Danska parið

Farþegaskipið Explorer skömmu áður en það sökkDanska parið Jan Heikel og Mette Larsen gleyma líklega seint trúlofunardeginum. Jan Heikel notaði tækifærið meðan þau skötuhjúin voru um borð í björgunarbáti á Suðurheimskautinu og biðu björgunar og bað unnustu sinnar. Mette Larsen sagði strax já.

Vonandi verður parið hamingjusamt og væri nú ekki upplagt að hafa sjálft brúðkaupið á Norðurpólnum, þá væri öll vitleysan í stíl.  Þá mætti líka spila "Danska lagið" með hljómsveitinni Nýdönsk.


mbl.is Trúlofun í björgunarbáti á Suðurheimskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekki alveg hvort fólk getur sett sig í þau spor að hafa komist í björgunarbát við Suðurheimskautið.  Það hlýtur að vera hrikaleg lífsreynsla, og fólk ekkert of visst um að það bjargist.  Þá kemur yfir sú tilfinning að gera það sem maður hefur ætlað sér að gera lengi.  Þetta er velþekkt úr styrjöldum.  Ég skil þetta allavega mjög vel.  Þó ég hafi ekki lent í þessu sjálf.

Óska þeim alls góðs í framtíðinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ekki er það notarleg það er víst, en maðurinn ætlað nú að biðja dömunnar um borð í skipinu og var þess vegna tilbúinn með hringinn í vasanum.

Jakob Falur Kristinsson, 26.11.2007 kl. 17:06

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Fínt að fólk vill ennþá búsetja sig í Sandgerði, þessum annars rokgjarna plássi. Ertu búinn að hitta Gumma, það er sá sem gerir upp gamla bíla í bílskúrnum sem er svo þröngur að hann verður að skafa lakkið af bílnum til að koma honum inn og tekur auðvitað svaka tíma að pússa bílinn undir svoleiðis aðstæðum. En ég held nú að sú danska hafi ekki þorað annað en að játast  drengnum svona úti í ballarhafi í skítakulda og klaka allt um kring, skútan sokkin og allt vonlaust. Ég sé að þú ert aðdáandi Mats Wibe Lund sem er frábær blossari. Hann bauð mér vinnu þegar ég var ungur, en ég hafði ekki vit á taka þessu góða boði og sé eftir því ennþá. Var ekki einn Tappatogari skráður á Bíldudal, Pétur Thorsteinsson?

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 27.11.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband