Lokun á torrent.is

Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur fallist á kröfu um lögbann gegn vefsíðunni Torrent.is og hefur síðunni verið lokað, að sögn Snæbjörns Steingrímssonar, framkvæmdastjóra Samtaka myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Að sögn Snæbjörns lokaði eigandi Torrent, Svavar Lúthersson, sjálfur síðunni en honum var gefinn klukkustund til þess og að öðrum kosti hefði lögregla lokað vefnum.

Það var mikið að þetta hafðist í gegn.  Ég get alveg skilið þá listamenn sem voru ekki hrifnir af því að einn maður gæti verið að dreifa þeirra verkum nánast ókeypis.  Lífið er nú ekki neinn dans á rósum hjá listamönnum hér á landi hvað varðar tekjur og því skiljanlegt að þeir líði það ekki að þeirra verkum sé greinlega stolið.  Því það eitt að bjóða upp á niðurhal á efni frá tónlistarmönnum ofl. er ekkert annað en hrein og klár glæpastarfsemi, því eigandi þessarar síðu mun hafa innheimt gjald af þeim sem fengu aðgang að síðunni.  Þetta kalla ég að stela launum frá ákveðnum hópum, sem í þessu til felli eru listamenn.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæður fyrir að ég downloada:

1. Ég er þegar áskrifandi að öllum rándýru stöðvunum.

2. Ég vinn vaktavinnu og get ekki horft á sjónvarpið reglulega.

3. Jafnvel ef 2 væri ekki til, læt ég ekki sjónvarpið né sjónvarpsstöðvar ráðskast með minn tíma.

4. Það er rán að kaupa myndir og geisladiska ef maður veit ekki að maður er að fá góðann disk. Alltof mikill sori sem kemur út ásamt góða efninu.

5. Ég borga þegar fyrir margar myndir og tónlist í gegnum útvarp og sjónvarpsstöðvar, það er ekki mikill munur á því að bíða með kassettuna í tækinu eftir að fm977 spili gott lag eða með vhc í tækinu til að taka upp myndina sem byrjar kl 10:05.

6. Þegar ég kaupi geisladisk, dvd disk, harðann disk, kassettu og yfirleitt flest(ef ekki allt) geymsluminni er ég þegar búinn að borga fyrir hugsanlegt lögbrot mitt.

Þeir sem reyna að standa í veg fyrir þróuninni verður keyrt yfir af henni. Sem betur fer fíla ég ekki mikið af íslensku efni og mun því sniðganga það litla sem ég fíla(Sprengjuhöllin) og beina viðskiptum mínum til amazon ef mig vantar dvd eða geisladiska.

Gunnar 19.11.2007 kl. 18:22

2 identicon

@ Slembinn einstaklingur

Hvar fékkst þú þá flugu í höfuðið að það hafi verið tekið gjald fyrir aðgang að síðunni?

Sigurður 19.11.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Gunnar:  Þú verður nú að fyrir gefa en ég skil hreinlega ekki allt þetta bull í 6 eða 7 liðum.  Hvernig getur þróun keyrt yfir einhvern?

Slembinn einstaklingur:  Ég skrifa listamenn vegna þess að það eru þeir sem semja verkin og eiga höfundaréttinn.

Sigurður:  Þetta kom fram í Kastljósþætti fyrir nokkrum dögum.

Annars var nú kveðinn upp dómur í þessu mál í dag of síðunni lokað í framhaldi af því.  Nánar tiltekið kl: 17,00 sem hann heyrir nú sögunni til sem betur fer.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 21:05

4 identicon

Jakop: Höfundarlög:

11. gr. [Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.]1)
[Ákvæði 1. mgr. veita ekki rétt til:
   1. mannvirkjagerðar eftir verki sem verndar nýtur eftir reglum um byggingarlist,
   2. eftirgerðar verka sem verndar njóta eftir reglum um höggmyndalist, nytjalist eða dráttlist ef leitað er til hennar aðstoðar annarra manna,
   3. eftirgerðar verndaðra tónverka og bókmenntaverka sé leitað til hennar aðstoðar aðila sem taka slíka eftirgerð að sér í atvinnuskyni,
   4. eftirgerðar verndaðra tölvuforrita],2)
   [5. eftirgerðar véllæsilegra eintaka gagnagrunns.]3)
[Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til einkanota á bönd, diska, plötur eða aðra þá hluti, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð og/eða myndir með hliðrænum eða stafrænum hætti. Enn fremur skal greiða endurgjald af tækjum sem einkum eru ætluð til slíkrar upptöku. Gjöld þessi skulu greidd hvort sem um innlenda eða innflutta framleiðslu er að ræða og hvílir skylda til að svara gjöldunum á innflytjendum og framleiðendum.
Gjöld skv. 3. mgr. skulu nema:
   1. Af tækjum skal endurgjaldið vera 4% af innflutningsverði eða framleiðsluverði ef um innlenda framleiðslu er að ræða.
   2. Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku hljóðs eingöngu skal gjaldið nema 35 kr.
   3. Af böndum, diskum, plötum eða öðrum hlutum til upptöku mynda, eftir atvikum ásamt hljóði, skal gjaldið nema 100 kr.
   4. Gjöld skv. 2. og 3. tölul. eru miðuð við að lengd flutningstíma sé allt að 180 mínútur fyrir hluti til hljóðupptöku og allt að 240 mínútur fyrir hluti til myndupptöku. Sé flutningstími lengri hækkar gjaldið hlutfallslega sem því nemur.

 Eins og ég segi í 6 lið, þú borgar höfundarréttargjald vegna þess að þú getur framið höfundarréttarbrot með þessum tækjum.

Þeir sem ekki fylgja þróuninni eru skildir eftir. Í viðskiptaheiminum getum við umorðað það í, þeir sem fylgja ekki þróuninni tapa fullt fullt af pening. Vonandi skilurðu mig í einfaldari mynd.

 Og fjölmiðlar hafa verið einkar harðir gegn istorrent afþví það er í þeirra hagsmunum. Istorrent tók ekki gjald fyrir síðuna, heldur var hún frítt dreifikerfi. Það var hægt að gefa istorrent pening og fá eitthvað smá að launum fyrir það, en það var val hvers notanda hvort hann vildi það.

Þú segir síðan að dómurinn sé kveðinn upp... Ég veit ekki betur en að það sé ekki einu sinni komin formleg kæra á hendur istorrent/Svavari. Ég efa persónulega að eitthvað gerist í þessu.

Smáís gerði margan Íslendinginn einungis pirraðann út í sig og okkar kæra útlandatenging má búast við mun meiri traffík, eitthvað sem kemur niður á öllum Íslendingum.

Gunnar 19.11.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú Gunnar kæra varlögð fram á hendur eiganda þessarar síðu fyrir nokkrum mánuðum en þar sem lögreglan gerði ekkert í málinu var höfðað einkamál sem tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjanes í dag og þar var eigandi síðunnar fæmdur til að loka henni eigi síðar en kl:17,00 í dag.  Ég er ekki lögfróður og veit þar af leiðandi lítið um höfundarlög.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 23:04

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Mér sýnist eftir að hafa skoðað lögin að þú takir aðeins það sem þér hentar til að verja þennan vef en sleppir öðru, t.d. því að höfundur að hverskyns listaverki og telst vera höfundur þess, skal hafa einkarétt á notkun þess og þótt vissulega sé heimild til að nota þessi verk skal höfundi ávallt greitt gjald fyrir.  Ég ætla ekki að gera lítið úr þinni lagaþekkingu en ég trúi ekki öðru en að Svavar hefði fengið þennan dóm í dag ef hann hefði ekki verið að brjóta lög.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2007 kl. 23:21

7 identicon

Eins og Gunnar sagði þá borgar maður ekki fyrir aðgang að síðunni, það er valfrjálst hverjum einstaklingi hvort að hann gefi síðunni pening.

Magnað hvernig fólkar apar upp alla vitleysu sem að sögð er í fjölmiðlum og jafnframt að fjölmiðlar leyfi sér að koma fram með þvílíka vitleysu.

Sigurður 20.11.2007 kl. 00:54

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég veit ekki betur en Svavar hafi sjálfur sagt í Kastljósþætti að greitt væri eitthvað fyrir aðgang að síðunni.  Af hverju fékk Svavar

Jakob Falur Kristinsson, 20.11.2007 kl. 09:12

9 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég man ekki betur en Svavar hafi sjálfur sagt frá því í Kastljósþætti að greiða þyrfti einhvern aðgang að síðunni og af hverju var verið að dæma manninn í Héraðsdómi Reykjanes í gær ef hann hefur ekkert til saka unnið?

Jakob Falur Kristinsson, 20.11.2007 kl. 09:15

10 identicon

Þá hefur þú ekki óbrigðult minni. Það er ekki greitt fyrir aðgang að síðunni, jafnvel þótt að þig minni það.

Það var ekki verið að dæma hann heldur var aðeins verið að kæra hann, örlítill munur á því tvennu, ekki rugla því saman.

Sigurður 20.11.2007 kl. 14:43

11 identicon

Þú þarft aðeins að kynna þér málið betur áður en þú skrifar um það á opinberum vettvangi. Maður þurfti ekki að greiða fyrir aðgang að síðunni og var ekki einu sinni boðið upp á það, heldur bauðst manni til þess að styrkja þá af fúsum og frjálsum vilja, eins og Sigurður tók fram.

Þú þarft líka aðeins að kynna þér BitTorrent staðalinn áður en þú kemur með úrskurð um meint lögbrot notenda staðalsins. Torrent vefir hafa ekki hald á neinu efni sem deilt er, sem þýðir að öll (ólögleg) starfsemi fer fram á milli notenda vefjanna (peer2peer). Endilega lestu þér einnig til um þann staðal.

Í stuttu máli virkar þetta þannig að torrent vefir, þ.á.m. Istorrent, geyma upplýsingar um allar deildar/niðurhalaðar skrár og sækjendur/deilendur þeirra og sjá um að tengja þá saman (peer2peer) í gegnum trackerinn sinn - ekkert annað! Er lögbrot að hafa hald á agnarsmáum textaskrám? Ekki síðast þegar ég vissi.

Þar sem Istorrent (og torrent vefir almennt) hafa ekki hald á neinum ólöglegum gögnum sem dreift er, er ekki hægt að sækja þá til saka fyrir dreifingu á þessu efni. Hins vegar er hugsanlega hægt að sækja þá til saka fyrir meðvitaða vitneskju á ólöglegri dreifingu þessa efnis sem kann að eiga sér stað innan þessara vefja. Skv. íslenskum lögum gerir það "vitni" samsek þeim sem framdi lögbrotið.

Þá er smá pæling hvað varðar skilmálana sem Istorrent settu fyrir notendur vefsins síns, en þeir sögðu að notendur bæru alla ábyrgð á öllu efni sem þeir sendu inn og að það væri sjálfgefið að notendur, sem sendu inn efni, hefðu fengið tilskilin leyfi fyrir að dreifa því efni. Þetta var sem sagt ekki á ábyrgð aðstandenda Istorrents (Svavars) ef marka má þessa skilmála lagalega séð. Þá kemur önnur spurning: Voru skilmálar Istorrents lögfestir? Ég held nefnilega ekki og því bendir það allt til þess að það sé hægt að sækja þá til saka fyrir þetta hér að ofan; Meðvitaða vitneskju.

Á hinn bóginn, saklaus uns sekt er sönnuð!

Gaui 20.11.2007 kl. 16:08

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það var víst kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjanes í gær yfir þessum mann og honum skipað að loka síðunni.  Það er ekki hægt að kæra einn né neinn beint til héraðsdómara það verður að fara fyrst til lögreglu og síðan til ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákært er í málinu.  Þú ert að rugla því saman að Svavar var ekki dæmdur til að greiða sekt enda fólst það ekki í ákærunni.  Það varð fyrst að fá úrskurð dómara um sekt mannsins til að getað þá höfðað einkamál á hendur honum, sem mér skilst að verði gert.  Af hverju heldur þú að Svavar hafi lokað síðunni í gær?  Ég held að þú ættir að kynna þér málin líka aðeins betur áður en þú kemur með fullyrðingar sem eru ekki neitt nema bull og rugl.

Jakob Falur Kristinsson, 20.11.2007 kl. 18:21

13 identicon

Ég held að þú sért eitthvað að misskilja orðið "lögbann". Þetta er ekki samþykkt lagafrumvarp, heldur er þetta tímabundið bann við einhverju sem veltur á heildarhagsmunum neytenda, og eru sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra sem fara með kyrrsetningar-, löggeymslu- og lögbannsgerðir. Það er því rangt hjá þér að fullyrða að málið sé farið fyrir héraðsdóm, þar sem Snæbjörn, framkvæmdastjóri SMÁÍS, sagðist ætla að höfða einkamál nú í vikunni. Hann sagði þetta í gær eftir að lögbannskrafan var tekin í gildi og Istorrent vefnum var lokað. Í gær var bara farið fram á lögbannið, ekki sjálft einkamálið tekið fyrir.

Þú sérð þetta ef þú lest fréttina aftur, sem þú bloggaðir m.a. um.

Gaui 20.11.2007 kl. 22:41

14 identicon

Héraðsdómur Reykjaness kom hvergi við sögu í gær. Þegar svona lögbannsúrskurður er lagður fram þá þarf að birta viðkomandi aðila úrskurðinn, hann hefði getað kvittað fyrir þetta á tröppunum heima hjá sér og farið svo inn og slökkt á tölvunum. Hann virðist hins vegar hafa fengið lögmann sinn með sér í málið og þetta afgreitt á skrifstofu sýslumanns í staðinn. Það að sýslumaður samþykki lögbannið finnst mér virkilega skrítið þar sem ekkert af þessu efni er hýst á síðunni og það er skýrt tekið fram í skilmálum hennar að bannað er að dreifa höfundarvörðu efni og mér sýnist stjórnendur síðunnar hafa staðið sig vel í að eyða því út. Í stað þess að fara rétta leið og tilkynna efnið vilja þeir reyna að setja sig á háan hest og láta dæma manninn.

Ingi Björn 20.11.2007 kl. 23:24

15 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Jú þetta er rétt hjá þér Ingi Björn, þetta var lögbann en ekki dómur, en í framhaldið var ákveðið að höfða einkamál á hendur Svavari.  En þar sem Svavar ætlar ekki að virða þetta lögbann, eftir því sem hann segir á síðunni, má búast við að hann fái einnig dóm fyrir að brjóta lögbannið.  Eftir því sem fram hefur komið hjá SMÁÍS voru þeir búnir að tilkynna um þetta efni til lögreglu fyrir mörgum mánuðum.  Ég get ekki fallist á að þeir séu að setja sig neitt á háan hest þótt þeir leiti réttar síns með því að höfða einkamál, því að með þeirri ákvörðun sinni að ætla ekki að virða lögbannið er Svavar beinlínis að óska eftir að lengra verði gengið. 

Annars hef ég engra hagsmuna að gæta í þessu máli og veit ekki hvort ég nenni að skrifa meira um það.

Jakob Falur Kristinsson, 21.11.2007 kl. 06:56

16 identicon

Er ekki allt í lagi heima hjá þér? Hefur einhverstaðar komið fram að hann ætli ekki að virða lögbannið? Hann hefur einungis sagst ætla að leita réttar síns sem er sjálfsagður hlutur í því réttarkerfi sem við búum við. Það að leita réttar síns þýðir að hann ætlar að láta kanna lögmæti þessa lögbanns þar sem að reglur og skilmálar síðunnar eru mjög skýr og banna dreifingu á efni sem notendur hafa ekki rétt á að deila.

Skil að þú nennir ekki að skrifa meira þar sem þú virðist ekki nenna að kynna þér staðreyndir málsins heldur gleypir allt hrátt frá smáís og trúir öllu sem þeir segja (meirihlutinn af því er lygar og restin bull). 

Ingi Björn 21.11.2007 kl. 07:30

17 identicon

Mikið er ég sammála Inga Birni.

Það er eins og þú hafir ekkert lesið af því sem hefur verið skrifað við þetta blogg þitt. Þú ásakar mig ( sýnist það í það minnsta )  um að koma fram með rugl og bull og setur síðan sjálfur fram fullyrðingar sem að standast ekki.

 *andvarp*

Sigurður 21.11.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband