Enn syndir Jón

Nær því á hverju kvöldi fáum við að sjá Jón Sigurðsson formann Framsóknar synda af fullum kraft og texti rennur yfir skjáinn "Vinnum áfram.  Ekkert stopp."  Ég hef verið að velta fyrir mér af hverju maðurinn er að æfa allt þetta sund, er hann að fara að taka þátt í einhverri keppni.  Eina sem mér dettur í hug að hann sé að æfa sig til að getað synt til Kaupmannahafnar eftir kosningarnar í maí þar sem nokkuð ljóst er að hann nær ekki kjöri inn á Alþingi og skrifta fyrir Halldóri Ásgrímssyni Guðföður kvótakerfisins og fá syndaaflausn.  Ekki veit ég í hvaða sundlaug maðurinn er að æfa sig en ekki sjást fleiri í lauginni en Jón.  Þetta er kannski einhver einkavinavædd sundlaug sem er einungis fyrir framsóknarmenn og gæti það útskýrt hvað fáir eru í lauginni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul Nikolov

Já, Jón syndir, alveg eins og Paul Tsongas.

Paul Nikolov, 21.4.2007 kl. 19:06

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrst Paul nokkur Nikolov fær svona mikla kvöt hjá sér að gera gys af
Jóni Sigurðssyni verð ég enn ákveðnari að ljá Jóni atkvæði mitt enda
í mínu kjördæmi. Athyglisvert en þó ekki að Paul Nikolov skuli heim-
sækja svona bloggsíður Frjálslyndra. Því jú mikið rétt Frjálslyndir ætla að koma vinstri- öflunum til valda, þar á meðal vinstri-róttæklingnum Pauli Nokolov.

Nei, þá held ég styðji frekar mína gömlu þjóðlegu Framsókn Jakob
minn. Það ætti þú að hugleiða líka.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.4.2007 kl. 20:12

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er líka athyglisvert, Gvendur minn, að þú skulir heimsækja bloggsíður Frjálslyndra.

Jóhannes Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 10:31

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það kemur nú út af því Jóhannes að við Jacob erum gamlir skólafélagar
frá Bifröst og áður flokksfélagar til áratuga. Út af því er nú heimsókn
mín hingað. Að heimsækja gamlan vin sem virðist hafa villst af leið um
tíma.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.4.2007 kl. 11:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann hefur ekki villst af leið, heldur tekið skynsamlega ákvörðun.  Sumir eru svo fastir á sínum bás hvað sem tautar og raular.  Og ætla svo að réttlæta sauðsháttinn með því að einhver annar geri hitt eða þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:54

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ég hef heyrt að sumum fari að þykja það gott að láta taka sig í óæðri endann bara ef það er gert nógu oft og lengi.

Níels A. Ársælsson., 22.4.2007 kl. 14:22

7 Smámynd: Paul Nikolov

"Athyglisvert en þó ekki að Paul Nikolov skuli heim-
sækja svona bloggsíður Frjálslyndra."

Ég reyna mitt besta til að heimsækja, lesa, og ræða við öllum, sem mér finnst eitt grunatriði fyrir lýðræði. 

En kannski er þetta "róttæk" hugmynd, er það ekki? 

Paul Nikolov, 22.4.2007 kl. 17:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stefnan er finnst mér Paul minn að það má ekki tala um óþægileg mál,  þá er maður kallaður ljótum orðum.  En það er auðvitað lýðræði að kynna sér hlutina og skoða hvað aðrir í öðrum flokkum segja, þannig eykst víðsýni okkar og vonandi styrkir lýðræðið.  Við eigum að heita lifa í lýðræðis ríki eða er það ekki annars ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2007 kl. 19:13

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Og engar undirtektir eða svar Ásthildur frá ykkar tilvonandi
 samstarfsmanni Paul Nikolov hjá Vinstri-grænum í ,,kaffi-
bandalagininu." Svo ætli þið Frjálslyndir að stefna að því
að leiða þessa óþjóðlegu vinstriflokka til valda á Íslandi
með Jóni Magnússýni eldheitum ESB-sinna. Er nema von
að þið mælist vart í skoðanakönnunum?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.4.2007 kl. 00:23

10 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef ekkert villst Guðmundur Jónas.   En þegar Halldór tók við forustu af Steingrími Hermannssyni, fór flokkurinn að villast af leið það var ekki einu sinni farið eftir stefnuskrá flokksins og þegar við tók hin mikla einkavinavæðing gat ég ekki kosið flokkinn lengur.  Af hverju ert þú og þínir skoðanabræður svona hræddir við ESB ég hef aldrei getað skilið það.  Í Silfri Egils í gær upplýsti Jón Baldvin að samningar við hið Evrópska efnahagssvæði hefðu verið undirbúnir og nánast frágengnir í síðust vinstri stjórn.  Hægri menn hefðu ekkert komið þar nálægt enda hefðu þeir aldrei kunnað að fara með stjórn efnahags- mála.  Ef þú ætlar að gefa Jóni Sigurðssyni atkvæði þitt í næstu kosningum, skaltu heldur sleppa því að kjósa.

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 08:10

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skoðanakannanir segja ekki allt um Frjálslynda flokkinn Guðmundur minn.  Við höfum alltaf mælst illa í slíkum.  Ég segi fyrir mína parta að ég vil vinn að því já að hér verði stofnuð velferðarstjórn í samstarfi Frjálslyndra, Vinstri grænna og Samfylkingar.  Ég held nefnilega að í velferðarmálum siglum við sama beitivind.  Þið Sjálfstæðismenn hafið haft 16 ár til að koma ykkar kosningaloforðum í framkvæmd, þið ættuð að vera búnir með kvótann.  Og komin tími til að gefa ykkur frí.  Verst ef þið eruð búnir að ganga svo illa um hagkerfið að hér súnki allt niður til fjandans á næsta ári.  Því loftbólan sem þið hafið búið til heldur ekki vatni eða vindi. 

Hvað varðar einstaka menn, þá höfum við stefnuskrá sem við förum eftir, málefnahandbók sem hefur verið samþykkt af þeim félagsmönnum sem hafa verið á Landsþingum.  Eftir þeim línum verður farið, hvað sem einstaka menn segja.  Sú málefnaskrá er góð og ég er afskaplega ánægð með hana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 09:57

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Guðmundur minn ég tek af heilum hug undir hvert orð sem Ásthildur skrifar hér.  Ykkar kvóti er einaldlega búinn og tími kominn til að hleypa að nýju fólki svo hér verði LOKSINS hægt að gera eitthvað af viti.

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 15:21

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Og eitt í biðbót Guðmundur, það er ákveðin ástæða fyrir því að við erum oft að mælast með lítið fylgi en það er vegna þess að stór hluti af okkar félögum eru sjómenn sem taka af augljósum ástæðum ekki þátt í skoðanakönnunum en hafðu í huga að þeir kjósa í maí og þá kemur í ljós hvert er raunverulegt fylgi. 

Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband