Olíuhreinsistöð á Vestjörðum

Fyrir nokkru síðan var kynnt hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestjörðum sem skapa myndi 500 ný störf.  Var rætt um í því sambandi að Dýrafjörður væri góður kostur fyrir slíka stöð, fyrst þegar ég sá þetta leit ég á dagatalið og sá að 1. apríl var lönguliðinn svo ekki var þetta um aprílgabb að ræða, heldur voru menn að ræða þetta af fullri alvöru.  Nefndur var ákveðin staður í Dýrafirð þ.e. Haukadalur sem er ein af náttúruperlum Vestfjarða.  Nú hefur bæjarstjórn í Vesturbyggð ályktað um slíka stöð og er ekki annað að sjá en þar sé hugmyndinni tekið fagnandi og fleiri aðilar hafa tekið undir.  Hvílíkt andskotans rugl.  Ég er ekki fróður um olíuhreinsunarstöðvar en hef aftur á móti mikinn áhuga á skipum og fann síðu sem fjallaði um olíuflutningaskip, því augljóst er að til að starfrækja olíuhreinsunarstöð þarf skip til að flytja til hennar óhreinsaða olíu og aftur frá henni þegar olían hefur verið hreinsuð.  Ef menn halda að skip sem notuð eru í slíka flutninga séu eitthvað lík þeim olíuskipum sem við þekkjum og dreifa olíu víða um land, þá er það mikill misskilningur því að á síðunni sem ég nefndi áðan sá ég að algeng stærð á þeim skipum sem notuð eru til slíkra flutninga eru um 400-700 þúsund tonn að stærð.  Lengd þeirra 400 til 500 metrar og breidd 60 til 70 metrar og djúprista þessara skipa fulllestuðum er 15 til 30 metrar.  Ekki veit ég hvernig slík risaskip gætu athafnað sig inn á Dýrafirði, bæði er fjörðurinn þröngur og frekar grunnur.  Það eru aðeins tveir staðir þar sem breiddin er nægjanleg, það eru Arnarfjörður og Ísafjarðardjúp.  Arnarfjörður er reyndar einn af svokölluðum þröskuldsfjörðum, dýpi þar er mjög víða 50 til 100 metrar en yst í firðinum er þvert yfir fjörðinn þröskuldur þar sem dýpið minnkar niður í um 20 metra og því mikil áhætta að sigla svo stóru skipi þar inn ef það kæmist þá yfirleitt yfir þennan þröskuld heldur strandaði þar með öllu því sem tilheyrir afleiðingum.  Ástæða þess að svona stór skip eru notuð er til að lækka flutningskostnað.  Held ég að menn ættu að leggja þessa hugmynd til hliðar því þetta er vonlaus vitleysa.  Það er miklu nær að leyfa Vestfirðingum að veiða og vinna fisk sem var þeirra stóriðja en að eyða tímanum í svona rugl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband