Ferjuvandræði

Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um hina frægu Grímseyjarferju, það er komið nóg af því rugli öllu saman.  Hinsvegar ætla ég að benda á að vandræði með ferjur hér á landi eru ekki að koma upp í dag.  1999 var smíðuð ný ferja fyrir Hrísey og var skrokkurinn smíðaður í Pólandi en annað gert í Reykjavík.  Ég man ekki betur en mikil vandræði hafi verið af afhenda þessa ferju vegna þess að skrúfubúnaður virkaði ekki sem skyldi og nokkurra mánaðar töf varð á að klára smíði þeirra ferju og kostnaður varð miklu meiri en áætlað hafði verið.  1990 var smíðuð ný ferja á Akranesi, Baldur til siglinga á Breiðarfirði á milli Stykkishólms og Brjánslækjar þessi ferja leysti af hólmi skip með sama nafni og hafði það fram yfir þá eldri að hægt var að aka bílum um borð og frá borði.  Vegna þessa var lagt í mikinn kostnað við hafnaraðstöðu fyrir hina nýju ferju bæði í Stykkishólmi og á Brjánslæk svo auðvelt væri að aka um borð og frá borði.  Mikið var lagt upp úr því að ferjan yrði fljót í förum á milli, en þegar hún var sjósett kom í ljós að hún stóðst ekki kröfur um stöðugleika og var þá gripið til þess ráðs að setja um 150 tonn af ballest í skipið og hóf hún í framhaldi af því siglingar á áðurnefndri leið, en eins og oft vill verða þegar mistök uppgötvast á síðustu stundu og leysa á þau í flýti skapaði þessi lausn tvö önnur vandamál í staðinn sem voru þau að ferjan var það mikið lestuð og þyngri að hún náði ekki þeim ganghraða sem vonast hafði verið til og var hún 3-4 klukkutíma að sigla þessa leið en hafði átt að vera 2-3 tíma.  Annað vandamál kom líka upp en þar sem ferjan risti nú mun meira en áætlað hafði verið þurfti að breyta landaksturs brúm á báðum endastöðum og eins og margir vita er mismunur á flóði og fjöru hvergi meiri hér á landi en við Breiðafjörð og kom oft fyrir að bílar voru í vandræðum að aka frá borði ef þannig hittist á að háfjara var, sérstaklega var þetta erfitt á veturna ef mikið snjóaði og hálka skapaðist og voru dæmi um að draga hefði þurft bíla upp úr skipinu.  Þar sem ferjan var þetta lengi á leiðinni kusu margir að aka frekar en taka ferjuna og var það algengt yfir sumartímann en á veturna var ekki um neitt annað að velja þar sem vegir voru ófærir vegna snjóa.  Því auk tímans sem fór í sjálfa siglinguna þurfti sá sem var á bíl að vera mættur  um hálftíma fyrir áætlaða brottför svo að á sumrin var einfaldlega fljótara að aka.  Á síðasta ári var ákveðið að bæta heldur betur úr þessu og keypt ný ferja erlendis frá, hún var reyndar ekki ný heldur smíðuð 1990 og þessi nýi Baldur var tekinn í notkun á síðasta ári og átti nú að stytta ferðatímann verulega þar sem þetta er gangmikil ferja og mun stærri en sú eldri.  Á meðan eldra skipið var í notkun var sá háttur hafður á að í Stykkishólmshöfn sneri ferja við og bakkaði að akstursbrúnni og þannig ekið út og inn í ferjuna og á Brjánslæk kom ferjan með stefnið að akstursbrúnni og þannig ekið út og inn í ferjuna.  Eftir að hinn nýi Baldur kom en sá er um 24 metrum lengri en hinn eldri var ekki pláss í höfninni á Stykkishólmi til að snúa ferjunni og varð því að hafa þann hátt á að þar fer hún með stefnið að akstursbrúnni og á Brjánslæk þarf hún að snúa við og bakka að akstursbrú og ef eitthvað er að verðri getur það verið talsvert erfitt og seinlegt og vandræði eru með að binda landfestar því þegar ferjan er loks komin að bryggu á Brjánslæk nær skipið yfir 20 metra út fyrir viðlegukantinn sem var hannaður með tilliti til stærðar eldri ferjunnar.  Er því svo komið að sá tími sem sparast á siglingunni yfir Breiðafjörð tapast allur og jafnvel meira við að komast að bryggju á Brjánslæk er því nokkuð augljóst að leggja þarf í verulegan kostnað við hafnarframkvæmdir á Brjánslæk ef þessi ferja á að koma að þeim notum sem að var stefnt.  Eina ferja okkar íslendinga sem hefur staðið sig vel er gamli góði Herjólfur, en við hann vilja margir losna og hver er ástæðan?   Ætli svarið sé ekki bara það að allt er í lagi með skipið.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband