Það er altalað

Mikið fer í taugarnar á mér þegar sumir eru að skrifa allskonar bull og vitleysu og segja að þetta eða hitt sé altalað eða að allir viti og er þá oft farið ansi frjálslega með sannleikann.  Það er auðvelt að fela sig bak við þessar setningar og þurfa ekki að standa við orð sín enda oft ómögulegt og eins og sumir telja sig hafa kvittað fyrir allt sitt kjaftæði með slíkum setningum.  Jafn virðuleg og ágæt verslun sem er Hagkaup auglýsir að þar finnist Íslendingum skemmtilegast að versla.  Ekki veit ég á hverju þeir byggja þessa fullyrðingu sína, hvergi hef ég orðið var við að nokkur könnun hafi verið gerð um þetta og ég veit um marga sem finnst hundleiðinlegt að versla í þessari annars ágætu verslun.  Hitt er nokkuð þekkt úr markaðsfræðinni að ef hamrað er stöðugt á ákveðnu slagorði fer fólk að líta á það sem hinn eina og stóra sannleik og leiðir ekki hugann að því, að kannski er þetta bara bölvað kjaftæði.   Stjórnmálaflokkar nota flestir ákveðin slagorð sem hamrað er á fyrir hverjar kosningar en gleymast síðan fljótt án þess að nokkur sakni þeirra sérstaklega þeir sjálfir.  Mitt mat er að þeir sem fela sín skrif með slíkum skrautfjöðrum séu bara aumingjar og hafi slæman málstað að verja eða fram að færa og geri lítinn greinarmun á sannleika og lygi. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Já Bakkaföru-kjaftæðið er ágætt dæmi um svona málflutning.

Jakob Falur Kristinsson, 14.8.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og Öruggur staður til að versla á ! Í Brimborg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 23:01

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sem gæti þá útlagst sem, í Bakkafjöruhöfn er skemmtilegast og öruggast að vera. Djö.... er mér orðið flökurt....

kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sum slagorð stjórnmálanna hafa lifað.Til að mynda ,allt er betra en Íhaldið.Og ,Moggalýgin lifir enn, samanber útekt Moggans á kvótakerfinu.

Sigurgeir Jónsson, 15.8.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt sumum finnist einkennilegt hefur Morgunblaðið sagt sannleikann í útekt sinni á þessu fáránlega íslenska kvótakerfi.

Jakob Falur Kristinsson, 16.8.2007 kl. 16:11

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bíldudalur er dæmi um stað þar ekki hefur gengið útgerð síðustu áratugina.Það voru eilíf vandræði þar fyrir daga kvótakerfisins.Sumir kenna alltaf öorum um en sjálfum sér.

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2007 kl. 21:39

7 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Á Bíldudal var blómleg útgerð og fiskvinnsla allt til ársins 1993 og ég veit ekki betur en kvótakerfið hafi verið komið þá.  Það má vel vera að sumir kenni alltaf öðrum um en sjálfum sér en ansi leggjast nú menn lágt að þurfa að hagræða sannleikanum til að verja þetta kerfi og ef rökin eru ekki sterkari en það að lygi er sterkasta vopnið er málstaðurinn veikur. 

Jakob Falur Kristinsson, 20.8.2007 kl. 12:00

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður þá er ég ekki að ljúga neinu.Vandræðin á Bíldudal voru altaf annað slagið í þjóðfélagsumræðunni.Árin 67-68, var ég um tíma á bátum frá Patró, og þá var þetta í umræðunni.Og hefur verið allar götur síðan.

Sigurgeir Jónsson, 20.8.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband