Frjálslyndi flokkurinn

Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon voru meðal... Við verðum að snúa bökum saman til þess að ná árangri í pólitík. Formaðurinn verður að setja niður deilurnar innan flokksins eigi hann ekki að hljóta skaða af. Þetta var inntakið í orðum margra þeirra sem til máls tóku á fundi sem Reykjavíkurfélög Frjálslynda flokksins stóð fyrir fyrr í kvöld.

Þetta er orðið óþolandi ástand í flokknum og vonandi tekst Guðjóni að lægja þessar öldur fljótlega.

 Ég hafði ekki möguleika á að mæta á þennan fund í gærkvöldi.  En eins og fram kemur í fréttinni munu það hafa verið flokksmenn úr Reykjavík sem gagnrýndu Guðjón og Kristinn H. Gunnarsson og telja að Vestfirðingar hafi alltof mikil völd í flokknum en flokksmenn í Reykjavík of lítil.  Þótt flestir landsmenn búi í Reykjavík er fylgi flokksins mest á landsbyggðinni aðeins 1,8% í Reykjavík.  Auðvitað eru Vestfirðingar valdamiklir í flokknum.  Er fólk búið að gleyma hvernig þessi flokkur varð til.  Það sem kom flokknum af stað var hin sterka staða Guðjóns Arnars Kristjánssonar á Vestfjörðum.  Flokkurinn var stofnaður til að berjast gegn kvótakerfinu og hugsa um hag landsbyggðarinnar.  Nú heyrast þær raddir frá flokksmönnum í Reykjavík að það eigi ekki að berjast lengur á móti kvótakerfinu og landsbyggðina byggi aðeins einhverjir sérvitringa.   Ef þið viljið efla flokki í heild,  flokksmenn í Reykjavík vil ég segja þetta;

"Náið fyrst upp fylgi í Reykjavík áður en þið farið að rífa kjaft og gagnrýna það sem frá landsbyggðinni kemur og losið ykkur við Jón Magnússon, sem kom öllum þessum deilum af stað." 


mbl.is Stormur varir aldrei að eilífu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef aldrei heyrt þessar seum þú talar um.

Kveðja

Sigurjón

Sigurjón Þórðarson, 26.9.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég hef ekki heyrt þessar raddir sem þú talar um.

 Kveðja

 Sigurjón

----------------------------------------------------------------------

Átti að ritast hér að ofan.

Sigurjón Þórðarson, 26.9.2008 kl. 12:52

3 identicon

Þú varst ekki á fundinum og miðað við þessi skrif þín þá virðistu heldur ekki hafa hugmynd um hvað málið snýst. Það væri gaman að sjá þig segja þetta beint við Jón sjálfan.

Skúli O. 26.9.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er ekki að heyra neinar raddir sem eiga ekki við rök að styðjast.  Það er alveg rétt að ég var ekki á þessum fundi en ég er óhræddur við að segja þetta beint við Jón Magnússon.  Hann er einn af mínum bloggvinum og hefur örugglega lesið það sem ég skrifaði.  Ég veit alveg um hvað þetta mál snýst og það er að Nýtt Afl er að reyna að yfirtaka flokkinn undir forustu Jóns Magnússonar.  Það sem verra er að það á að kasta fyrirborð þeim málefnum sem flokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir.  Þá á ég við kvótakerfið og málefni landsbyggðarinnar.  Fylgi flokksins er á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík, þótt flestir búi þar.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 07:39

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvita var hann að ljúga.  Þetta er alþekkt aðferð í pólitík að einn flokkur sendir fulltrúa sinn í annan flokk til að valda skaða og sundurlyndi.  Þetta er Jóni að takast með Frjálslynda flokkinn.  Hann var sendur í þennan leiðangur af Sjálfstæðisflokknum, sem ól hann upp og ég hefði ekki trúað því að óreyndu hvað margir flokksmenn láta plata sig upp úr skónum með tiltrú sinni á Jón Magnússon og af því að sá ágæti maður Sigurjón Þórðarson var með fyrst athugasemd við þessi skrif mín vil ég segja við þann góða dreng; "Þú værir þingmaður Frjálslynda flokksins í dag ef Jón Magnússon hefði ekki komið í flokkinn og unnið gegn þér."

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 15:07

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi að bæta við að þessar raddir um að breyta baráttumálum flokksins fékk ég frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur á Ísafirði, sem hefur verið óþreytandi við að styrkja flokkinn og stefnu hans.  Jón Magnússon er enginn engill í pólitík og því miður virðist honum ætlast að takast að skapa sundrungu milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar.

Jakob Falur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband