Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Tryggingar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu bílaleigu, sem gert var að greiða 30 milljónir króna í virðisaukaskatt af viðbótartryggingum, sem félagið seldi þegar bílar voru teknir á leigu.

Allstaðar þar sem ríkið sér einhver aur er um að gera að koma klónum yfir þá. 


mbl.is Mátti ekki selja tryggingar án virðisaukaskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er best í heimi

Nú hefur einhver stofnun út í heimi sem ég man nú ekki hvað heitir, enda skiptir það engu máli, komist að þeirri niðurstöðu að best sé að búa á Ísland og spörkuðum við Noregi úr efsta sætinu með stæl enda voru þeir búnir að vera þar alltof lengi eða í 6 ár samfellt.

Nú held ég að hinir svokölluðu aðilar vinnumarkaðarins ættu að fara að hugsa sinn gang.  Auðvitað væri best að framlengja núverandi kjarasamningunum óbreyttum til a.m.k. 10 ára.  Fólk hefur ekkert að gera með meiri peninga, allir hafa nóg.  Allt sem hefur verið í umræðunni um léleg kjör hinna ýmsu stétta er greinilega lygi.  Aldraðir og öryrkjar ættu nú bara að steinhalda kjaft og þakka fyrir það sem þeir fá, því í raun og veru er sá hópur afætur á samborgurum, sínum.  Á Íslandi eru lífskjörin best, menntunin best, heilbrigðiskerfið best og nánast sama hvað er skoðað allt er best.   Að vísu getum við ekki enn gefið fólki heilsuna aftur en ef slíkt væri hægt eru til nægir peningar til þess og í staðinn er dælt peningum til þeirra sem eru sjúkir svo þeir geti veitt sér allt sem þá langar til.  Það væri sennilega best að hætta að lækna fólk og gefa því lyf það kostar svo mikið og láta fólkið hreinlega deyja og láta aldraða og öryrkja bara svelta til dauða.  Við eru nú ekki nema rétt um 300 þúsund hræður og í raunverulegum býsness þykir nú 10% afföll ekkert stórmál, þannig að þótt við þyrftum að losa okkur við um 30 þúsund manns væri nú heimurinn ekkert að hrynja.  Slátraði Hitler ekki einhverjum milljónum og Stalín öðru eins.  Við þyrftum þá ekki að vera að standa í því að byggja rándýr sjúkrahús með tilheyrandi tækjakosti og svo er reksturinn á þessum stöðum alltof dýr fyrir okkur.  Við ættum að breyta öllum þessum stöðum í dýraspítala og hótel fyrir gæludýr og þá fyrst stæði þessi reksturinn undir sér.

Það þýðir ekkert að vera með eitthvað nöldur um slæmt ástand hjá einhverjum og erfitt sé að eignast húsnæði.  Því að þessi könnun sem ég var að vitna í hér að ofan er gerð af virtri stofnun og fyrst við höfum náð fyrsta sætinu skulum við verja það með kjafti og klóm.  Það vantar ekkert húsnæði á Íslandi bara í Reykjavík standa heilu blokkirnar auðar og dagblöðin eru yfirfull af auglýsingum um íbúðir til sölu.  En auðvitað þarf fólk að kaupa þessar íbúðir og borga fyrir þær og þar, sem nú er full sannað að allir sem vilja eigi nóg af peningum er það ekkert nema níska og leti að kaupa sér ekki íbúð.  Allur fyrirsláttur um erfiðleika við íbúðarkaup er bara hrein og klár lygi.

Ísland er sem sagt nr, 1 á lista yfir þær þjóðir sem best er að búa og ég segi bara að lokum; "Þarf að ræða það eitthvað?" 


Geir

Geir H. Haarde.Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur verið boðið að flytja fyrirlestur á jólafundi sænska viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í morgun. Mun Geir fjalla þar um hvernig hægt sé að búa til hagkerfi í fremstu röð í heiminum.

Hvað getur hann kennt Svíum?  Væri ekki nær fyrir Geir að nota sína hæfileika til að hafa stjórn á okkar eigin efnahagsmálum sem allt er í eintómri vitleysu.  Er hann kannski að kenna Svíum stjórnleysi.


mbl.is Geir fræðir Svía um íslensk efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófriður

Hvað er eiginlega að ske í Vestmannaeyjum, sl. sumar urðu mikil átök í kringum eignarhald á Vinnslustöðinni, þegar þeir Stillu-bræður reyndu að yfirtaka félagið, en með samstilltu átaki heimamanna tókst að hindra þessa yfirtöku.  Í framhaldi af því var ákveðið að taka félagið af hlutabréfamarkaði. Í framhaldi af því höfðu þeir Stillu-bræður ekki áhuga á að eiga sín hlutabréf áfram og seldu bréfin til Íshúsfélags Vestmannaeyja.  Maður hefði nú ætlað að almenn ánægja væri nú með að Vinnslustöðin er nú alfarið í eigu heimamanna og allur kvótinn verður áfram í Eyjum.  En í viðtali við forstjóra Vinnslustöðvarinnar kemur fram að hann er greinilega ekki ánægður.  Ég spyr því;  Hvað er nú að?  Seldu þeir stillu-bræður ekki réttum aðila sín hlutabréf?  Er í gangi mikið ósætti á milli þessarar fyrirtækja? Hvað þarf að gera svo Eyjamenn séu ánægðir?

 Mér finnst þetta hið stórundarlegasta mál og skil ekki hvað er að angra Eyjamenn núna.  Verða þeir kannski aldrei ánægðir?


Hjónaskilnaðir

Það er ekkert grín að lenda í hjónaskilnaði, þótt atvikin hagi því oft þannig að ekki er annað til ráða.  Við hjónin skyldum eftir nær 30 ára sambúð en þá var okkar nánast kominn í óleysanlegan hnút sem ég hafði skapað með minni framkomu, mikilli drykkju og tilheyrandi framhjáhaldi.  Þess vegna gat ég ósköp vel skilið afstöðu minnar eiginkonu, ég átti mér engar málsbætur og því fór sem fór.  Fyrst í stað er maður algerlega ringlaður og vill vart trúa að þetta hafi skeð og oft er maður hreinlega að telja sjálfum sér trú um að þetta sé bara draumur sem maður eigi eftir að vakna upp af, en smátt og smátt skynjar maður hina bláköldu staðreynd að hjónabandið er búið og maður stendur allt í einu einn.  Sem betur fer fór þessi skilnaður fram í fullri sátt án allra deilna sem oft vill verða í slíkum málum, eins vorum við hjónin það heppinn að þrjú af okkar elstu börnum voru orðin uppkomin og búin að stofna sínar eigin fjölskyldur en við áttum eina dóttur sem var aðeins 9 ára gömul.  Okkur þótti báðum sjálfsagt að hún yrði áfram hjá móður sinni því við vorum sammála að slíkt væri best fyrir barnið.  Við skilnaðinn leystist heimilið auðvitað upp og ég leigði mér litla íbúð og þótt um það væri samið að dóttirin ætti að vera hjá mér aðra hvora helgi, fannst okkur ekki taka því að vera að þvæla barninu á milli húsa en við bjuggum bæði á Bíldudal.  Auðvitað voru viðbrigðin mikil, maður missir ekki aðeins eiginkonuna heldur missir maður einnig sinn besta vin til 30 ára.  Ég fann ekki svo mikið fyrir þessu fyrstu árin, því ég var alltaf út á sjó og þar hafði ég góðan félagsskap.  Við vorum á þessum tíma mikið að gera út frá Ólafsvík og var sá háttur hafður á að safna saman helgarfrýjunum og þegar skipsfélagar mínir fóru heim til Bíldudals var ég alltaf eftir og drakk mig blindfullan og eyddi svo kvöldunum við drykkju á ákveðnum pöbb í Ólafsvík en svaf um borð í mínum klefa.  Eins kom fyrir að ég fékk mér gistingu í Ólafsvík.  Þegar skipsfélagarnir komu úr helgarfríinu var ég yfirleitt kominn um borð og búinn að setja bæði ljósavél og aðalvél í gang, kveikja öll ljós og hafa allt klárt fyrir brottför.  Þó lenti ég einu sinni illa í því en þá stóð þannig á að það hafði bilað sjálfvirka dælan sem sá um að dæla olíunni uppá daghylkið fyrir vélarnar og ætlaði ég að gera við það í einu fríinu þegar hinir fóru allir til Bíldudals en sonur minn sem var skipstjóri á bátnum spurði mig áður en hann fór hvort ég vildi ekki þiggja að hann útvegaði mér gistingu á Gistiheimilinu í Ólafsvík svo ég þyrfti ekki að hanga aleinn um borð í bátnum og þáði ég það, þetta var á föstudegi.  Þegar allir voru farnir fór ég niður í vélarúm en hægt var að dæla upp á daghylkið með því að stýra dælunni handvirkt og fyllti ég daghylkið en skildi samt eftir ljós í mastrinu svo ég gæti séð frá gistiheimilinu ef ljósavélin stoppaði.  Síðan fór ég á Gistiheimilið og fékk mitt herbergi og síðan beint á barinn sem þarna var og hittist svo á að það átti að vera dansleikur þarna um kvöldið.  Ég ætlaði nú bara að fá mér eitt glas og fara svo að sofa og vakna snemma um morguninn og fara og koma dælunni í lag. Þegar fyrsta glasið var búið fannst mér allt í lagi að fá mér annað, ég yrði bara fljótari að sofna, bæði glösin voru tvöfaldur vodki í kók.  Þegar ég er búinn með seinna glasið og er að hugsa um að fara að sofa, þá er kallað í mig og ég boðinn að ákveðnu borði.  Alltaf frestaði ég því að fara og athuga með ljósavélina og svo hófst dansleikurinn og að honum loknum fór ég að sofa.  Þegar ég vakna síðan skelþunnur á laugardagsmorgun var fyrsta sem ég gerði að fara fram á barinn og tókst að væla út að fá afgreitt eitt glas.  Ég settist með það við borð og var ákveðinn að fara strax niður í bátinn þegar heilsan færi að lagast.  En í þann mund sem ég er að standa á fætur kemur maður inn og sest hjá mér og reyndist það vera háseti á bát sem lá við hliðina á okkar bát og var hann að bölva öllum snjónum sem væri úti og sagðist vera að koma frá höfninni, ég spurði hann hvort hann hefði tekið eftir því hvort ljósavélin hjá mér væri í gangi og hann sagði að hún hefði verið það.  Taldi ég þá allt vera í lagi og sátum við þarna fram eftir degi en keyptum þá heila flösku af víni og bland og fórum inn á herbergi og sátum þar við drykkju fram á kvöld.  Sunnudagurinn fór á sömu leið stanslaust fyllirí og var ég rétt ný sofnaður þegar hurðinni er allt í einu svipt upp og inn æðir sonur minn og spyr hvern andskotann ég sé að gera.  Því þegar þeir komu frá Bíldudal og ætluðu um borð í bátinn hefð'i verið dautt á öllu og allt orðið ískalt.  Sagðist hann vera búinn að koma ljósavélinni í gang og nú skyldi ég koma strax um borð, því hann ætlaði að fara á sjó klukkan fimm um morguninn og sér sýndist að mér veitti ekki af einhverjum svefni áður.  Næsti dagur var hræðilegur að draga netin í skítakulda og hálfgerðri brælu og skelþunnur í þokkabót en mér tókst að þrauka þetta og ekki var fallegt augnaráð sem ég fékk frá skipsfélögunum eftir að þeir höfðu mætt til skips og allt ískalt.  Ég hélt áfram á sjónum en síðan skeður það haustið 2003 að ég lendi í slysi, flækist í dragnót sem við vorum að kasta og slasaðist það illa að það blæddi inn á heilann og ég lamaðist algerlega á vinstri hlið.  En eftir hálft ár á Reykjalundi gat ég farið að ganga á ný og fékk einnig leyfi til að aka bíl, en enga vinnu gat ég stundað.  Þá fyrst fór ég að gera mér alvarlega grein fyrir hvað ég hafði misst mikið við hjónaskilnaðinn.  Og sannast þar málshátturinn "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur."  Þannig að ég ráðlegg öllum að hugsa sig um tvisvar og reyna allt sem hægt er áður en fólk lætur sér detta í hug hjónaskilnað.  Nú sit ég bara einn og vorkenni sjálfum mér.

Skrifað frá eigin brjósti

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um hina miklu vanlíðan og ömurleika sem við öryrkjar fáum um hver mánaðarmót, þegar við erum rækilega minnt á hvað okkar báborgnu kjör eru. En nú ætla ég að skrifa um þann hrylling sem er í mínu tilfelli framundan, en þar á ég við um jólamánuðinn að vísu fáum við svokallaða desemberuppbót sem var síðast kr. 30.000,- og á ég ekki von á að sú upphæð verði hækkuð.  Frá þessari upphæð er síðan dreginn skattur 35,72% eða kr. 10.716,oo og er þá eftir aðeins kr. 19.284,oo, sem er sú upphæð sem okkur er ætluð til að kaupa jólagjafir fyrir börn og barnabörn auk þess jólamatinn, sem við verðum oftast að nálgast hjá einhverjum hjálparstarfssamtökum sem aðstoða fátækt fólk og þar þarf maður að bíða og bíða í langri röð og svo getur farið að þegar maður er kannski að nálgast dyrnar, þá er öllu lokað því tíminn fyrir úthlutunina er liðinn.  Núna verða þriðju jólin hjá mér eftir að ég flutti til Sandgerðis og þótt ég hafi vissulega eignast hér vini og kunningja á ég hér enga ættingja mínir vinir og kunningjar dvelja að sjálfsögðu hjá sínum ættingjum.  Elst sonur minn býr í New York, elsta dóttir mín býr í Edinborg í Skotlandi, hin börnin mín tvö búa vestur á Bíldudal og þótt ég vildi heimsækja eitthvað minna barna um jólin þá dugar þessi desemberuppbót ekki einu sinni fyrir flugfarinu, gæti kannski dugað fyrir flugfari til Bíldudals en þá væri ekki eftir neitt til að kaupa jólagjafir.  Í því húsi sem ég bý í er hægt að fá mat keyptan í hádeginu á virkum dögum og um jólin er öllu lokað.  Ég hef því liðna aðfangadagar horft á hvern bílinn eftir annan koma hér að húsinu til að sækja ættingja í jólaboð.  Þar sem ég bý einn og er með vinstri hendi lamaða, get ég þó eldað mat þótt slíkt sé ekki auðvelt, enda starfaði ég á sínum tíma sem kokkur á sjó, þá er það alltaf jafnt ömurlegt að setjast einn til borðs á aðfangadagskvöldi og þótt ég kveiki á einu kerti nær það ekki til að birta til í mínum huga.  Yfir mig færist mikill einmannaleiki og ég spyr hvað hef ég gert af mér til vera dæmdur í slík örlög.  Eftir matinn og uppvaskið fer ég síðan og opna þá fáu jólapakka sem ég hef fengið og ekki eru þeir undir neinu jólatré, því slíkt set ég aldrei upp eftir að ég varð einn og ekkert skraut sem minna á jólin og í huganum rifjast upp þegar ég var giftur og átti mína fjölskyldu og raunveruleg "Gleðileg Jól" síðan eru lesin jólakortin og ef ég hef fengið bók í jólagjöf þá er hún tekinn, farið í rúmið og lesið þar til ég sofna, næstu dagar fara síðan í sjónvarpsgláp og lestur í biblíunni og græt örlög mín.  Um áramót endurtekur svo sig sama sagan.  Desember er hjá mér einn versti tími ársins því allstaðar er maður minntur á jólin og gleðina sem ég get engan vegin fundið fyrir.  Er ég því þeirri stundu fegnastur þegar þetta er allt afstaðið of hið daglega líf tekur við aftur í janúar.

Danska parið

Farþegaskipið Explorer skömmu áður en það sökkDanska parið Jan Heikel og Mette Larsen gleyma líklega seint trúlofunardeginum. Jan Heikel notaði tækifærið meðan þau skötuhjúin voru um borð í björgunarbáti á Suðurheimskautinu og biðu björgunar og bað unnustu sinnar. Mette Larsen sagði strax já.

Vonandi verður parið hamingjusamt og væri nú ekki upplagt að hafa sjálft brúðkaupið á Norðurpólnum, þá væri öll vitleysan í stíl.  Þá mætti líka spila "Danska lagið" með hljómsveitinni Nýdönsk.


mbl.is Trúlofun í björgunarbáti á Suðurheimskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnumarkaðurinn

Ástand á vinnumarkaði er gott um þessar mundir, atvinnuþátttaka mikil og atvinnuleysi með minnsta móti, segir á vefsíðu Alþýðusambands Íslands.

Einhvern veginn finnst mér fyrirsögin á fréttinni ekki vera í neinu samræmi við innihaldið.  Er ekki annars alltaf mikill óvissa á vinnumarkaði og allt að fara fjandans til, þegar kemur að gerð kjarasamninga.  Þá er alveg öruggt að þjóðarbúið þolir ekki eitt né neitt, að hækka einhvern í launum um eina krónu gæti kolvarpað öllu hagkerfinu og sent lífsgæðin út í hafsauga ef ekki lengra.


mbl.is Óvissar horfur á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ekki meiri sátt

Vinnslustöðin VestmannaeyjumÍsfélag Vestmannaeyja hf. og Fjárfestingafélagið Kristinn ehf. í Vestmannaeyjum hafa undirritað samning um kauprétt á öllum hlutum Stillu og fleiri félaga í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Um er að ræða tæplega þriðjungshlut í Vinnslustöðinni.

Hvað gengur eiginlega á þarna í Eyjum.  Nú er ekki lengur hægt að rífast yfir að þeir Stillu-bræður eigi stóran hlut í Vinnslustöðinni og á þá næst að rífast um hver keypti.  Seldu þeir óvart röngum aðila.  Ég er hreinlega hættur að skilja hvað er þarna í gangi.


mbl.is Ísfélagið vill kaupa hlut Stillu í Vinnslustöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn meiri sátt

 aaaaa                            Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf., segir að ákveðið verði á stjórnarfundi í næstu viku hvenær boðað verði til hluthafafundar í Vinnslustöðinni sem Stillu-hópurinn óskaði eftir fyrr í mánuðinum.

Nú var þetta ekki frágengið eða er þetta svona hátíðleg athöfn sem þarf að undirbúa vel.


mbl.is Ákvörðun um hlutahafafund tekin í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband