Hvar endar þetta?

Það er ekki mjög langt síðan að neyðarkall kom frá Ísafirði vegna lokunnar Marels á starfstöð sinni þar í bæ.   Skömmu síðar kom út  skýrsla nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulífið á Vestfjörðum en þessa nefnd skipaði einhver forsætisráðherra í síðust ríkisstjórn.  Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem varla var búinn að þerra tárin vegna Marels hf. Halldór Halldórsson hætti að gráta og fór að hampa þessari skýrslu mikið, enda átti hann sæti í þeirri nefnd sem skýrsluna samdi og taldi að nú væri Vestfjörðum bjargað.  Ég varð mér úti um eitt eintak af þessari skýrslu sem er þykk og mikil, ekki gat ég nú séð að miklar lausnir væri þar að finna en eitt vakti athygli mína að það var að meðaltali var um þriðja hver blaðsíða auð.  Hvort það var gert til þess að hafa skýrsluna nógu þykka eða mistök hafa orðið í prentun en a.m.k. voru allar auðu síðurnar númeraðar og að þeim meðtöldum náðist að hafa skýrsluna tæpar 50 blaðsíður.  Eftir að hafa lesið allt þetta plagg reiknaði ég með að niðurstöður væru dregnar saman í lokin eins og venja er, en svo var ekki, það hefði mátt spara það að vinna þessa skýrslu, því álíkar skýrslur eru til í haugum hjá Byggðastofnun.  Það skal tekið fram að ég þekki Halldór ekkert en að hafa hlustað á hann í viðtölum dylst engum að hann er ekta íhald og nú orðinn formaðurhjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.  Ekki var Halldór búinn að hampa þessari miklu skýrslu, þegar fréttir bárust frá Bolungarvík um miklar uppsagnir hjá stærsta fyrirtæki þar í bæ.  Og nú koma fréttirnar frá Flateyri um að ætlunin sé að selja þaðan skip og aflaheimildir og kom sem reiðarslag yfir alla íbúa þar.  Hins vegar hefur kaupandi sá er nefndur var í fréttinni þrætt fyrir að hann sé að kaupa.  Sá maður Guðmundur vinalausi frá Rifi, kallar nú ekki allt ömmu sína þegar kemur að sannleikanum og tek ég því þessa neitun hans með miklum fyrirvara, en eitt er alveg ljóst að þetta stendur til.  Hinrik Kristjánsson og félagar fara frá Flateyri með nokkra milljarð í vasanum, en eftir situr atvinnulaust fólk og verðlausar eignir.  Ekki hef ég heyrt neitt um viðbrögð Halldórs bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar en Flateyri er hluti af því bæjarfélagi.  Kannski er Halldór kófsveittur að fletta hinni frægu skýrslu og leita að lausnum, því alltaf er hægt að bæta við á öll auðu blöðin.   Núvar ég að frétta að rekstur Íslandsögu á Suðureyri væri orðinn mjög þungur og kæmi ekki á óvart að næstu fréttir kæmu þaðan  Nú er Vísir hf. að stórefla saltfiskverkun sína í Grindavík og kæmi þá ekki á óvart að það yrði ekki langt þar til þeir loki fiskvinnslu sinni á Þingeyri.  Og ég bara spyr, hvar endar þetta? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband