Kvótasvindlarar

Mikið hefur gengið á eftir að Agnes Bragdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu fór að skrifa um kvótasvindl.  Fjöldi manna hefur komið fram á síðum blaðsins til að dásama eigið ágæti og heiðarleika og segjast hafa verið dæmdir af Agnesi sem þjófar og máli sínu til stuðnings er oft vitnað í Fiskistofu og er eins og menn telji að hægt sé að fá aflátsbréf hjá Fiskistofu.  Ég hef ekki getað lesið skrif Agnesar á þann veg að hún væri að dæma menn heldur hefur hún verið að skrifa um það sem hún hefur heyrt í samtölum við sjómenn ofl.  sem að sjálfsögðu þora ekki að koma fram undir nafni.  Ritstjórar Morgunblaðsins hafa verið ásakað fyrir að stranda á bak við herferð gegn sjómönnum og útgerðarmönnum en samt hefur blaðið tvisvar verið með opnu viðtöl við þessa aðila þar sem þeim hefur verið gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og til að kóróna alla vitleysuna er Fiskistofustjóri Þórður Ásgeirsson farinn að skrifa skammarbréf í Mbl. þar sem hann er að finna að við ritstjóra blaðsins og dásama eftirlit Fiskistofu og telur að skrif Agnesar vera tómt bull en ekki er langt síðan að sjónvarpsmönnum tókst að daraga út úr þessum sama manni að löndun framhjá vigt og fleira svindl væri vissulega fyrir hendi og gæt verið nokkur þúsund tonn á ári.  Það hefur heyrst mest í mönnum frá tveimur stöðum á landinu þ.e. Vestmannaeyjum og Grundarfirði varðandi útflutning á ferskum fiski í gámum sem fer óviktaður á erlenda markaði.  Sagt er að þegar fiskur er fluttur út í gámum án þess að vera viktaður komi maður frá Fiskistofu á staðinn og fylgist með því sem fer í viðkomandi gám og skipstjóri fylli út eyðublað sem verði að passa við það sem skráð hefur verið í afladagbók viðkomandi skips og síðan innsigli starfsmaður Fiskistofu gáminn og þegar komið er á erlendan markað mæti starfsmaður Fiskistofu og rjúfi innsiglið og fiskurinn fari á markað þar sem allt sé flokkað og vegið meira að segja með tækjum frá hinu íslenska fyrirtæki frá Marel.  Nú er það svo að við sendum gámafisk til Englands, Þýskalands, Belgíu, Frakklands ofl. landa, ég veit ekki hvaða súpermaður það er sem kemst yfir að vera viðstaddur þegar allir gámar frá Íslandi eru opnaðir sá maður þyrfti að vera ansi fljótur í förum því að í hverju landi er oft verið að selja íslenskan gámafisk á fleiri stöðum en einum og sumir gámar eru seldir beint til ákveðinna kaupenda og fara þar af leiðandi aldrei á fiskmarkað úti.  Það vita það allir sem vilja vita að svindl er framkvæmt í stórum stíl í núverandi kvótakerfi og mjög algengt er að þegar rætt er við aðila í þessari grein að svarið er oft að viðkomandi hefur heyrt af slíku en það þekkist ekki í sinni heimabyggð.  Sama á við um brottkastið margir hafa heyrt af því en enginn hefur tekið þátt í því og margir ganga svo langt að kenna kvótalitlum útgerðum um allt brottkast þar sem slíkar útgerðir þurfi að leigja svo mikið af kvóta sem hefur undanfarið verið um 200 krónur á kíló.  En það er nákvæmlega sami kvati hjá útgerðum hvort þær eiga mikinn eða lítinn kvóta að kasta verðminnsta fiskinum, jafnvel meiri hjá þeim sem á mikinn kvóta því ef sá aðili getur fengið kr. 200 fyrir kílóið á leigumarkaði er hann ekki að láta veiða fisk sem minna fæst fyrir og leggja auk þess í kostnað við að veiða fiskinn.  Nú hafa útgerðarmenn og margir skipstjórar fullyrt að á næsta ári þegar ekki má veiða nema 130 þúsund tonn af þorski en 100 þúsund tonn af ýsu, að ekki verði hægt að ná ýsunni með svona litlum þorskkvóta, sem muni leiða til að brottkast stóraukist í þorski.  Verður fróðlegt að fylgjast með veiðum á næsta fiskveiði ári og nokkuð augljóst að ekki verður hægt að kenna kvótalitlum útgerðum um því flest þeirra munu sjálfsagt hætta útgerð svo brottkastið mun verða hjá þeim sem hafa kvótann, en enginn mun viðurkenna það og allir hrópa ekki ég, ekki ég......................................

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Góður pistill og málefnalegur.

En því miður dugar hvorki sannleikur né skotheld rök gegn kvótaaðlinum, hann heldur sínu striki hvernig sem tautar og raular. Því miður.

Jóhannes Ragnarsson, 30.7.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já því miður komast þessir aðilar upp með allt sem þeir vilja og fá stuðning opinberra aðila ef á þarf að halda.  En nú er að verða svo komið að ekki er markaður fyrir kaup eð leigu á aflaheimildum hér á landi og öruggt að næsti leikur verður að krefjast inngöngu í ESB og nýta erlenda markaði.  Verður niðurlæging okkar því alger í ljósi þess að við háðum þrjú þorskastríð sem áttu að vera til hagsbóta fyrir íslenska þjóð og við verðum að sætta okkur við að sú barátta var tilgangslaus með öllu.

Jakob Falur Kristinsson, 31.7.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband