Frjálslyndi Flokkurinn

Það heyrðist rætt um nokkru fyrir síðasta landsfund að Sverrir Hermannsson ætti Frjálslynda Flokkinn þ.e. nafnið og gæti þar með bannað okkur flokksmönnum að nota nafnið.  Var t.d. Grétar Mar ofl. tilbúnir með tillögu að nýju nafni en til þess þurfti nú ekki að koma því Sverrir er ekki svo heimskur að honum dytti í hug að reyna að hindra notkun á nafninu enda óvíst að hann hefði getað það.  Við skulum ekki gleyma því að það var ekki Sverrir sem kom flokknum inn á Alþingi á sínum tíma, heldur Guðjón Arnar Kristjánsson með sínu mikla persónufylgi og dróg Sverrir með sér.  Það var því Guðjón en ekki Sverrir sem gerði flokkinn að alvöru stjórnmálaflokki, enda bætti flokkurinn við sig þingmönnum í næstu kosningum á eftir og ekki var Sverrir einn af þeim.  Eftir landsfundinn var ég talsvert efins um að rétt hefði verið að fella Margréti Sverrisdóttur í varaformannskjöri, vitandi það að um leið myndi hún segja sig úr flokknum.  En eftir að hafa heyrt yfirlýsingu hennar um að þótt hún hefði unnið, hefði hún samt  skilið við flokkinn, þá áttaði ég mig á hvað konan var að hugsa um allan tímann.  Hún hafði í raun engan áhuga á að verða varaformaður heldur ætlaði hún sér formennsku en lagði ekki í þann slag á móti Guðjóni Arnari á þessum landsfundi.  Við höfum nú á að skipa mjög sterkri forustusveit í flokknum sem vinnur vel saman.  Grasrót flokksins hefur alla tíð verið sterkust á Vestfjörðum vegna hinnar sterku stöðu Guðjóns og enn sterkari er hún í dag þegar Kristinn H. Gunnarsson hefur gengið til liðs við flokkinn en hann á einnig mikið persónufylgi og er ég viss um að þeir félagar Guðjón og Kristinn fara báðir inn á þing í næstu kosningum.  Magnús Þór og Sigurjón standa alltaf vel fyrir sínu. 

Ef allir vinna vel fyrir næstu kosningum spái ég því að Frjálslyndi Flokkurinn verði með a.m.k. 6 til 7 þingmenn og verða sá flokkur sem í raun fellir núverandi ríkisstjórn, en það mun kosta baráttu og enginn má bregðast því að vinna vel fyrir flokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég mun ekki liggja á mínu liði til að vegur Frjálslyndra verði sem mestur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ekki ég heldur

Ólafur Ragnarsson, 21.4.2007 kl. 22:35

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sannleikurinn sigrar alltaf. Fólk lætur ekki plata sig endalaust og mun stiðja okkur í vor.

Georg Eiður Arnarson, 22.4.2007 kl. 16:04

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn þar er sannleikur og sannfæring manna auka atriði.  Bara að dansa á flokkslínunni og hjá mörgum eru það nánast trúarbrögð að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband