Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt Róbert Árna Hreiðarsson 59 ára gamlan héraðsdómslögmann í þriggja ára fangelsi óskilorðsbundið og svipt hann lögmannsréttindum fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum.  Hann var einnig dæmdur til að greiða 2,2 milljónir í skaðabætur og 2,6 milljónir í sakarkostnað.

Róbert Árni tældi þrjár af stúlkunum með blekkingum og peningagreiðslum til kynferðismaka við sig, en þá voru þrjár af stúlkunum á aldrinum 14 og 15 ára.  Hann komst í samband við stúlkurnar gegnum internetið og eftir því sem fram kemur í dómnum, kallaði hann sig ýmist Rikka eða Robba og þóttist vera 17 ára.  Hann notaði tvö netföng sem voru; "bestur 2000 @hotmail.com" og geiriboy@ hotmail.com" Það fannst við húsleit hjá manninum talvert af barnaklámi í tölvu á heimili hans og einnig í tölvu á lögfræðistofu hans og á heimili mannsins fannst fjöldi myndbanda með barnaklámi.   Þótt að hann hefði játað flest þessara brota við skýrslutökur hjá lögreglu, nýtti hann sér þann rétt sinn að tjá sig ekki við aðalmeðferð málsins fyrir dómi.  Ég skrifaði grein um þennan mann 19.9. sem ég kallaði "Góður þáttur" og var þar að vitna í Kompásþátt sem hafði verið sýndur á Stöð 2 skömmu áður.  Ég fékk hörð viðbrögð frá manni sem kallaði sig Geiri sem sakaði mig um að vera dæma saklausan mann, því allir væru saklausir þar til sekt væri sönnuð.  Eftir að ég las dóminn og sá þar að hann hafði notað í einu af sínum netföngum nafnið Geiriboy fer mig að gruna að sú gagnrýni sem ég fékk við mínum skrifum væri frá barnaníðingnum sjálfum.  Því þegar ég lét manninn vita að ef hann hætti ekki að skrifa undir dulnefni myndi ég henda út öllum hans athugasemdum og þá hætti þessi gagnrýni.  Í dómnum kemur einnig fram að í kjölfar þessa atburða áttu allar stúlkurnar við andlega og félagslega erfiðleika að stríða og í sumum tilfellum varð afleiðingin eiturlyfjaneysla.  Þótt þessi dómur sé fallinn er málið samt ekki búið því verjandi Róberts Árna lýsti því yfir að mjög trúlegt væri að þessu yrði áfríað til Hæstaréttar og á meðan gengur þessi barnaníðingur laus og getur haldið áfram að stunda sína iðju eins og hann gerði þótt búið væri að ákæra hann.  Þótt sumum finnist þessi dómur harður, finnst mér hann alltof vægur eins og því miður er mjög algengt í slíkum málum því alltaf eru til aðilar sem líta svo á að nauðgun og ofbeldi gagnvart konum og börnum komi til af því að viðkomandi sem fyrir slíku verður, hljóti að bjóða upp á það.  Ég held að enginn hvort sem það er fullþroskuð kona aða unglingsstúlka langi til að láta misnota sig.  Hvað varðar sektargreiðslur sem Róbert Árni var dæmdur til að greiða þessum fjórum stúlkum, sem ég lít frekar á sem saklaus börn, þá skipta þær greiðslur engu máli.  Því hér er um að ræða, að lífi fjögra ungra stúlkna hefur verið lagt í rúst og slíkt verður ALDREI bætt með peningum sama hvað upphæð er nefnd.  Skaðinn sem þessi maður hefur valdið þessum 14-15 ára stúlkubörnum mun fylgja þeim alla þeirra ævi.  Ég hef aldrei á ævinni komið á Litla Hraun, hvorki sem fangi eða sem gestur en þekki þó nokkra sem hafa verið þar fangar og þótt þar dvelji margir fyrir hina ýmsu glæpi, en þó viss siðferðistilfinning hjá þessum föngum og barnaníðingar eru þar fyrirlitnir manna mest og nánast útskúfað úr samfélagi fanga.  Og þótt íslenskir dómstólar hafi ekki burði eða þor til að framfylgja réttlætinu munu fangar á Litla Hrauni bæta úr því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband