á milli 200-250 þúsund á mánuði.


mbl.is Steingrímur segir laun enn langt undir framfærslukostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dý skilnaður

Heather Mills er hún yfirgaf dómshúsið á fimmtudag. Það...Bítillinn Paul McCartney er sagður hafa fallist á að greiða fyrrum eiginkonu sinni Heather Mills 60 milljónir sterlingspunda, andvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna í skilnaðar- og framfærslugreiðslur.

Þá veit maður af hverju hún var að giftast Paul McCartney.  Bara að ná sér í peninga og ekkert annað.  Hún verður ekki á flæðiskeri stödd hvað varðar peninga, því þessu til viðbótar verður manngreyið að greiða stórar upphæðir vegna framfærslu dóttur þeirra eða 2,5 milljónir punda auk sérstaks sjóðs fyrir barnið sem það fær þegar það er orðið 18 ára.  Hann hefði betur sleppt því að kynnast þessari konu.  En hann hafði valið og svona fór það.


mbl.is Mills sögð hafa tryggt sér átta milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband