Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal

Ég skrifaði hér á síðunni minni þann 18. apríl sl. og vitnaði þar í viðtal sem birtist í Fiskifréttum 18.4 við Guðmund Valgeir Magnússon, verksmiðjustjóra sem sagði að verksmiðjan væri að fara af stað á næstu dögum og fljótlega yrði bætt við nýjum starfsmönnum, en hún yrði vígð formlega 28. apríl.  Nokkrum dögum síðar fór verksmiðjan í gang með miklum óhljóðum en stöðvaðist skömmu síðar en samt náðist að framleið smá magn sem yrði hægt að sýna við vígsluna 28. apríl og þann dag var verksmiðjan formlega víg að við stöddu miklu fjölmenni m.a. voru viðstaddir allir alþingismenn Norðvesturkjördæmis til að fagna þessu mikla áfanga í atvinnumálum Bílddælinga og rigndi yfir verksmiðjustjórann hamingju óskum úr öllum áttum meira að segja dómkirkjuprestur Jakob Hjálmarsson sem ættaður er frá Bíldudal lét þess getið að í bænum sínum bæði hann fyrir umræddri verksmiðju.  Var hægt að gera meira í góðum óskum þessu fyrirtæki til hjálpar bæði á hinu andlega og veraldlega sviði.  Ég sagði í pistli mínum að ég ætlaði að bíða með mínar hamingjuóskir og bíð enn, því eftir að veislugestir voru farnir hefur verksmiðjan ekki farið í gang og nú fyrir nokkrum dögum kom flutningaskip og tók fullfermi af óunnum kalþörungi til að flytja til vinnslu í Írlandi, síðan hefur verið sagt að hún færi í gang á næstu dögum og áfram er dælt upp kalþörungi sem sendur mun verða óunnin til Írlands og hjá þessari stóriðju Bíldudals vinna enn aðeins 5 menn.  Það mun vera einsdæmi að ný verksmiðja skuli vera vígð formlega með miklu tilstandi og vera svo ekki starfhæf á eftir.  Ég verð því enn um stund að bíða með mínar hamingjuóskir þar til verksmiðjan fer í gang og vonandi þarf ég ekki að þurfa lengi að bíða.  Það er þó alla veganna eitt sem ekki mun tefja en það er sjálf vígslan.  Hún er búin og afgreidd með formlegum hætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er einkennilegt og ekki mikið fjallað um í fjölmiðlum.  Hvar eru þeir núna ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er ekkert einkennilegt við það að barðar séu pólitískar bumbur á Íslandi þégar kosningar eru í aðsigi.

Það þarf nefnilega að styrkja baráttuandann hjá þeim kjósendum sem kynnu að vera farnir að efast um gáfur og heiðarleika húsbænda sinna.

(Ég álpaðist til að slá inn orðinu heiðarleka. Liklega var vitleysa að leiðrétta það. Heiðarleki er vel athugandi sem nýyrði þegar lýst er íslenskum pólitíkusum.) 

Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála Árni heiðarleki væri gott nýyrði um íslenska pólitík.

Jakob Falur Kristinsson, 20.5.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband