Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fjármál

Nefnd á vegum viðskiptaráðherra, sem skipuð er fulltrúum þingflokkanna, hagsmunasamtaka og ráðuneyta, hefur í eitt ár unnið að endurskoðun laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnufyrirtækjum og að einföldun reglna um takmarkanir á þessum fjárfestingum útlendinga hér.

Eru íslendingar ekki að fjárfesta út um allan heim og hvað er þá óeðlilegt þótt erlendir aðilar fjárfesti hér á landi.  Þetta má ekki vera algjör einstefna.


mbl.is Fækka hindrunum og einfalda reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð

Miðlarar fjalla um olíusamninga á hrávörumarkaðnum í New York. Verð á olíu hefur lækkað á ný á heimsmarkaði í dag eftir methækkun í gær. Er lækkunin í dag rakin til óvissu um hvort áform bandaríska stjórnvalda um björgunarsjóð til að kaupa verðlitla skuldabréfavafninga af fjármálafyrirtækjum nái fram að ganga vegna andstöðu Bandaríkjaþings.

Þessi lækkun skilar sér ekki hingað til lands, en hækkunin í gær gerir það örugglega.


mbl.is Olíuverð lækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtistaðir

„Það hafa opnað staðir sem hafa ætlað að þjónusta skrifstofufólk í miðborginni með morgunmat og hádegismat en orðið að þekktustu búllum bæjarins og eru bara opnir eftir kvöldmat um helgar,“ segir Jóhannes Kjarval verkefnisstjóri þróunaráætlunar miðborgarinnar.

Það ætti nú að vera auðvelt að kippa þessu í lag, því það er borgin sem veitir þessum stöðum vínveitingarleyfi og á að hafa eftirlit með að öllum reglum sé framfylgt.


mbl.is Skemmtistaðir opnaðir á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi

160 fangar voru í íslenska fangakerfinu í gær. Þar af sátu 143 í fangelsum landsins en rými þar eru alls 137. 127 þeirra voru að afplána óskilorðsbundna refsingu og fimmtán sátu í gæsluvarðhaldi.

Það er góð nýting á fangelsunum þessa daganna 160 fangar í plássi sem gert er fyrir 137.  Hótel fengi ekki góða dóma sem myndi ofbóka svona.

Ég hef frétt af því að í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir að byggja nýtt fangelsi.  Þá er bara eitt til ráða sem er að hætta að dæma fólk til fangelsisvistar.  Einhver kom með þá hugmynd að setja gáma við Litla Hraun til að hýsa fanga.  Er nú ekki gáfulegra að byggja við á Litla Hrauni frekar en að reisa gámafangelsi.


mbl.is Fangelsin full og tvísett í 8 klefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðslubyrgði

Greiðslubyrði 5500 íbúðalána gæti þyngst um 20 prósent þegar þau verða tekin til endurskoðunar á næsta ári ef verðtryggðir vextir lækka ekki frá því sem nú er.

Það er ekkert sem bendir til að vextir lækki á næstunni svo fólk verður bara að sætta sig við 20% meiri greiðslubyrgði á næsta ári og 15%-20% kjaraskerðingu að auki vegna gengisfalls krónunnar.  Þessi ríkisstjórn okkar stendur sig svo vel að fólk verður að kjósa þá flokka sem að henni standa aftur.Það verður allt betra á næsta ári, því þá verðum við kannski komin í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.


mbl.is Greiðslubyrði þyngist að ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teymi

Kauphöll Íslands hefur samþykkt framkomna beiðni Teymis um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. Hlutabréfin verða tekin úr viðskiptum eftir lokun viðskipta föstudaginn 3. október 2008.

Fyrirtæki sem tapar 5,5 milljörðum á hálfu ári á auðvitað ekkert erindi í Kauphöllinni.  En hvaða fyrirtæki er þetta Teymi? 

 Það eina sem ég veit um þetta fyrirtæki eru fréttir um fallandi gengi hlutabréfa þess í Kauphöllinni, en ég hef ekki hugmynd um hvaða starfsemi þetta félag er með eða hverjir eiga það.  Kannski getur einhver upplýst mig eitthvað um þetta fyrirtæki.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

„Við erum bara að skiptast á skoðunum,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins (LRH), um umræður um skipan lögreglumála sem spruttu í kjölfar þess að sérsveitin, sem nú er undir ríkislögreglustjóra, lúti stjórn LRH.

Þar sem ríkislögreglustjóri er á móti þessu, þá verður engu breytt.  Þeir eru nefnilega miklir vinir Björn Bjarnason og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, sem kemur til af því að á sínum tíma var Björn Bjarnason oft barnapía hjá Matthíasi föður Haraldar og mun oft hafa skipt um bleyju á Haraldi, en ég held að hann sé hættur því í dag án þess að ég viti það 100%.  Þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað á sínum tíma átti þetta að vera lítil stofnun með um 10 starfsmenn, en Haraldi hefur tekist að blása þessa stofnun svo mikið út að nú starfa þar hátt í hundrað manns.

Enda er svo komið að fyrir hvern einn starfandi lögreglumann eru tveir yfirmenn.


mbl.is Ekki fráleit hugmynd að sérsveitin lúti stjórn LRH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blönduós

Þetta er skelfilegt mál og eftirsjá okkar eftir þessum rekstri er mjög mikil,“ segir Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar, um lokun mjólkurbúsins á Blönduósi sem hefur í för með sér að átta manns missa vinnuna.

Það er talsvert sérstakt að þegar á að hagræða í reksti í þessu tilfelli hjá Auðhumlu, þá er alltaf byrjað á landsbyggðinni.  Ekki er hugað að hagræðingu í yfirstjórn í Reykjavík sem er mjög dýr liður.  Þótt mörgum finnist það ekki skipta miklu máli þótt 8 manns missi vinnuna, þá er það stórmál fyrir lítið bæjarfélag.


mbl.is „Skelfilegt mál og eftirsjá okkar mjög mikil“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölkvæni

Ég las um það í fréttum að bróðir soldánsins í Kadar sem var að fjárfesta í Kaupþingi ætti þrjár konur og kona nr. 1 væri vinkona okkar forsetafrúar og hafa þau tengsl örugglega átt þátt í því að þessi maður ætlar að ávaxta hluta af sínu fé á Íslandi.

Í framhaldi við þessa frétt fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki væri rétt að leyfa fjölkvæni á Íslandi.  Við erum nú ekki nema um 300 þúsund og okkur þarf að fjölga.  Ef hver maður mætti eiga 5 eiginkonur og eignaðist 5 börn með hverri og væru þá komin 25 börn sem síðan myndu fimmfalda sig aftur og væru þá komin 125 börn og aftur væri fimmfaldað og þá væru börnin orðin 615 og síðan yrðu þau 1.075.  Með þessu myndi þjóðinni fjölga fljótt og um 2050 gætu íslendingar verið orðnir um milljón.  Það er auðvitað dýrt að eignast börn, en það mætti auðveldlega létta undir í gegnum skattakerfið.  T.d. að sá sem nær því að einast 25 börn yrði skattlaus á meðan þau væru að alast upp að 18 ára aldri.  Eins og staðan er í dag þá er þjóðin stöðugt að eldast og svo gæti farið að ekki væru til í landinu nóg af vinnandi fólki til að standa undir velferðarkerfinu.  Einnig er hætta á að okkur fari að fækka.  Auðvitað kæmu mótmæli frá þjóðkirkjunni ofl. en verðum við ekki að setja þjóðarhag ofar öllu öðru.?


Frjálslyndi flokkurinn

 Sigurjón Þórðarson. Stjórn kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavíkur norður hefur skorað á Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismann, að gefa kost á sér til formennsku á landsþingi flokksins í janúar 2009.

Enn heldur Jón Magnússon áfram að vinna gegn formanni flokksins.  Ég hef fengið fréttir af fundum Frjálslyndra í Reykjavík og þar mun Jón Magnússon semja þær ályktanir sem síðan eru samþykktar, en hann passar sig á því að halda sig til hlés á þessum fundum og þykist hvergi koma nálægt málum þar.  Það er áður búið að koma fram samþykkt um að víkja Kristni H. Gunnarssyni úr embætti þingflokksformanns og af því að Guðjón Arnar Kristjánsson vildi ekki samþykkja það, þá á að gera tilraun til að fella Guðjón sem formann.  Þessi árskorun á Sigurjón er bara sýndarmennska, því sá sem ætlar að bjóða sig fram er Jón Magnússon en hann þorir ekki að gera það opinbert.  Fyrst þarf hann að búa til óánægju með Guðjón og hann veit að Sigurjón mun aldrei bjóða sig fram gegn Guðjóni.  Þegar það liggur fyrir ætla Jón að koma eins og frelsandi engill og bjóða sig fram.  Ef Guðjón yrði felldur í formannskjöri þá er flokkurinn búinn að vera um leið.  Jón Magnússon þykist hafa styrkt flokkinn mikið með því að leggja niður Nýtt Afl og ganga í Frjálslynda flokkinn.  En eins og Margrét Sverrisdóttir bendir á í ágætri blaðagrein, þá voru þessi samtök ekkert Nýtt Afl heldur Dautt Afl, þannig að stuðningur þeirra var enginn í raun.  Ef við viljum bjarga flokknum þá verður að byrja á því að reka Jón Magnússon úr flokknum svo hann geti ekki unnið fleiri skemmdarverk.  Ég og margir fleiri ætlum að ganga úr flokknum ef Jón Magnússon fær að vaða svona uppi.  Ég er farinn að gruna að Jón Magnússon hafi gengið í flokkinn til að rústa honum og gangi þar erinda Sjálfstæðismanna sem ólu hann upp.  Ég skora á Jón Magnússon að segja sig úr flokknum til að vinnufriður fáist, annars verður bara að reka hann úr flokknum.  Þessi Jónsvitleysa getur ekki haldið svona áfram.


mbl.is Frjálslyndir í Reykjavík skora á Sigurjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband