Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Sátt

Guðmundur Kristjánsson.Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir segjast vona, að með kaupréttarsamningi við heimamenn í Vestmannaeyjum um sölu á tæplega þriðjungshlut bræðranna í Vinnslustöðinni til Ísfélagsins náist sátt um framtíðarrekstur Vinnslustöðvarinnar.

 Það hlaut að koma að því einhvern tíman að einhver sátt yrði um það sem, Guðmundur vinalausi kemur nálægt.  Batnandi mönnum er best að lifa, sagði einhver einhvern tíma.


mbl.is Vona að sátt náist um rekstur Vinnslustöðvarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegt á vígstöðvinum

Mynd 405764 Nóttin var með rólegra móti í höfuðborginni að sögn lögreglu þrátt fyrir nokkurn eril í miðborginni. Ein líkamsárás var skráð í bækur lögreglu, maður sem laminn var með glasi á veitingastað í miðbænum. Þá voru fimm teknir grunaðir um ölvunarakstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þetta er nú svo lítið að varla tekur því að ræða um það.  Fólk meira segja hætt að kasta af sér vatni a.m.k. þegar lögreglan sér til.


mbl.is Brotum á lögreglusamþykkt fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðaleikur

Er ekki orðið allt í lagi með okkar þingmenn á Alþingi, það virðist ekki vera.  Nú eru þeir á fullu að leika sér að því að finna nýtt orð yfir ráðherra og rökin eru það að ekki sé rétt að kalla konu herra.  Ég er alveg sammála því að kona getur aldrei orðið herra en hún getur verið ráðherra, það er ekki rétt að slíta orðið ráðherra svona í sundur.  Konur eru í auknum mæli að hasla sér völl í störfum sem áður þóttu eingöngu karlastörf og má þar benda á að konur eru í dag starfandi bæði sem flugstjórar, skipstjórar og sýslumenn,alþingismenn,læknar.  Kona hefur verið forseti, eins eru konur bílstjórar, skrifstofustjórar, gjaldkerar, bókarar og margt fleira mætti telja til.  Orðið ráðherra er orðið fast í okkar tungu, hvort við erum að tala um karl eða konu og er ákveðið embættisheiti og enginn með fullu viti þarf að misskilja það þótt kona sé í slíku embætti, við bæði heyrum og sjáum hvort kynið er.  Öll þau orð sem nefnd hafa verið finnst mér fáránlega vitlaus og við getum alveg jafnað mun á milli kynja án þess að fara af stað með svona vitleysu.  Í Guðanna bænum gerið þið nú eitthvað á Alþingi sem er mikilvægara en þessi vitleysa er.


Bréf Elsu

Ég sagði frá því í gær að ég ætlaði að fjalla aðeins um bréf Elsu vegna ákveðins dóms Hæstaréttar.

Eins og Elsa segir í sínu bréfi, var arfurinn sem slíkur ekki aðalatriði þeirra sem sóttu þetta mál, heldur að reyna að koma í veg fyrir fyrir misbeitingu þeirra sem minna mega sín og ekki hafa tök á að verja sig.  Engin ný gögn voru lögð fram við meðferð málsins fyrir Hæstarétti varðandi andlega heilsu konunnar enda var veslings konan mjög illa á sig komin andlega eins og sjúkragögn staðfesta.  En konan var þungt haldin af Alzheimer sem eins og flestum er ljós hefur þau áhrif að viðkomandi fylgist illa með og smátt og smátt fer viðkomandi nánast inn í eigin heim sem lokaður er öðrum, hann missir fljótt minnið og hættir að fylgjast með hvað er að gerast í hans nánasta umhverfi og jafnvel þekkir ekki eða skilur sína nánustu ættingja.  Læknir sá er annaðist viðkomandi konu gaf læknaskýrslu 10 mánuðum áður en hin umdeilda erfðaskrá var gerð og segir þar m.a. að hún hafi verið komin með gleymsku, sem hafi byrjað 1993 og að hún hafi funkerað illa nema með systur sinni, auk þess sem niðurstaða myndatöku hafi sýnt að um Alzheimersjúkdóm var að ræða.  Lét sérfræðingurinn í öldrunarlækningum þau orð falla við dómkvaðningu í Héraðsdómi sem Hæstiréttur notar síðan sem sem lykilorð við sinn úrskurð.  Hvorugur þeirra lögfræðinga sem komu að gerð erfðarskrárinnar kynntu gömlu konunni innihald hennar og hvorugur sá ástæðu til að óska eftir læknisvottorði, þrátt fyrir mikil veikindi gömlu konunnar.  Hæstiréttur sá þó ástæðu til að geta þess að um formgalla væri að ræða.

Ég er ekki löglærður maður og þær skoðanir sem ég set fram eru einungis byggðar á því að ég tel mig, þrátt fyrir mín veikindi, hafa heilbrigða hugsun í lagi og þar sem Hæstiréttur bendir á að formgalli hafi verið á erfðarskránni, þá hefði ég talið að um leið væri hún ógild.  Út á hvað braut er Hæstiréttur að fara að kveða upp dóm sem byggir á gölluðu skjali.  Taka þeir gott og gilt hvað sem er hversu gallað og vitlaust sem það er?  Maður hefur nú kynnst ýmsu skrýtnu um ævina en alltaf hef ég borið virðingu fyrir Hæstarétti og talið að hann fylgdi ávallt þeirri reglu að sannleikurinn í hverju máli væri það sem þyngst ætti að vega í hverju máli.  En eftir að hafa lesið bréf Elsu og kynnt mér frekari málavexti er virðing mín fyrir Hæstarétti minni en engin.  Ég hef sjálfur orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera dæmdur af Hæstarétti og þurfti í framhaldi af því að sitja í fangelsi í nokkra mánuði, en miðað við þennan dóm hefði ég getað sloppið ef mig hefði grunað að hægt væri að spila með Hæstarétt og jafnvel leggja þar fram gölluð skjöl.  Ég held að Elsa hitti alveg naglann á höfuðið þegar hún segir í bréfi sínu; "Ég held að dómur þessi hafi í raun ekkert með málið að gera.  Það var bara yfirskyn.  Það vill svo til að annar lögfræðingurinn er tengdadóttir erfingjans, læknisins á Akureyri, samdi þessa erfðaskrá sem um er að ræða og sagði í vitnaleiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur ekki muna eftir því hvort hún hafi farið yfir eða lesið innihald erfðarskrárinnar fyrir systrunum.  Lögbókandinn lögfræðinautinn sagði fyrir dómi að hann hefði ekki kynnt systrunum innihald erfðaskrárinnar."  Það virðist því í raun hafa verið ásetningur Hæstaréttar að standa vörð um lögfræðistéttina og passa að ekki félli blettur á hana og þá kemur aftur að því sem ég hef áður sagt að samtrygging hinna ýmsu stétta hér á landi er með ólíkindum og ekki er það svo skárra þegar eiðsvarin vitni hreinlega ljúga fyrir dómsstólum til að þóknast ákveðnum aðilum til að fá fram fyrirfram ákveðna niðurstöðu.  Þótt það komi ekki fram í bréfi Elsu er mér kunnugt um að læknir sá sem annaðist gömlu konuna ákvað að taka hana af lyfi því sem henni var gefið við Alzheimersjúkdóminum til að kanna hvaða áhrif það kynni að hafa.  Þá var konunni samt gefið lyfið áfram og við nánari athugun kom í ljós að læknirinn ungi sem fékk arfinn hafði gefið út lyfseðla fyrir lyfinu og ákveðið án samráðs við þann læknir sem annaðist konuna, að hún ætti að taka þetta lyf áfram.  Þannig að ljóst er að hinn ungi læknir sem nú fagnar nýfengnum arfi, braut allar siðareglur lækna og ætti með réttu að vera sviptur sínum læknisréttindum og sama ætti að gilda um lögfræðingana tvo sem sömdu þessa umdeildu erfðaskrá.  Ég hef heyrt margar ljótar sögur þegar verið er að hafa fé af gömlu fólki sem ekki veit lengur sínu fulla viti, en þetta er það allra ljótasta sem ég hef heyrt um.  Því þarna er hreinlega um skipulagðan glæp að ræða með þátttöku fjölda manns og svo kórónar Hæstiréttur alla vitleysuna og um leið glæpinn með sínum fáránlega dómi.  Ef Hæstiréttur ætlar að standa undir nafni ætti hann að sjá sóma sinn í því að taka þetta mál upp aftur, annars er hætt við að lítill munur verði á honum og dómstóli götunnar.  Þá verður heldur betur veisla hjá glæpamönnum þessa lands.  Einnig ætti Landlæknisembættið að huga að sínum þætti í þessu ljóta máli.  Mál þetta er ljótur blettur á okkar íslenska dómskerfi.

Nú getur allur undirheimalýðurinn komið fram í dagsljósið og gert hvað sem þeim sýnist, því HÆSTIRÉTTUR er lamaður og óvirkur eins og ástandið er nú á þeim bæ.

Ég vil að lokum taka skýrt fram að ég hef persónulega engra hagsmuna að gæta í þessu máli, fór í byrjun að skrifa um þennan dóm vegna þess að hann vakti athygli hjá mér, ég las hann á vef Hæstaréttar og síðan fékk ég bréfið frá Elsu og fór þá að afla mér sem mestrar upplýsinga um hvað þetta snérist í raun og veru.  Ég hef einnig alltaf verið mjög gagnrýninn á hið svokallaða samtryggingarkerfi í okkar þjóðfélagi og er það af þeirri ástæðu EINNI sem ég hef verið að skrifa um þetta mál.  En bréfið hennar Elsu mun áfram vera til skoðunar undir liðnum Hæstiréttur vinstra megin á síðunni.


Hæstiréttur

Ég skrifaði fyrir stuttu síðan grein um furðulegan dóm Hæstaréttar og nú hefur mér borist bréf frá konu sem býr í Englandi sem er tengd þessu máli og hún biður mig að birta sína frásögn af þessu máli.  Samkvæmt mínum vinnureglum á þessari síðu er mér bæði ljúft og skylt að verða við þeirri bón.  Þar sem þetta bréf vekur upp margar spurningar í sambandi við okkar réttarkerfi hvet ég alla til að lesa þetta bréf en ég setti það undir liðnum vinstra megin á síðunni og ef smellt er á myndina undir nafninu Hæstiréttur opnast síða, þar sem bréfið er og einnig vil ég benda á að neðst til vinstri á síðunni sem opnast er hægt að stækka hverja síðu að ósk hvers og eins.  Um efni bréfsins ætla ég síðan að fjalla meira um á morgun í nýjum pistli.

 


Of mikil lífsgæði

Mynd 445471„Þetta segir okkur einfaldlega að við höldum ekki nægilega vel á spöðunum og höfum of mikið fyrir lífsgæðunum," segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um þá staðreynd að Ísland er í 18. sæti yfir lönd með mesta landsframleiðslu á klukkustund, en í 5. sæti OECD- ríkja hvað varðar mesta landsframleiðslu á mann. 

Stefán segir landsframleiðslu á klukkustund vera mun betri mælikvarða á lífskjör þjóðar og skipan efnahagsmála en landsframleiðslu á mann. „Ef við værum öll í þrælabúðum með 80 stunda vinnuviku gætum við eflaust kýlt upp framleiðsluna á mann. En lífskjörin yrðu hins vegar töluvert verri fyrir vikið. Rannsóknir hafa sýnt fram á sterkt samband á milli langs vinnutíma og lítillar framleiðslu á klukkustund, enda eykur vinnulengd þreytu starfsmanna og dregur þannig úr nýtingu á vinnustundum," segir Stefán.

Sem dæmi leiddi yfirvinnubann hér á landi á níunda áratugnum í ljós að hægt var að ná sömu afköstum á styttri vinnutíma, og stytting hámarksvinnutíma í Frakklandi virðist ekki hafa leitt til minni landsframleiðslu.

Ég er sammála Stefáni hvað þetta varðar, en þetta á ekki aðeins við um vinnustaðina, heldur fer þetta líka inn á heimili fólks.  Það er staðreynd að þetta mikla lífsgæðakapphlaup kemur líka fram í því að foreldrar eyða sífellt minni tíma með börnum sínum sem aftur leiðir til að börnum er hættara við að lenda í slæmum félagsskap, fara fyrr að neyta áfengis, reykja og síðan koma eiturlyfin.  Það er margoft sannað að besta forvörn í öllum þeim málum er að foreldrar gefi sér meiri tíma með börnum sínum.  Það getur verið flott og fínt að eiga stórt hús búið öllum flottustu húsgögnum, fína og flotta bíla og vinna og vinna til að ná því takmarki, en ansi er það nú lítils virði á móti lífi barns.  Börnin eru dýrmætustu eign sem nokkur maður getur eignast og því ber að varðveita hana sem slíka.  Þeir foreldrar sem hafa orðið fyrir þeirri skelfilegu reynslu að missa barn sitt, sjá þá allt í einu hvað hinir dauðlegu hlutir eru lítils virði.  Við eigum að gera allt til að láta okkar börnum líða vel og hugsa vel um þau.  Vinnan er nánast aukaatriði borið saman við hamingjusamt barn.


mbl.is Höfum of mikið fyrir lífsgæðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing

Höfuðstöðvar Kaupþings í Reykjavík.Skuldatryggingaálag á skuldabréf Kaupþings er of hátt að mati greiningardeildar fjárfestingarbankans Merrill Lynch, en bankinn gaf nýlega út nýja skýrslu þar sem m.a. er fjallað um tryggingaálag á skuldabréfum íslenska bankans

Jæja þetta eru þó góðar fréttir, enda er þetta minn viðskiptabanki, svo það hlaut að vera allt í lagi hjá þeim.  Ég hef verið í viðskiptum við allnokkra banka í lífinu en hvergi hef ég fengið eins góða þjónustu og hjá Kaupþing.  Þótt það sé sparisjóður nánast beint á móti húsinu sem ég bý í dettur mér ekki í hug að skipta um banka.  Kaupþing er einfaldlega besti bankinn. 


mbl.is Tryggingaálagið of hátt hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmungar

Að minnsta kosti þrír létust og 100 slösuðust í dag þegar brú hrundi í Bangladesh. Brúin hrundi þegar þúsundir flykktust yfir hana á flótta undan hvirfilbyl í átt að flóttamannabúum.

Það á ekki af þessu aumingja fólki sem þarna býr, að ganga.  Nýbúið að fara þarna yfir fellibylur sem tugir þúsunda létu lífið og svo bætist þetta við.  Ég virkilega finn til með þessu aumingja fólki, sem ekkert hefur til saka unnið nema það eitt að hafa fæðst þarna og búið.  Vonandi fer nú eitthvað að rofa til í lífi þessa fólks, það er hreinlega ekki hægt að leggja meiri byrgði á það.


mbl.is Brú hrundi í Bangladesh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetur

Víða er vetrarlegt um að litast á vegum landsins.Víða er snjór og hálka á vegum landsins. Þannig eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku, snjóþekja á Fróðárheiði og hálkublettir víða á Snæfellsnesi. Þá er stórhríð á Mývatnsheiði og víða skafrenningur á Austurlandi

Þetta kemur nú sennilega fæstum á óvart a.m.k. ekki þeim sem einhvertímann hafa búið á landsbyggðinni.  En svo furðulegt sem það er virðist suðvesturhornið í sérflokki hvað þetta varðar.  Því alltaf þegar byrjar að snjóa fara allir á límingunum og eru steinhissa og ekki bara einu sinni heldur er þetta svona á hverju ári.  Við búum nú einu sinni á Íslandi og þar kemur vetur og það raunverulegur vetur, yfirleitt með snjókomu og frosti.  Þessu breytir enginn þótt vilji væri fyrir hendi, þetta er bara svona og verður svona.


mbl.is Víða snjór og hálka á vegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landslið

Steven Gerrard vonsvikinn eftir tapið gegn Króatíu. Hann...Þó leikmenn enska landsliðsins í knattspyrnu hafi fallið á lokaprófinu, tapað fyrir Króötum og misst af því að komast í úrslitakeppni EM, fá þeir ágætis laun fyrir þátttökuna í undankeppninni. Greiðslur til einstakra leikmanna fyrir landsleikina nema allt að 19 milljónum króna.

Er þetta eðlilegt að fá allt að 19 milljónir í greiðslur fyrir að komast ekki áfram?.  Fer ekki að verða best fyrir liðsmenn enska landsliðsins að hreinlega tapa öllum sínum leikjum.  Það hlýtur að gefa þeim hæstu launin , miðað við þetta.


mbl.is Góð laun fyrir að komast ekki áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband