Breyting á lögum

Breytingum á almennum hegningarlögum er ætlað að taka á skipulagðri glæpastarfsemi, líkt og þeirri sem talin er geta fylgt stofnun Hells Angels-félagsdeildar hér á landi. Frumvarp um slíkar breytingar var lagt fram á Alþingi í þriðja sinn undir lok júlímánaðar. Meðferð málsins var þá frestað en Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja frumvarpið fram að nýju á haustþingi.

Hefur ekki öll glæpastarfsemi verið bönnuð á Íslandi hvort sem hún er skipulögð eða ekki.


mbl.is Skipulögð brotastarfsemi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú að lögreglan og fjölmiðlar ættu aðeins að anda rólega. Halda menn að við það að þessi klúbbur breiti um nafn verði bara allt brjálað?? Að menn fari að skjóta hvern annan niður á götum borgarinar? Annars er þessi félagsskapur ekki þektur af því að vera e h að hrella almenna borgara á götum úti svo ég held nú að menn ættu aðeins að róa sig hérna.

óli 1.9.2009 kl. 11:29

2 identicon

Óli, ert þú að reyna að halda því fram að menn sem leggja sig alla fram við að verða teknir inn í ein stærstu og harðsvírustu glæpasamtök heims, hafi ekkert nema gott í huga? Til hvers í ósköpunum ætti nokkur löghlýðinn maður að sækjast eftir því að bendla sig við slík samtök. Að halda að það að fá Hell's Angels til Íslands muni engin áhrif hafa á skipulagða glæpastarfsemi á landinu er algjör fásinna. Það er ekki þar með sagt að menn munu fara skjótandi um götur Reykjavíkur en ef Hell's Angels ná fótfestu hér mun allt flæða í dópi og glæpum sem því fylgir. Þetta er ekki spámennska, þetta eru staðreyndir. Þetta er það sem þetta félag gerir og það fær engin að bera nafn þeirra án þess að taka þátt í því.

palli 1.9.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég held nú að lögreglan sé að gera full mikið úr þessu.  Ég veit ekki betur en að hér sé allt flæðandi í dópi og glæpum. Þannig að ástandið getur ekki versnað þótt þessi mótorhjólaklúbbur skipti um nafn og tengist Hell"s Angels.  Ef lögreglan hefur eitthvað undir höndum um að þessi klúbbur hafi framið glæp hér á landi, þá ætti auðvitað að handtaka mennina strax.

Jakob Falur Kristinsson, 1.9.2009 kl. 15:28

4 identicon

Alveg sammála Jakop. Ég er ekki að mæla þessum vítisenglum e h bót. Enn að halda það að það að e h móturhjólaklúbbur skipti um nafn muni breita öllu er auðvitað bara bull. Og það er allt flæðandi í dópi hér. Það sem gæti gerst er að salan færist e h til. Ef að e h dópsalinn hér drepur annan dópsala þá er mér sko alveg sama! Ekki er ég að éta dóp og því snertir þetta mig ekki,mér er alveg sama hvað þessi Harley gæjar kalla sig,Englar,púkar bla bla bla,skiptir engu máli

óli 1.9.2009 kl. 16:18

5 identicon

Com on. Eru menn að missa sig? Er ekki aðal málið glæpagengið sem setti alla þjóðina á hausinn?

Afhverju fá þeir ekki þessa umfjöllun? Hverja er verið að blekkja?

Ef löreglu embættið getur ekki komið með skárri fréttir ætti hún að segja af sér því hún er þá á mála hjá útrásarpakkinu og stjórnmálaklíkunni sem er ábyrg fyrir hruninu.

Arnór Valdimarsson 2.9.2009 kl. 02:12

6 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alveg rétt að aðalglæpamennirnir, sem settu þjóðina á hausinn, eru ekki nefndir.  Ekki voru þeir í neinum mótorhjólaklúbb.

Jakob Falur Kristinsson, 2.9.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband