Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Lífið er ekki eins slæmt og halda mætti.

Hið eina sem þarf er að sætta sig við hið ómögulega,

Komast af án þess sem er ómissandi

og afbera það sem er óþolandi.

(Kathleen Norris)


Afsökun

„Ég var svo drukkinn og hélt þar af leiðandi að hún væri... Fullorðnir karlmenn sem sofa hjá stúlkum undir lögaldri geta ekki lengur afsakað sig með því að þeir hafi verið drukknir þegar þeir hittu þær og þeir þ.a.l. haldið að þær væru eldri. Þessu halda vísindamenn við Háskólann í Leicester í Bretlandi.

Mikið er mér létt að þetta er komið á hreint.


mbl.is Áfengið er engin afsökun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðareftirlit

Lögreglan notar ómerktar bifreiðar með myndavélabúnaði til... Þrjátíu ökumenn voru staðnir að hraðakstri í Skógarseli í Reykjavík í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem var búin myndavélabúnaði. Á einni klukkustund eftir hádegi óku 250 ökutæki suður Skógarsel fram hjá bensínstöð N1s. Alls óku 12% ökumanna því of hratt eða yfir afskiptahraða.

Verður aldrei hægt að láta umferðina í Reykjavík ganga eðlilega fyrir sig, á afskipta lögreglu.


mbl.is Lögreglan fylgist með lögbrjótum í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysið

Aðalsteinn Baldursson, formðaur Framsýnar. Atvinnuleysið virðist orðið nokkuð stöðugt að mati Aðalsteins Árna Baldurssonar, formanns Framsýnar stéttarfélags. Hann segir nú rúmlega 200 manns á atvinnuleysisskrá í Þingeyjarsýslum en það er svipaður fjöldi og var fyrir hálfum mánuði. Aðalsteinn segir að talan muni þó hækka þegar skólafólk streymir út á vinnumarkaðinn.

Þá er atvinnuleysið orðið stöðugt en hvort það er gott eða vont veit ég ekki.


mbl.is Atvinnuleysið stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólabygging

Íslandsbanki og Fljótsdalshérað hafa gert með sér samning um fjármögnun á ný- og endurbyggingu við Grunnskólann á Egilsstöðum. Verkefnið er eitt það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í en gert er ráð fyrir að nýja byggingin verði rúmir fjögur þúsund fermetrar.

Er þetta ekki sama sveitarfélagið og Kristján Möller var að færa 100 milljóna króna aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.  Þegar virðist rofa til í fjármálunum, þá á að hella sér í stórfelldar lántökur.


mbl.is Samið um fjármögnun skólabyggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðir bætur

Mynd 496231 Kópavogsbæ var í Héraðsdómi Reykjaness í dag gert að greiða fjórum einstaklingum bætur vegna skerðingar á lóðarleigurétti þeirra að lóðunum Vatnsenda­bletti 381 og 382 sem þau hafa orðið fyrir vegna skipulags og uppbyggingar svonefnds Hvarfahverfis í Kópavogsbæ. Jafnframt var Kópavogsbæ gert að greiða hverju þeirra 150 þúsund krónur í málskostnað.

Hvernig má það vera að skipulagsmál hjá einu bæjarfélagi virðist vera tómt rugl og bærinn þurfi að greiða skaðbætur þess vegna.


mbl.is Kópavogsbæ gert að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósastraur

Lögreglan er á staðnum. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni á Digranesvegi í Kópavogi með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur. Lögreglan og sjúkralið er á staðnum, en tilkynning barst um kl. 13:50. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er ökumaðurinn ekki alvarlega meiddur.

Enn og aftur eru ljósastaurar að þvælast fyrir bifreiðum, svo úr verður slys.


mbl.is Ók á ljósastaur á Digranesvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutur kvenna í framboði

Mynd 496237 Mun færri konur eru á framboðslistum flokkanna fyrir alþingiskosningarnar á laugardag en í kosningunum 2003 og 2007. Hlutfall kvenna er nú rúm 40% en var rúm 47% árið 2007. Lakast er hlutfall kvenna í Norðausturkjördæmi eða 33%.

Hvernig getur staðið á þessu þegar nær allir flokkar hafa lýst því yfir að hafa á sínum framboðslistum jafnt af konum og körlum.


mbl.is Færri konur á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framlag

Kristján L. Möller afhenti í dag Eiríki Bj. Björgvinssyni... Kristján L. Möller samgönguráðherra afhenti bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs í dag staðfestingu á greiðslu 100 milljóna króna viðbótarframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameiningar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps árið 2004.

Einhver kosningarlykt er nú af þessu.  Ég hélt að það væri allt í blóma þarna fyrir austan, það var alla veganna fullyrt að svo yrði ef þangað kæmi álver og það er komið og byrjað starfsemi.  Þess vegna skil ég ekki þetta aukaframlag.


mbl.is Fljótsdalshérað fær 100 milljónir í viðbótarframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður

Líkan af nýja sjúkrahúsinuSérfræðingar norsku hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækjanna Momentum Arkitekter AS og Hospitalitet AS telja ávinninginn af því að sameina rekstur Landspítala vera um 19 milljarða króna á núvirði til næstu 40 ára. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Framkvæmdakostnaður er áætlaður 51 milljarður króna eða ríflega 600.000 krónur á fermetra.

19 milljarðar í 40 ár í sparnað er sæmileg upphæð og ef þetta er rétt mun byggingarkostnaður nýs spítala skila sér fljótt til baka.


mbl.is Segja sameiningu spara 19 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband