Vændi

 

Með hertum lögum gegn vændi í Suður-Kóreu frá árinu 2004 hefur það færst í vöxt að þeir sem nýta sér vændisþjónustu leiti að henni á Netinu samkvæmt nýrri skýrslu frá stjórnvöldum í landinu.  Árið 2004 voru rekin 1.696 vændishús í Suður-Kóreu en nú eru það 992 talsins.

Þetta segir okkur aðeins eitt að öll lög um þessa elstu starfsgrein í heiminum, gagnast lítið.  Svo lengi sem eftirspurn er eftir einhverju, hvort sem það er löglegt eða ólöglegt, þá eru alltaf til aðilar sem bjóðast til að fullnægja slíkri eftirspurn.  Í Hamborg í Þýskalandi í hverfi því sem hið fræga Herbertsstrasse er var þetta orðið mikið vandamál, með tilheyrandi glæpum og eiturlyfjavandamálum.  En borgarstjórnin í Hamborg hreinsaði til í þessu hverfi og nú fá vændiskonur leyfi, eru skráðar, verða að fara í reglulega í læknisskoðun og þurfa að greiða nú skatta af sinni vinnu.  Í þetta hverfi þorði varla nokkur maður að vera einn á ferð, en eftir þessa breytingu samfara aukinni löggæslu geta ferðamenn óhræddir farið þarna um og á þá fjölmörgu skemmti staði sem þar eru.  Alltaf er lögreglan þarna vel sýnileg.  Ef við ráðum ekki við að leysa ákveðin vandamál er þó næstbesti kosturinn að kunna að lifa sínu lífi með þau við hlið sér.


mbl.is Breytt mynstur vændiskaupa í Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Þetta segir nú mun meira en bara eitt... Vændi hefur verið að færast yfir á netið út um allt - ekki endilega út af lögunum heldur út af því að þetta er ný tækni sem hefur hlotið mikla útbreiðslu. 

Lögleiðing á vændi hefur alls ekki gefið góða raun og búið til mun fleiri vandamál en hún hefur leyst. Hollendingar eru t.d. að vakna upp við martröð út af sinni lögleiðingu. Miðað við lýsinguna sem þú gefur hér að ofan gerir lögleiðingin mest lítið fyrir fórnarlömb vændis - en stuðlar að "hreinni" samvisku vændiskaupendanna og annarra - þ.e. er hálfgert cover upp og gerir ofbeldið bærilegra fyrir þá sem því beita. 

Vændi er annars ekki elsta starfsgrein í heiminum.... bara margir sem halda það.   

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 15:47

2 identicon

Hver er þá elsta starfsgreinin Katrín?

Forvitinn 8.10.2007 kl. 16:39

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég var ekki að verja vændi sem slíkt heldur benda á að lög duga ekki alltaf til og talaði um ákveðið hverfi í Hamborg sem var stórhættulegt að fara um en hefur nú verið breytt þannig að fólk er farið að geta sótt þangað í allt það mikla skemmti- og næturlíf sem þar er.  Ég sagði líka að ef við réðum ekki við vandamálin væri betra að velja næstbesta kostinn sem væri að geta lifað með vandamálið við hlið sér.  Ég bíð líka eftir svari þínu varðandi spurninguna sem Forvitinn spurði þig um?

Jakob Falur Kristinsson, 8.10.2007 kl. 18:04

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Lög eru ekki nóg, get alveg verið sammála um það. Hins vegar er lögleiðing engin lausn heldur hefur hún verið nefnd besta gjöf sem þeir sem stunda mansal geta fengið. 

Verslun, landbúnaður, matvælavinnsla... take your pick. Margt sem kom á undan vændinu.  

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 18:57

5 identicon

Góðir punktar hjá þér Katrín.
Svo hefur þetta með að vændi sé elsta starfsgrein í heimi alltaf farið í taugarnar á mér. Enda virðist mér að með því að halda því fram sé verið að réttlæta vændi. Hvar finnið þið heimildir fyrir þessari staðhæfingu Jakob og "Forvitinn"? Er þetta ekki bara eitthvað sem þið hafið heyrt eða lesið áður og þykir sniðugt? Get ekki ímyndað mér annað en að elsta starfsgrein í heimi hafi eitthvað með viðskipti með mat eða aðrar nauðsynjar að gera eða eitthvað í þá veruna.

Þórhildur 8.10.2007 kl. 22:24

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ert þú nú alveg viss um þetta Katrín?

Jakob Falur Kristinsson, 9.10.2007 kl. 01:06

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vændi er eitt furðulegasta félagslega fyrirbrigðið sem fylgt hefur mannkyninu svo lengi sem rekja má söguna aftur. Það er eins og það þrífist þar sem einhvers konar neyð og vandræði grasséra. Því miður virðast margir einstaklingar sem leiðast út í vændi ekki hafa mikla sjálfsvitund. Þeim er nánast sama um sál og líkama og eru oft orðnir háðir neyslu í einhvers konar mynd, eiturlyf og aðrir vímugjafar. En engin regla er án undantekninga. Margar konur sem eru í vændi eru t.d. ekki á götunni heldur velja sína viðskiptavini. Við eigum slík dæmi um útsjónasamar konur t.d. í kvikmyndinni Pretty woman sem var mjög vinsæl. Þar var vændiskona sem gerði út á þurfandi yfirstéttarkarla sem eftir myndinni að dæma var ekki endilega að leyta til vændiskonunnar í kynferðisleiki, heldur fyrst og fremst samskipti.

Þá er eldri mynd Irma la Douce með leikkonunni frægu Shirley McLain og þeim dæmalausa Jack Lemmon í aðalhlutverkum.

Ekki er gott að fullyrða hvenær vændi heldur innreið sína í íslenskt samfélag. Íslendingasögurnar gefa nokkrar undir fótinn að vændi hafi verið stundað á Íslandi fyrr á tímum en ekki er beint vikið að því. Má t.d. benda á þessar kostulegu frásagnir um veisluborð um þjóðbraut þvera, sitt hvoru megin á Snæfellsnesi. Var þar ekki um vændi að ræða og þessar konur sem veittu vel, voru þær ekki að hressa karlana til að sitja ekki uppi með þá? Munkarnir í klaustrunum sögðu ekki of mikið, viss tabú voru allsráðandi í samfélaginu rétt eins og þá.

Á bæjum þessum þar sem þessar veitingar voru, höfðu vart forsendu að standa undir stórveitingum án þess að tekjustofnar kæmu á móti. Ekki verður auður úr engu.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.10.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband