Mánaðarmót

Nú eru komin einu sinni enn ný mánaðarmót sem er skelfilegur dagur í lífi okkar öryrkjanna, eins og ég hef áður bent á.  Nú fáum við greiddar okkar bætur og við tekur hið mikla púsluspil að skipuleggja fjármálin næsta mánuð.  Við eru enn á ný mynnt á hversu bág okkar kjör eru.   Þar sem ég er með heimabanka og þar koma fram allir þeir reikningar sem greiða þarf og við hvern reikning sem ég greiði sé ég um leið hvað inneignin á mínum reikningi lækkar stöðugt.  Þetta er eitt allsherjar taugastríð og hikandi smelli ég á að greiða reikning og loka síðan augunum áður en ég þori að sjá hver stað reikningsins er.  Þótt þetta hafi verið mitt hlutskipti í 4 ár get ég aldrei vanist þessu, því alltaf er útkoman eins, þegar ég er búinn að greiða það sem ekki er hægt að komast hjá að greiða eru alltaf eftir á mínum reikningi nokkur þúsund.  Þetta er í sjálfu sér ekkert skrýtið því Tryggingastofnun passar vandlega að engi öryrki hafi meiri tekjur en rúmar 125 þúsund á mánuði og af því er síðan dreginn einhver skattur, því skattleysismörk eru 90 þúsund.  Okkur eru líka allar bjargir bannaðar, við getu ekki tekið að okkur neina vinnu því ekki megum við hafa hærri tekjur en 25 þúsund á mánuði og af þessum 25 þúsundum er síðan tekinn fullur skattur+lsj.+félagsgjald og er þá eftir innan við 10 þúsund sem varla dugar fyrir kostnaði við að koma sér til og frá vinnu.  Svo þessi leið er tilgangslaus og er þá ekki annað eftir en að standa í biðröðum hjá hinum ýmsu hjálparsamtökum sem gefa fátæku fólki mat, fatnað ofl.  Það er furðulegt að í okkar þjóðfélagi þar sem allt er fljótandi í peningum og íslendingar líta ekki við störfum sem gefa minni tekjur en 200-300 þúsund á mánuði og meira segja í ákveðinni veislu hjá einum af okkar stóru bönkum kostaði bara vínið með matnum álíka upphæð og mínar ráðstöfunartekjur eru á mánuði.  Hagstofa Íslands gefur síðan út að lámarks framfærsla einstaklings sé 150 þúsund á mánuði.  Ég er ekki enn farinn að opna minn heimabanka í dag til að leysa þetta mánaðarlega púsluspil öryrkjans.  Ég er enn að safna kjarki til þess.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Jakob, það er ekki auðvelt að vera öryrki í dag eins og þú lýsir í þessum pistli. Í kynningu segir þú að þú hafir lent í slysi á sjó og sért 75 % öryrki síðan. Það er með ólíkindum hvað margir sjómenn lenda í því að fá litar sem engar bætur eftir slys sem þeir hafa lent í,  og nær undantekningarlaust þurfa sjómenn að standa í málaferlum við þessi tryggingarfélög til að ná einhverjum bótum. Samt eiga sjómenn að vera tryggðir í bak og fyrir, þó líf sjómanna hafi nú ekki verið mikið metið gegnum árin. Á mínum sjómannsárum var líf sjómanna metið sem svaraði VW Bjöllu og síðar VW Golf, hef ekki athugað það nýlega.

Það ætti að vera eitt af baráttumálum  sjómanna að þeir væru vel tryggðir, enda vinna þeir við erfiðar aðstæður og lenda því oft í slysum.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.10.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég fékk að vísu talsverðar bætur vegna þessa slys því allar tryggingar voru í góðu lagi hjá því ágæta félagi Sjóvá og þeir greiddu meira sig fyrir mig lögfræðing til að gæta minna hagsmuna og voru alltaf tilbúnir til að aðstoða mig með peninga upp í væntanlegar bætur.   Ég var svo heppinn að þegar ég lendi í þessu slysi, ef heppni má kalla, að þá var nýbúið að breyta slysatryggingum sjómanna á þann veg að öll slys voru bætt hverju sem um var að kenna, en áður var reglan sú að sanna varð að orsök slysins væri þriðja aðila að kenna til að slys teldist bótaskylt.   Auk þess hélt ég mínum launum frá lok sept. 2003 til loka febrúar 2004.  En á því tímabili frá lok febrúar 2004 var ég tekjulaus því ekki gat farið fram örorkumat fyrr en ár var liðið frá slysinu og þann tíma lifði ég á peningum frá Sjóvá og þegar endalegt uppgjör bóta kom svo frá Sjóvá um mitt ár 2005 átti ég peninga til að kaupa mér nýjan bíl og greiða útborgun í íbúðinni, sem ég keypti hér í Sandgerði og átti þá eftir nokkurn sjóð sem hefur gengið ansi hratt niður vegna þess að örorkubæturnar hafa aldrei nægt fyrir mínum mánaðarútgjöldum.  Hitt verður líka að líta á að þegar maður hefur nánast alla sína starfsævi verið með mjög góðar tekjur og aldrei þurft að hafa áhyggjur af sínum fjármálum, þá er maður þó nokkuð lengi að aðlagast breyttum aðstæðum og sparar kannski eins mikið fyrst og ég þarf að gera í dag.

Jakob Falur Kristinsson, 1.10.2007 kl. 13:58

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Jakob takk fyrir þetta maður hefur kannski ekki fylgst næjilega með þessum málum að undanförnu, en einn ættingi minn lenti í slysi fyrir nokkrum árum og það tók hann nokkur ár að fá það bætt. Ég held að hann hafi fengið bæturnar í fyrra, það var reyndar hjá öðru tryggingafélagi. Ef þetta hefur lagast þá er það gott mál.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.10.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband