Nýtt ár

Þá er það loksins komið árið 2008 og þótt rignt hafi yfir mig góðum ármótakveðjum og blöðin eru yfirfull af slíkum kveðjum og ekki vantaði lofgjörðina hjá öllum helstu ráðamönnum þjóðarinnar í þeirra áramótaávörpum, þá á ég ekki von á því að þetta nýja ár verði hvað mig varðar neitt öðruvísi en það síðasta.  Eftir að ég varð öryrki hafa öll árin verið svipuð og einkennst af fátæktarbasli og ég held að 2008 verði engin undantekning frá því.  Ég sá í Morgunblaðinu í gær að sparisjóðurinn Byr var að óska öllum fjárhagslegs bata á nýju ári.  Ekki held ég að það eigi við mig, því á nýjársdag settist ég við tölvuna og opnaði minn heimabanka til að greiða það sem ekki verður komist hjá að greiða.  Frekar voru nú upphæðirnar litlar inn á mínum reikningi og fljótar að lækka við hverja greiðslu.  Reyndar höfðu skattleysismörkin hækka eitthvað lítilsháttar eða um 1800 krónur , en að öðru leyti voru mínar bætur svipaðar og áður.  Ég sá líka í fréttum að grunnlaun Seðlabankastjóra hefðu verið hækkuð um áramót um 100.000,- og með því væri búið að hækka laun Davíðs Oddsonar frá því hann tók við því embætti um 40%. Eins voru laun allra helstu embættismanna þjóðarinnar hækkuð.   Bara þessi hækkun núna kr. 100.000,- er hærri upphæð en ég fæ í örorkubætur á mánuði.  En ég er því miður ekki Seðlabankastjóri, aðeins aumur öryrki.  En þessar launahækkanir núna eru svolítið skrýtnar í ljósi þess að framundan eru kjarasamningar og mikið rætt um að launahækkanir verðu að vera hóflegar til að verðbólgan fari ekki á fulla ferð.  Hefði nú ekki verið skynsamlegra að þessir æðstu menn þjóðarinnar hefðu beðið með sínar launahækkanir, þar til kjarasamningar hefðu náðst, eða sýnt gott fordæmi og hreinlega afþakkað þær.  Mér er alltaf minnistætt, sem barni, þegar ég spurði eitt sinn ömmu mína á Bíldudal, af hverju hún hlakkaði aldrei til jólanna og hún svaraði mér því til að það eina sem vekti hjá henni tilhlökkun væri það að eftir jólin færi daginn að lengja á ný og ætli sé ekki eins hjá mér hvað varðar árið 2008.  En þó er eitt sem snertir okkur öryrkjana, en það er að um áramótin fluttist sá málaflokkur sem okkur varðar úr heilbrigðismálaráðuneytinu í félagsmálaráðuneytið, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir ræður ríkjum og ef það er einhver stjórnmálamaður á Íslandi sem raunverulega vill bæta kjör þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu þá er það Jóhanna Sigurðardóttir og er það eina vonin sem ég bind við nýtt ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár. Já þetta er ólíðandi en ég trúi að Jóhanna geri það sem hún getur. Heilbrigðisráðherra vinnur klárlega gegn hennar markmiðum með hækkun komugjalda á aldraða og öryrkja.

Hólmdís Hjartardóttir 3.1.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Sæll Jakob, Hvað segirðu, varstu ekki ánægður með hækkunina á bótunum frá TR??? Nei, þvílíkt óréttlæti og kjaftæði sem er í gangi í þjóðfélaginu. Hækkanir á matvörunum, svo ég tali nú ekki um hækkanirnar frá Gunnlaugi Ó-Heilbrigðismálaráðherra, eru löngu búnar að éta upp hækkunina á bótunum og gott betur en það. Mér flökrar við að sjá þann mann í fjölmiðlum með allar sínar biluðu hugmyndir.

Kveðja Ingunn FJ-öryrki 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er sannfærður um að góður vilji Jóhönnu dugi ekki til, því hennar hugmyndum verður örugglega ýtt út af borðinu af þeim félögum, Árna, fjármálaráðherra og Guðlaugi Þór, heilbrigðisráðherra.  Svo sennilega breytist ekkert.

Jakob Falur Kristinsson, 8.1.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband