Furðulegt fyrirbæri

Sjálfstæðisflokkurinn er furðulegt fyrirbæri.  Þeir sem kjósa þennan flokk gera það alltaf, aftur og aftur, sama hvað flokkurinn lemur mikið á þeim.  Hjá sumum er þetta eins og trúarbrögð og nánast guðlast að kjósa annað.   Ég er öryrki og veit því vel hver staða okkar í þjóðfélaginu er, en við getum hvorki lifað eða dáið af okkar bótum.  Ég var hér áður með mjög góðar tekjur og oft í hópi þeirra sem greiddu mestu skatta á Vestfjörðum.  Ekki nóg með að okkar bætur séu lágar heldur er megnið af lífeyrissjóði mínum af mér tekinn í formi skatta og skerðingar.  Ég á góða vinkonu sem einnig er öryrki og við ræðum oft hvað við erum illa sett, en hún kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn og vill ekkert á það hlusta þegar ég er að reyna að útskýra fyrir henni að ein af ástæðum þess hvað við búum við slæm kjör væri sú að þetta kjósi hún alltaf yfir sig.  Nei hún kennir Tryggingastofnun um.  Um síðustu áramót gengu í gildi ný lög sem heimiluðu okkur að hafa tekjur án þess að bætur skertust kr. 25 þúsund á mánuði ekki mátti þetta þó vera tekjur úr lífeyrissjóði, aðeins atvinnutekjur.   Ég veit ekki hvar maður á að fá slíka vinnu, annað hvort getur maður fengið 50% eða 100% starf.  Nú er forsætisráðherra reyndar að boða breytingar á þessu sem eigi að taka gildi um næstu áramót og það furðulega er að þá á að miða við 70 ára aldur en eins og allir vita eru öryrkjar á öllum aldri.  Það er auðvelt að lofa inn í framtíðina verandi óviss um hvort nokkurn tíma þurfi að standa við þetta.

Nú benda skoðanakannanir til að núverandi ríkisstjórn haldi velli og geta þeir þá þakkað það, þessu kosningabrölti Margrétar Sverrisdóttur og félaga hennar og sama á við Baráttusamtök aldraðra og öryrkja.  Yrðu það hörmuleg tíðindi og lítið annað að gera en flytja úr landi.  Ísland þolir ekki eitt kjörtímabil í viðbót með þessa stjórn og verða nú allir að leggjast á árarnar og fella stjórnina.  Ef aldraðir og öryrkjar ætla að standa við sitt framboð verður útkoman aðeins sú að hjálpa stjórninni að halda völdum.  Til hvers að standa í þessu brölti af hverju kjósið þið ekki bara Sjálfstæðisflokinn beint og milliliðalaust svo hann geti haldið áfram að lemja á okkur.  Ég vil að lokum benda ykkur á að Frjálslyndi Flokkurinn er sá flokkur sem best er treystandi til að bæta okkar kjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Jakob, þetta er alveg furðulegt fyrirbæri og væri verðugt rannsóknarefni. Það hefur nú lengi verið talið að Framsóknarmenn væru með þessu marki brenndir en kjósendur þar virðast vera til muna skynsamari nú fyrir þessar kosningar. Ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum þegar Geir H. Haarde, ásamt sínum undirsátum í Þjóðlendunefndinni illræmdu réðist á mig og reyndi með öllum tiltækum ráðum að stela þriðjungi að jörð sem ég og systur mínar eigum og hafa verið í okkar ætt í 150 ár. Hvernig gat ég stutt flokk, sem lagði sig fram um að stela af mér mínum verðmætustu eigum?  Auðvitað hafa margir Sjálfstæðismenn lent í því sama en ég veit ekki um neinn sem fór sömu leið og ég.  Manni dettur helst til hugar hundur sem sleikir löpp húsbónda síns eftir að hann sparkar í hann.

Þórir Kjartansson, 21.4.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já það er stundum sagt "Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur."

Jakob Falur Kristinsson, 21.4.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tek undir hvert orð í þessum pistli Jakob.  Trúarbrögð eru þetta en ekki skynsemi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband