Hvað er sjávarútvegsráðherra að hugsa um að gera

Vinur minn Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra skrifar á bloggsíðu sína að það hafi verið haft eftir afa hans og nafna hinum mikla athafnamanni í Bolungarvík að þegar steinbítur færi að veiðast í miklu magi út af Skálavík væri vorið komið.  Lýsir Einar ráðherra því hvað gaman sé nú að fara niður á höfn og sjá bátana koma drekkhlaðna að landi og ræðir síðan um hvað það sé ánægjulegt að fá þær fréttir að mokveiði sé víða um land og gleðst yfir hvað ástand sjávar sé gott og talar um að margir bátar verði hættir veiðum vegna kvótaskorts áður en hið fræga hrygningarstopp á að hefjast.  Ég er ansi hræddur um að afi hans eða faðir hefðu ekki orðið ánægðir að þurfa að binda sín skip í mikilli veiði vegna þess eins þess eins að eitthvað reiknilíkan hjá Hafró segði að ekki væri til nægur fiskur í sjónum.  Hvað sem öllum reiknilíkönum varðar er það staðreynd að í nokkra áratugi hefur ekki verið önnur eins fiskgengd við Ísland.  Ég held að komin sé tími til að gefa Hafró frí í nokkur ár og fara eftir fiskifræði sjómannsins.  Það er oft sagt "Þeir fiska sem róa."  Og ætla að láta binda stóran hluta flotans nú væri brjálæði.  Fiskveiðar við Ísland hafa oft verið í miklum sveiflum og nýta ekki mikla uppsveiflu í fiskveiðum núna væri mikil heimska.  Nú ættti ráðherra að auka kvóta í öllum tegundum annars er verið að staðfesta í eitt skipt fyrir öll að núverandi kerfi um stjórn fiskveiða er tómt rugl og svo vitlaust að ekki verður búið við það lengur.   Við eigum að draga úr veiðum þegar lítið aflast og auka þær strax og vel aflast .  Ekki láta LÍÚ-mafíuna hafa áhrif á stjórn fiskveiða.  Því eftir að þær dragast saman hækkar verð á aflakvóta og efnahagsreikningur fyrirtæjanna lýtur betur út á pappírunum.  Ég fæ ekki betur séð að með óbreyttri stefnu eyði kvótakerfið sér sjálft enda hefur það lokið hlutverki sínu sem Halldór Ásgrímsson ætlaðist til, að gera hann að stórauðugum manni.   Taktu nú af skarið Einar Kristinn og láttu verkin tala, þú færð það margfalt til baka. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jakob. Við getum treyst því að Einar gerir ekki neitt. Hann er orðinn þektur af því að stjórna með skipulögðu "aðgerðarleysi". Þungt haldinn ákvarðanatökufælni.

Níels A. Ársælsson., 4.4.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband