Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Nýfætt barn

Nýfætt barn fannst látið á endurvinnslustöð í Cambridgeskíri í morgun og hefur lögregla lokað svæðinu af, samkvæmt frétt á vef breska blaðsins Times. Voru það starfsmenn endurvinnslustöðvarinnar sem fundu barnslíkið innan um rusl á stöðinni sem er í bænum Peterborough. Að sögn lögreglu er unnið að rannsókn málsins og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Hverskonar foreldrar gera svona hluti, ég hef aldrei heyrt annað eins.  Ef þau vildu ekki barnið þá hefði verið auðvelt að koma því í fóstur.  Þetta er alger villimennska af verstu gerð.  Ég veit ekki hvað á að gera við svona fólk ef það finnst?


mbl.is Barnslík finnst í breskri endurvinnslustöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn

Jonas Gahr Störe. Norðmenn fordæma rússnesk stjórnvöld og segja að það sé enginn lagalegur grundvöllur fyrir því að Rússar geti viðurkennt sjálfstæði Georgíuhéruðin Suður-Ossetíu og Abkasíu.

Þeir eru sko ekki hræddir við Rússana Norðmennirnir, enda eiga þeir mikil samskipti við þá og landamæri Noregs liggja að Rússlandi.


mbl.is Norðmenn fordæma ákvörðun Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyklabörn

Enn bíða tæplega 1.700 börn eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR „Fyrsta skóladaginn var mér tilkynnt það að ekki væri hægt að taka við drengnum mínum og fékk því engan fyrirvara um að bjarga þessu öðruvísi,“ segir móðir sjö ára drengs er sótti um pláss á frístundaheimilinu Tígrisbæ við Rimaskóla. Þar hefur helmingi aðstöðunnar nú verið lokað vegna tilmæla heilbrigðiseftirlitsins.

Þetta ástand er nú til algerar skammar og allt er þetta vegna þess að ekki er vilji til að borga starfsfólki mannsæmandi laun.  Væri nú ekki ráð að minnka aðeins öll þessi biðlaun hjá borginni, en nú þegar eru fjórir aðilar á launum sem borgarstjórar og sennilega stutt í þann fimmta.  Börnin eru dýrmætasta eign hverra foreldra og því ætti að borga góð laun þeim aðilum sem gæta barnanna.  Þau eru a.m.k. margfalt dýrmæti en nokkur borgarstjóri.


mbl.is Lyklabörn vegna manneklunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómenn

Fundur í kjaranefnd sjómanna VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna sér fram á alvarlegt ástand í mönnunarmálum og harðar deilur vegna olíukostnaðar skipa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Það kemur einnig fram í fréttinni að vöntun er á sjómönnum með réttindi, bæði vélstjóra og skipstjórnarmenn.  Þetta þarf ekki að koma á óvart því aðsókn í slík nám eru orðin mjög lítil.  Þeir sem eru með full vélstjórnarréttindi fá mun betur launaða vinnu í landi.  Nánast enginn tekur farmannapróf, því engin flutningaskip eru skráð hér á landi lengur.  Þeir sem ætla að starfa á slíkum skipum verða því að sætta sig við þau launakjör sem eru í gildi þar sem viðkomandi skip er skráð og yfirleitt eru þau mun lakari en gilda hér á landi.  Auk þess missa sjómenn á fragtskipum og sigla undir erlendum fána margvísleg réttindi úr almannatryggingarkerfinu.  Þeir einu sem enn starfa á kaupskipum í eigu íslendinga en eru skráð erlendis, eru orðnir gamlir menn sem brátt verða að hætta sökum aldurs.  Þá eru engir til að taka við.  T.d. ég er með bæði skipstjórnarréttindi og vélstjórnarréttindi en gengur illa að fá þau endurnýjuð þar sem ég er 75% öryrki.  Þótt ég fái þau endurnýjuð dettur mér ekki í hug að fara á sjó, því ég fæ mikið betri laun sem bókari í landi en ég er menntaður á því sviði líka.  Stjórnvöld hafa verið algerlega sofandi gagnvart þessu vandamáli.


mbl.is VM: Gengur illa að fá sjómenn með réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málaferli

Mynd 435446Einn af aukaleikurunum í kvikmyndinni Valkyrie ætlar að fara í mál við Tom Cruise vegna óhapps sem varð við tökur. Verið er að taka myndina upp í Berlín en Cruise er eigandi fyrirtækisins sem framleiðir myndina og fer að auki með aðalhlutverkið, en hann túlkar Claus von Staurfenberg sem mistókst á sínum tíma að ráða Adolf Hitler af dögum.

Það er ekkert svo smátt í Bandaríkjunum til að hafa ekki ásæðu fyrir málsókn. 

Ég heyrði sögu um mann sem var að leika sér á flugdreka og einhver bilun átti sér stað.  Hann þurfti því að lenda á túni hjá bónda nokkrum.  Lendingin var harkaleg og fótbrotnaði maðurinn.  Hann fór auðvitað í mál við bóndann og vann það.  Hann vann málið á þeim forsendum að bóndinn hafði ekki sett um skilti sem bannaði að lenda á sínu landi.  Bóndinn varð því að greiða hinum fótbrotna talsverðar bætur.


mbl.is Í mál við Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður

Íbúðalánasjóður hefur það sem af er ári leyst til sín... Tilvikum hefur fjölgað þar sem Íbúðalánasjóður þarf að leysa til sín íbúðir sem leiguíbúðafyrirtæki hafa keypt eða byggt með láni frá sjóðnum og leigt til einstaklinga. Hefur sjóðurinn það sem af er ári leyst til sín fleiri eignir en allt árið í fyrra, eða 34 eignir nú en 32 allt árið 2007.

Þetta er bara byrjunin því í haust mun sjóðurinn og bankarnir eiga orðið þúsundir íbúða.  Vegna þess að fólki hefur verið lánað of mikið og ræður nú ekki við að greiða af íbúðum sínum.  En það verða ekki eingöngu íbúðir sem bankarnir eignast heldur líka bíla í stórum stíl.


mbl.is Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi flokkurinn

Ég skrifaði athugasemd við grein hjá Jóni Magnússyni alþm.  Þar sem hann er að fjalla um inngöngu Ólafs F. Magnússonar í flokkinn.  Ég skrifaði eftirfarandi;

"Hvað sem öllum göllum á Ólafi F. Magnússyni líður, þá á hann mikið persónulegt fylgi í Reykjavík.  Það voru ekki allir á eitt sáttir þegar Jón Magnússon og hans félagar gengu í flokkinn.  Innganga Jóns var ein af aðalástæðum þess að Margrét Sverrisdóttir yfirgaf flokkinn og kostaði okkur nokkra þingmenn.  Guðjón Arnar Kristjánsson, hefur boðið Ólaf velkominn í flokkinn en ekki lofað honum neinu varðandi framboðsmál.  Ég sé ekkert athugavert við að Ólafur komi í flokkinn aftur.  Það ber að fagna hverjum liðsmanni, en ekki blása til ófriðar í flokknum eins og Jón Magnússon er að reyna að gera,  Er virkilega svo komið að Frjálslyndi flokkurinn er lokaður klúbbur nokkurra manna og ekki megi nema ákveðnir aðilar ganga í flokkinn.  Ef svo er þá geta ekki nema ákveðnir einstaklingar kosið þennan flokk.  Þessum skrifum mínum svarar Jón á eftirfarandi hátt;

 

"Það er alveg makalaust hvað sumir snúa staðreyndum á haus eins og þú gerir Jakob Kristinsson.  Í fyrstalagi þá liggur fyrr að Frjálslyndir flokkurinn jók mjög fylgi sitt samkv. skoðanakönnunum, þegar ég og mínir félagar gengu til liðs við flokkinn, en hafði ekki náð inn manni samkv.þ skoðanakönnun í nokkur tíma á undan.  Öðrulagi þá fór Margrét Sverrisdóttir úr flokknum 7 mánuðum eftir að ég gekk í hann eftir að hafað tapað í varaformannskjöri fyrir Magnúsi Þót Hafsteinssyni.  Þess má líka geta að Margrét bauð mig sérstaklega velkominn í flokkinn á fyrsta fundi sem ég sótti.  Í þriðja lagi. er ekki verið að blása til ófriðar, en það er skylda stjórnmálamanna að hafa skoðanir og tjá sig um hana, annars eiga þeir ekkert erindi í pólitík.  Í fjórðalagi er Frjálslyndi flokkurinn ekki lokaður klúbbur, en þeir sem ganga í hann mega ekki vera félagar í öðrum flokkum m.a.  þegar ég vissi síðast var Ólafur F. í Íslandshreyfingunni.  Það er með ólíkindum hvað það hentar sumu fólki eins og þér Jakob að snúa sögunni og sannleikanum á  haus."  Þar sem sá tími er liðinn að hægt sé að skrifa athugasemdir hjá Jóni  Magnússyni varðandi þessa grein.  Þá ætla ég að svara Jóni hér á minni síðu:

1. Það er ekki sæmandi þingmanni að að ásaka félaga sinn um ósannindi eins og þú gerir Jón Magnússon.

2. þú segir að engin geti gengið í Frjálslynda flokkinn, ef hann er í öðrum flokki og er það alveg rétt en ég man ekki betur að þú hafir verið félagsmaður í Nýju Afli þegar þú gekkst í flokkinn og forustumenn hjá Nýju Afli þurftu að skuldbinda sig til að leggja þau samtök niður svo þú og þínir félagar fengjuð að ganga í flokkinn.

3.  Ég sat fundinn á Loftleiðum þegar kosningar í trúnaðarstöður hjá flokknum fóru fram og fyrir þann fund var gífurleg smölun á fundinn og miklar tafir urðu á atkvæðagreiðslu vegna alls þess fólks sem var að ganga í flokkinn.  Nýtt Afl stóð fyrir mikilli smölun á þennan fund og ég fékk símtal frá einum af félögum í Nýju Afli fyrir þennan fund og mér boðið að greitt yrði fyrir mig þátttökugjald og átti ég að hafa samband við viðkomandi aðila og fá í hendur blað um hvernig ætti að kjósa á fundinum.  Þar sem ég er öryrki þurfti ég ekki að greiða þáttökugjald og leitaði því aldrei eftir umræddu blaði.  Heldur greiddi ég atkvæði eftir minni sannfæringu.  Þú varst annar af tveimur fundarstjórum á þessum fundi og þegar þitt fólk var komið inn þá fórst þú að heimta að atkvæðagreiðslan byrjaði.  Ég sá áðurnefnt blað og þar var raðað upp í flestar trúnaðarstöður með fólki úr Nýju Afli og Margréti Sverrisdóttur átti ekki að kjósa sem varaformann.  Það var þetta atriði sem ég átti við þegar ég skrifaði að Margrét hefði farið úr flokknum vegna inngöngu þinnar og þinna félaga enda gerði hún grein fyrir því í ræðu sem hún hélt að loknu kjöri varaformanns.  Þar sagði hún m.a. að félagar úr Nýju Afli væru að yfirtaka flokkinn og hún ætti ekki samleið með þeim og myndi segja sig úr flokknum, sem hún svo gerði.  Hún nefndi einnig að sér hefði brugðið að sjá Jón Magnússon, sem fundastjóra á þessum fundi.  Ég kannaðist við nokkur andlit sem voru að ganga í flokkinn á fundinum og þar mátti sjá gengið úr Heimdalli sem fer á milli flokka til að aðstoða einhvern við framapot í stjórnmálaflokkum.  En hvað um það eftir stendur að ég tel að Ólafur eigi fullan rétt á að ganga í flokkinn aftur en þú ekki.  Auðvitað eiga stjórnmálamenn að láta skoðanir sínar í ljós.  En það eigum við líka að gera sem störfum í grasrót flokksins.  Þetta tal þitt um skoðanakannanir eru bull og vitleysa.  Það lá alltaf ljóst fyrir að Guðjón Arnar næði kjöri í Norðvesturkjördæmi og tæki með sér einn uppbótarmann.

Ég tek að lokum undir þín orð Hr. Jón Magnússon, að það er alveg makalaust hvernig sumir snúa sannleikanum á hvolf.


Bankarnir

Mynd 428453 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun á fjölmennum fundi í Borgarnesi í gærkvöldi að nauðsynlegt væri að skipta upp íslenskum bönkum og fjármálastofnunum.

Það er ekki oft sem ég er sammála Guðna Ágústssyni, en ég er það í þessu máli.  Það ríkir mikil fákeppni á þessum markaði, sem nauðsynlegt er að brjóta upp.  Samkeppni banka er engin, frekar samráð.


mbl.is Nauðsynlegt að skipta upp íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr vefur

Jóhanna Sigurðardóttir opnar þjónustuvefinn. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, opnaði í dag formlega nýjan þjónustuvef Tryggingastofnunar en þar verður til að byrja með haldið utan um greiðsluyfirlit og tekjuáætlanir og bráðabirgðaútreikningar og einnig verður hægt að fá bráðabirgðaútreikning á netinu.

Þessu ber að fagna og hún Jóhanna lætur verkin tala.  Það hefur verið mannsskemmandi að fara í afgreiðslu Tryggingarstofnunar í Reykjavík, slík er framkoma starfsfólks við viðskiptavini þessarar stofnunnar.  Þetta er allt öðru vísi út á landi og t.d. hér í Keflavík er þjónustan frábær.  Forstöðukonan þar tekur mannlega þáttinn fram yfir kerfið og greiðir úr flestum málum  á góðan hátt.  En liðið sem er í afgreiðslunni  í Reykjavík ætti að fara á námskeið í mannasiðum og kurteisi, það er sinni stofnun til skammar, með sinni framkomu í dag.


mbl.is Nýr þjónustuvefur Tryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta flugið til USA

Mynd 476617Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948.

Þennan dag fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli Íslands og Bandaríkjanna.  Meðal farþega var Steingrímur Hermannsson, sem þá var ungur námsmaður.  Loftleiðir sameinuðust síðar Flugfélagi Íslands undir heitinu Flugleiðir.  Enn í dag eru menn að deila hvort félagið hafi verið sterkara við sameininguna og flest bendir til að Loftleiðir hafi farið halloka í þessari sameiningu.


mbl.is 60 ár frá fyrstu ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband