Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Jafnrétti

Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við fjölmörg atriði stjórnarfrumvarps til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. Segja SA m.a., að Jafnréttisstofu sé í frumvarpinu veitt opin heimild til gagnasöfnunar og fyrirtæki geti af minnsta tilefni verið skylduð til að leggja fram mikið magn af þýðingarlausum gögnum með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði.

Auðvitað gagnrýna þessi samtök frumvarp um jafnrétti, því þetta er samansafn af karlrembusvínum, sem öllu vilja ráða og allt þykjast geta, en geta svo ekki eitt né neitt nema að konur hjálpi þeim.


mbl.is Samtök atvinnulífsins gagnrýna jafnréttisfrumvarp harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólatré

Logað hefur á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar á...Ljós verða tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í fertugasta sinn á morgun klukkan 17. Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn til að koma trénu til landsins, en þar má fyrst nefna Karl Konrad skógarhöggsmann, þýska herinn sem flutti tréð að skipshlið í Hamborg og Eimskipafélag Íslands sem sá um flutninginn til landsins.

Ekki mátti það nú seinna vera, Jólin alveg að bresta á.  Það má ekki klikka á svona atriðum þá verður eitt allsherjar Jólahrun og hver ætlar að útskýra það fyrir blessuðum börnunum, en þetta rétt slapp fyrir horn núna.  Ég legg til að Jólatréð verði ekki tekið niður aftur að loknum Jólum svo það verði tilbúið á réttum tíma fyrir Jólin 2008 og þá er ekkert að gera nema bara að stinga í samband og það í september sem er fyrsti mánuður Jóla.  Þá er öruggt að ekkert getur klikkað nema fólkið sjálft.


mbl.is Ljós tendruð á Hamborgartré á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innkaup

Innlent | mbl.is | 23.11.2007 | 14:32
 Frídagur neytenda „Kauptu ekkert dagurinn” er á morgun og hvetja Neytendasamtökin Íslendinga til að taka sér frí frá innkaupum þann dag og nota daginn þess í stað til að íhuga áhrif innkaupa þeirra á eigið líf og umhverfi.

Ætli íslendingar hugsi nokkuð um þennan dag, heldu kaupi áfram í sínu kaupæði.  Flest allt sem nú er keypt, þarf ekki að borga fyrr en í febrúar og þá er möguleiki að skipta Visareikningnum á allt að 6 mánuði ef ekki lengur.  Svo það þar ekki að vera með neinar áhyggjur, því alltaf reddast þetta einhvern veginn.  Nú ef ekki þá bara verður sá, sem var svo vitlaus að vera ábyrgðarmaður á greiðslukorti hjá einhverjum einfaldlega að borga,  Flóknara er það nú ekki, svo ekki láta einhverja sérvitringa erlendis fæla ykkur frá hraustlegum jólainnkaupum núna, elskurnar mínar.  Við bara blásum á allt svona kjaftæði, það hefur enginn á Íslandi látið lífið hingað til þótt farið sé óvarlega í innkaupum.


mbl.is Neytendur hvattir til að taka sér frí frá innkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupæði

Sala á sementi til húsbygginga hefur verið talinn góður... Seðlabankinn segir, að vísbendingar um einkaneyslu í október bendi til svipaðs vaxtar og var á þriðja fjórðungi ársins. Fram kemur m.a. í hagvísum bankans, að heildarsala sements var u.þ.b. jafnmikil fyrstu tíu mánuði ársins og á sama tímabili í fyrra, þrátt fyrir samdrátt í sölu til stóriðju. Í október var sementssala án stóriðju 11½% meiri en á sama tíma í fyrra, sem er ívið meiri vöxtur en á þriðja fjórðungi ársins.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós, það sem Steingrímur Hermannsson sagði eitt sinn; "Að hér á landi giltu ekki sömu lögmál´í efnahagsmálum en í öðrum löndum"og margir hlógu að.  En hvað segja þeir nú sem hlógu hæst þegar í ljós kemur að þetta var allt hárrétt hjá Steingrími eins og svo margt annað sem hann sagði sá ágæti stjórnmálamaður.  Hrun Framsóknar byrjaði um leið og Steingrímur lét af formennsku í flokknum og Halldór tók við.


mbl.is Ekkert lát virðist á einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap

Mynd 435498 Japanskar fjármálastofnanir töpuðu allt að 230 milljörðum jena, 133 milljörðum króna, vegna fjárfestinga í áhættusömum bandarískum fasteignalánum á fyrri hluta ársins, samkvæmt nýjum upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum sem birtar eru í japönskum fjölmiðlum í dag.

Það er þá á fleiri stöðum en hér á landi sem miklir fjármunir eru að tapa stórfé. 


mbl.is Tap fjármálastofnana 230 milljarðar jena vegna undirmálslána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutabréf

hlutabréfÞað eru ekki einasta hlutafjáreigendur sem verða fyrir barðinu á niðursveiflu á hlutabréfamarkaði. Öll heimili í landinu verða fyrir óbeinum áhrifum af verðfallinu. ,,Fyrstu áhrifin geta verið veiking krónunnar og það mun stuðla að aukinni verðbólgu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

 

 

Það er þá eftir allt saman allt sem bendir til að öll heimilin í landinu verði að borga skellinn af hlutabréfabrölti einstakra manna.  Þegar allt er á uppleið þá græða þessir menn á tá og fingri en í niðursveiflu skal hinn almenni launþegi borga.  Þetta er mjög hentugt fyrir okkur sem þjóð að hafa fengið öll þessi ósköp yfir okkur.  Þarna bera bankarnir mikla ábyrgð með því að lána nánast ótakmarkað til hlutabréfakaupa og ekki farið fram á önnur veð nema sjálf hlutabréfin og með réttu ættu þeir að taka á sig þennan skell.  Nú koma þær fréttir að bankarnir séu í stórum stíl farnir að innkalla þessi hlutabréf og selja síðan fyrir slikk, sem aftur eykur enn á vandann.


mbl.is Hlutafjárdýfan tekur alla með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvuleikir

leikirHjá flestum sem missa tökin á tölvuleikjanotkun sinni er um undirliggjandi vanda að ræða, eins og til dæmis einangrun, félagsfælni eða depurð. Þetta segir Björn Harðarson sálfræðingur sem hefur um nokkurra ára skeið fylgst með umræðu um þessi mál og gefið foreldrum ráð. Samkvæmt frásögn starfsmanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn hafa foreldrar greint frá því að börn skrópi í skóla vegna tölvuleikjanotkunar.

 

Hvers vegna þarf að tala um undirliggjandi vanda í stað þess að segja hlutina bara eins og þeir eru sem er einangrun, félagsfælni og depurð.  Af hverju þar alltaf að nota eitthvað stofnanamál sem fæstir skilja?  Er ekki ætlunin að þessar upplýsingar komi til sem flestra?  Það verður ekki gert með svona orðanotkun.


mbl.is Undirliggjandi vandi missi menn tökin á tölvunotkuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REI

BjarniBjarni Ármannsson stjórnarformaður í REI mun selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn í REI en sitja þó áfram sem stjórnarformaður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í viðtali við blaðið sagði Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður OR að það væri eðlilegt að Bjarni endurskoðaði aðkomu sína að fyrirtækinu eftir að samruni Geysis Green Energy og REI var ógildur.

Auðvitað er Bjarna frjálst að selja sinn hlut, en mér finnst að hann hefði um leið átt að segja af sér stjórnarformennsku.  Með því að selja sinn hlut er Bjarni nánast að lýsa því yfir að hann hafi ekki trú á framtíð þessa fyrirtækisins og mun þá stjórnarformennska einkennast af þeirri skoðun.  Eða er Bjarni bara eins og lítill krakki að ef hann fær ekki allt sem hann vill að þá fer hann bara í fýlu og vill hætta að leika?. 


mbl.is Bjarni Ármannsson selur OR hlut sinn í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrúfa

skrúfaLögreglan í Landskrona í Svíþjóð hefur engar vísbendingar um hver gæti hafa stolið tveimur skrúfublöðum af fjórum sem stóðu á hafnarbakka reiðubúin til samsetningar í skipsskrúfu. Málið er hið undarlegasta því þýfið er þungt, hvert skrúfublað vegur tvö tonn.

Þetta hafa verið hraustir menn því að í fréttinni er sagt að hvert skrúfublað sé tvö tonn að þyngd, en þeir stálu tveimur blöðum samtals 4 tonnum.  Ekki auðvelt verk þetta.


mbl.is Stálu hálfri skrúfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boy George

Boy George er aftur lentur í vandræðum.Popparinn Boy George kemur fyrir rétt í London í dag þar sem hann er sakaður um að hafa haldið 28 ára karlmanni föngnum gegn vilja hans með því að hlekkja hann við vegg. Mun Boy George sem er 47 ára og heitir í raun George O’Dowd hafa keypt blíðu þessa manns sem stundar vændi.

 

Margt er nú sér til gamans gert.  Er þetta ekki á réttu máli bara nauðgun, ekki er þetta venjulegt vændi.


mbl.is Boy George í klípu fyrir að hlekkja mann við vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband