Að vera öryrki

Þótt margir haldi að gott sé að vera öryrki, því þá fái fólk bætur án þess að þurfa nokkuð að vinna.  En er allt fengið með því að þurfa ekki að vinna.  Ég get að sjálfsögðu ekki talað fyrir alla öryrkja, aðeins fyrir mig sjálfan.  Hjá mér byrjar dagurinn á því að klæða sig, sem oft er ansi erfitt og næst er er það að fá sér morgunmat og síðan fylgist ég með öfundar augum á fólk fara til sinna vinnu.  Staðreyndin er efnilega sú, að mér þótti gaman að vinna og kunni best við mig út á sjó.  Eftir morgunmat sest ég yfirleitt við mína tölvu og skrifa í bloggið mitt.  Þegar ég hef fyllt eina síðu, læt ég það yfirleitt nægja og stundum les ég eitthvað eða horfi á sjónvarpið.  Ég reyni oftast að elda mér eitthvað í hádeginu en stundum nenni ég því ekki og læt daginn líða einhvern veginn.  Þar sem ég er nýfluttur frá Sandgerði til Bíldudals eru hér óopnaðir kassar út um allt, sem í er dót, sem þarf að koma fyrir.  En þar sem önnur hendinn á mér er lömuð get ég ekki borið þetta á milli herbergja og er því eftir að ganga frá miklu.  Þótt ég sé öryrki hef ég mitt stolt og vil ekki alltaf að vera að biðja mína ættingja um aðstoð við marga hluti.  Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé fyrir í þessu þjóðfélagi, enda stendur maður á hliðarlínu samfélagsins.

Svo er annað að þessar örorkubætur, sem ég fæ duga ALDREI út viðkomandi mánuð og oftast eru síðustu dagar hvers mánaðar þannig, að ég borða ekkert og drekk bara vatn.  Ég væri sennilega betur settur á Litla-Hrauni en að vera að basla við að halda heimili. Ég spyr mig oft að því til hvers ég var að eyða mörgum árum í að mennta mig, sem mun ekki nýtast mér á nokkur hátt.  En ég er með próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst, Diplómapróf á sviði reksturs og stjórnunar frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. 1. stig skipstjórnar og 2. stigvélstjórnunar.  Meirapróf sem bílstjóri og hvað gagnast þetta mér nú?  Svarið er EKKERT, Þetta er nú allt lúxuslíf öryrkjans, sem margir eru að öfundast yfir. 

Ég geta alveg eins horft út um gluggann ómenntaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla hjá þér Jakob. Og þú talar örugglega fyrir munn margra hér. Passaðu bara upp á stoltið! Ættingjar vilja oft hjálpa en ef engin biður...

Ég ætlaði t.d alltaf að hitta þig þegar þú bjóst í Sandgerði en það varð nú aldrei af því..

Þetta samskiptanet okkar Íslendinga er stórgallað.

Hafðu það sem best.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.10.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þakka þér fyrir Sigurbjörg, auðvitað vilja ættingjar hjálpa en það fer að verða hvimleitt þegar maður er alltaf að biðja um aðstoð.

Jakob Falur Kristinsson, 29.10.2009 kl. 10:20

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Er ekki öryrki heldur atvinnu laus.

Og þetta er alveg það sama sem ég geri, verð kannski öryrki á endanum.

Vildi að ég væri kominn vestur eins og þú :)

Sigurður Helgason, 29.10.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er alltaf sú hætta fyrir hendi að þeir sem eru lengi atvinnulausir endi, sem öryrkjar.

Jakob Falur Kristinsson, 31.10.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband