Hr. Muller

Þar sem við hjónin og okkar börn vorum fleiri og við ætluðum að vera í 5 vikur en hin hjónin í 4 vikur þá fengum við mun stærri bústað en þau.  Við vorum í húsi á tveimur hæðum og stórar svalir á efri hæðinni, en þeirra var á einni hæð og sólpallur fyrir framan.  Þarna var líka þjónustumiðstöð með öllum þægindum og þar var bar.  Fyrsta morguninn löbbuðu við í þjónustumiðstöðina og komum við í leiðinni hjá ferðafélögunum og komu þau með okkur.  Við fengum okkur bjór og spjölluðum saman var ákveðið að leigja saman góðan bíl sem rúmaði okkur öll.  Þar sem enginn bílaleiga var þarna á staðnum var okkur bent á bílaleigu í Luxemburg og hringdum við þangað og þeir sögðust koma með bílinn eftir um klukkutíma.  Það stóðst 100% og við fengum bílinn, Hreppstjórinn var sjálfskipaður bílstjóri.  En fljótlega fundum við það út að þetta var ekki nógu gott.  Alltaf þegar einhver ætlaði að fara eitthvað þurfti að spyrja hin hjónin hvort þau vildu koma með.  Vorum við því sitt á hvað að fara í ferðir sem viðkomandi langaði ekki til að fara í.  Þar sem engin verslun var á staðnum fórum við alltaf til að versla í matinn í þorpið Daun og á heimleiðinni þar sem við beygðum upp í sumarhúsahverfið var stórt hús, sem var veitingarstaður og stóð á húsinu Hr. Muller og alltaf þegar við ókum þar framhjá sagði Hreppstjórinn; "Sæll Herra Muller."og því oftar sem við fórum þarna framhjá var eins og að það síaðist inn í huga Hreppstjórans að hann þekkt þennan Hr. Muller.  Svo var einn daginn ákveðið að fara og borða um kvöldið hjá Hr. Muller.  Elsti sonur minn var komin með bílpróf og ók hann okkur og ætlaði síðan að sækja okkur þegar tími væri komin til að fara heim.  Bæði ég og Hreppstjórinn vorum búnir að drekka talsvert þegar farið var af stað.  Þegar við komum á staðinn og fórum inn spurði Hreppstjórinn strax eftir Hr. Muller og kom hann fram og bauð okkur velkominn.  Hreppstjórinn tók hann í fangið og sneri honum í nokkra hringi, tók í hönd hans og sagði " Sæll og blessaður Muller minn, ég er hreppstjórinn á Bíldudal Iceland og láttu okkur nú fá eitthvað gott að borða og gott vín með matnum en færðu okkur fyrst tvö glös af sterkum vodka í kók, elsku karlinn minn."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband