Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Menntamálaráðherra

Nú hefur verið upplýst að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og eiginmaður hennar, Kristján Arason fv. framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, eru í hópi þeirra sem stofnuðu einkahlutafélag um hlutabréfaeign sína í Kaupþingi og eru þar með ekki persónulega ábyrg fyrir lántökum vegna hlutabréfakaupa.  Þess vegna er nafn Kristjáns Arasonar ekki á þeim lista sem hefur verið birtur yfir þá stjórnendur Kaupþings sem fengu niður fellda ábyrgð á lánum til hlutabréfakaupa.  Lánin falla einfaldlega á einkahlutafélagið sem verður þá gjaldþrota.  Öðrum eignum halda þau hjónin ósnertum.  Þessi gjörningur mun vera löglegur en eigi að síður er hann siðlaus.  Sjálfsagt hefur Kristján Arason greitt hluta af þeim hlutabréfum sem þetta félag á með eigin peningum, því hann mun hafa efnast vel í atvinnumennsku í handbolta á sínum tíma og er því að tapa hluta af sínu sparifé.  Þetta mál hlýtur að vera ansi óþægilegt fyrir Þorgerði Katrínu þar sem hún er ráðherra og varaformaður í Sjálfstæðisflokknum.  Í flestum lýðræðisríkjum myndi ráðherra segja af sér þegar svona mál koma upp.  En ekki á Íslandi, því hér hefur skapast sú venja að ráðherrar segi ekki af sér nema þeir hafi brotið lög í starfi sínu sem ráðherra.  Eigi að síður verður þetta ljótur blettur á annars glæsilegri framgöngu Þorgerðar í stjórnmálum.  Og að lokum:

Burt með öll spillingaröflin, hvar í flokki sem þau standa.


Nýju bankarnir

Það er alveg með ólíkindum hvað margir af stjórnendum hinna gjaldþota banka eru nú aftur komnir til starfa á sinn gamla vinnustað sem heitir bara öðru nafni.  Þar sinna þeir sömu störfum og áður eins og ekkert hafi í skorist.  Launin eru kannski eitthvað lægri en hugsunarháttur mananna hefur ekkert breyst.  Var það virkilega svo þegar við blasir stórfellt atvinnuleysi og jafnvel háskólamenntað fólk er farið að vinna á leikskólum, að ekki var hægt að finna aðra starfsmenn í hina nýju banka en þá sem voru í þeim gömlu.  Þetta bara gengur ekki upp.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem þau standa.


Sigurður Einarsson

Mynd 480413 Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, segir að stjórnendum bankans hafi alltaf þótt furðuleg ráðstöfun að Davíð Oddsson var gerður að formanni bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Sigurður staðfesti í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 að honum og Davíð hafi lent illilega saman á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Washington á síðasta ári þegar hann var spurður að því í þættinum.

Það kom einnig fram í þessum þætti að Davíð hefði hótað Sigurði því að ef þeir Kaupþingsmenn héldu sig ekki á mottunni þá myndi hann sjá til þess að Kaupþing færi í þrot.  Í framhaldi af þessu dró Kaupþing til baka umsókn sína um að fá að gera upp í evrum.  Svo er alltaf að segja við fólk að það megi ekki persónugera núverandi vanda þjóðarinnar í einum manni sem væri Davíð Oddsson.  En eftir að hafa hlustað á þetta viðtal virðist enginn hafa gengið lengra í að persónugera Seðlabankann en einmitt Davíð Oddsson.  Hann verður að víkja hvað sem það kostar.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes Smárason

Hannes SmárasonSumarið 2005 lét Hannes Smárason, þá stjórnarformaður FL, flytja án heimildar þrjá milljarða króna af reikningum FL til Kaupþings í Lúxemborg, til þess að hjálpa Pálma Haraldssyni við að greiða fyrir kaupin á lággjaldaflugfélaginu Sterling í Danmörku. Þetta kemur fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þetta gerði Hannes án vitneskju stjórnar og framkvæmdastjóra.  Enda sagði öll stjórnin af sér í kjölfarið og framkvæmdastjórinn hætti með 120 milljóna króna starfslokasamning í vasanum.

Stutt er síðan þessi sami Hannes var í viðtali í þættinum Markaðnum á Stöð 2 og þá kunni hann ráð við öllu og hneykslaðist á að eftirlitsaðilar hér á landi hefðu leyft útrásarvíkingunum að skuldsetja Ísland eins og komið hefur í ljós þegar þessi bóla sprakk.  Þetta eru svipuð rök og ef maður sem brýst inn í hús og stelur ásakar síðan lögregluna um að hafa ekki stoppað sig af áður.  Í þessu viðtali býðst Hannes til að aðstoða stjórnvöld við að komast út úr núverandi fjármálakreppu.  Ég held að stjórnvöld ættu nú ekki að fara að útvega þessum manni vinnu sem einhverjum ráðgjafa í lausn á málum sem hann kom þjóðinni í.  Nei takk Hannes Smárason. og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Lét flytja út af reikningum FL án heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbankinn

Upphæðir innlána á Icesave reikningum jukust ekki á þessu ári, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Það kom einnig fram í viðtalinu við Halldór að nægar eignir hafi verið til í Bretlandi fyrir öllum innistæðum á þessum reikningum.  Hvað er þá vandamálið?  Er ekki einfaldasta lausnin að nota þær eignir og greið út innistæður á þessum reikningum og forðast þar með öll frekari vandræði.  Eða er þetta ein lyginn í viðbót við allar hinar?

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


mbl.is Icesave upphæðir jukust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Það var fróðlegt að fylgjast með umræðum á Alþingi á dögunum, þegar hver þingmaðurinn eftir annan kom í ræðustól og kvartaði yfir frekju og yfirgangi ráðherranna.  Skipti á engu hvort um var að ræða stjórnarliða eða stjórnarandstæðinga.  Allir voru sammála um að Alþingi fengi lítið að koma að björgun efnahagslífsins og væri bara látið standa á hliðarlínunni og bíða eftir fréttum.  Ég spyr nú bara hvers vegna láta þingmenn fara svona með sig?  Af hverju sameinast þeir ekki um einhverjar aðgerðir og heimta svör frá ríkisstjórn.  Það er ljóst að gjaldmiðillinn krónan er ónýt og að ætla að taka stórt lán hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum bara til þess að reyna að koma krónunni á flot er brjálæði.  Því það liggur alveg skýrt fyrir að um leið og krónan verður sett á flot aftur mun hún falla um 40-50% og er þá lánið fljótt að gufa upp og við stöndum eftir bara með meiri skuldir en áður og verðbólgu eftir því.  Ætla menn aldrei að skilja það að sú peningamálstefna sem við höfum rekið, hefur algerlega brugðist.  Stöðugar hækkanir á stýrivöxtum hafa engu skilað og hvorki atvinnulífið eða heimilin í landinu þola 18% stýrivexti og að ætla að gera aðra tilraun nú með sömu peningamálastefnu mun setja þjóðarbúið endanlega á hausinn.

Sérstakur efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde, Tryggvi Þór Herbertsson er hættur vegna ágreinings um leiðir út úr kreppunni.  Í hans stað hefur Geir fengið norskan hernaðarráðgjafa, þvílíkt andskotans rugl.

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


Fjölmiðlar

Nú gerir Jón Ásgeir sér lítið fyrir og kaupir alla bestu bitana úr 365 miðlum og greiðir eins og ekkert sé 1,5 milljarða í peningum, sem hinn nýi Landsbanki lánar honum.  Þar með verður hann einn af stærstu eigendum Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið, sem verður þá eftir skilgreiningu Davíðs Oddsonar einn af Baugsmiðlunum.

Á virkilega að fara að endurtaka alla vitleysuna aftur og hinir nýju ríkisbankar muni fjármagna nýja útrás hjá þessum jólasveinum.  Ég hefði haldið að komið væri nóg í bili.

Nei takk nú þarf að hreinsa til og að lokum;

Burt með allt spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.


Icesave

Icesave reikningur LandsbankansFyrrverandi stjórnendur Landsbankans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja það rangt sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Markaðnum í dag um að Landsbankinn hafi ekki átt eignir til þess að setja á móti Icesave innistæðum. Segir í yfirlýsingunni að ef farið hefði verið að kröfum breskra yfirvalda þá hefði það verið brot á lánasamningum bankans og öll fjármögnun hans í uppnámi.

Á endalaust að halda áfram að ljúga að fólki, ef til voru nægir fjármunir í Landsbankanum af hverju voru þeir þá ekki fluttir til Bretlands?  Hvernig getur það verið brot á lánasamningum ef bankinn ætlaði að setja fram tryggingar til þeirra sem höfðu lagt fé inn á þessa reikninga og þar með lánað bankanum fé.  Er ekki komið nóg af allri vitleysunni.

Burt með allt spillingarliðið hvar í flokki sem þeir standa


mbl.is Segja að eignir hafi verið umfram skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin mikla útrás

Hin mikla útrás sem öllu átti að bjarga virðist hafa verið byggð á sandi, því þegar á reyndi hrundi allt eins og spilaborg.  Okkar miklu auðmenn áttu í raun aldrei neitt nema verðlausan pappír sem skiptu ört um eigendur og sífellt verðlögð hærra og hærra.  Einar Kárason, rithöfundur lýsir þessu á skemmtilegan hátt í grein sem hann skrifaði í eitt dagblaðið fyrir stuttu.  Þar sagði Einar frá bónda sem fékk 10 milljónir fyrir hundræfil.  Þegar nágranni bóndans fór að spyrja hann hvernig hann hefði farið að því að fá slík verðmæti fyrir hundinn, sem ekki hefði nú verið merkilegur.  Bóndinn útskýrði málið þannig:  "Ég skipti á hundinum og 8 hænum og var hver hæna metin á eina milljón og þá átti ég orðið átta milljónir en þá var bætt við flottum hana sem var metinn á tvær milljónir og þar með voru komnar 10 milljónir fyrir hundinn.  Svo á þetta örugglega eftir að hækka mikið í verði á næstu mánuðum því sá sem fékk hundinn tryggði mér að ég myndi ekki tapa á þessum viðskiptum því ef ég get ekki fengið 10 milljónir fyrir hænurnar og hanann, þá myndum við bara skipta aftur og þá fengi ég 2 milljónir fyrir hverja hænu og 4 milljónir fyrir hanann.  Þá ætti ég 20 milljónir og líka hundinn.  Svona verður maður ríkur." 

Það má segja að þessi frásögn sé gott dæmi um hvað hefur verið að gerast í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár og búið til alla auðmennina.  En það sem verra er að þessir auðmenn skuldsettu ekki bara sig sjálfa sig heldur alla íslensku þjóðina.

Ég horfði á Sigurð Einarsson fv. stjórnarformann Kaupþings í viðtali í þætti Björns Inga í sjónvarpinu fyrir rúmri viku.  Viðtalið var tekið í London þar sem Sigurður býr og þar fullyrti hann að hann ætlaði að axla sína ábyrgð á falli Kaupþings, en ekki kom fram hvernig hann ætlaði að gera það.  Kann kom fram í þessum þætti sem fórnarlamb og sagðist hafa tapað miklu á falli Kaupþings og nefndi sem dæmi að öll hans hlutabréf í bankanum væru verðlaus.  Aðspurður um hans stöðu nú svaraði hann því til að hún væri ekki góð og hann vissi það hreinlega ekki.  Ekki var þessi sami Sigurður að skýra frá því að hann væri að byggja 650 fm. sumarhús í Borgarfirði og væri nýbúinn að kaupa einbýlishús í London fyrir tvo milljarða eða alla þá peninga sem hann fékk í laun frá Kaupþingi í gegnum árin og voru nú engir smáaurar.  Svo ætlast þessi maður til að við teljum hann fórnarlamb sem beri að vorkenna.  Þvílíkt andskotans kjaftæði í einum manni.  Ég segi bara að lokum;

Burt með allt spillingarliðið hvar í flokki sem það stendur.


Spilling og aftur spilling

Það er orðinn nokkur tími síðan ég skrifaði hér á blogginu og ástæðan er sú að ég hef verið veikur.  Byrjaði á því að detta illa og rifbeinsbrotna og fékk síðan lungnabólgu í viðbót.  En nú mun ég reyna að bæta úr og skrifa eitthvað.

Það gengur mikið á þessa daganna í þjóðfélaginu, enda ekkert skrýtið þegar þjóðarbúið er nánast gjaldþrota.  Bankarnir hafa hrunið hver eftir annan og allt í steik í fjármálum landsins.  Við erum komnir í milliríkjadeilu við Breta og annað eftir því.  Enginn virðist vita hver raunveruleg staða þjóðarinnar er.  Skipaðar hafa verið skilanefndir yfir hinum þremur stóru bönkunum og þeir sem nefndirnar skipa eru allir með tengingu við gömlu bankanna með einum eða öðrum hætti.

Hvernig ætlast stjórnvöld til þessa að fólk trúi því að þeir menn sem komu okkur í þessi vandræði geti leitt okkur út úr þeim aftur.  Þórarinn V Þórarinsson framkvæmdastjóri SA kom með athyglisverða hugmynd um hvernig við gætum komið á sátt við Breta.  Hann bendir á að bankarnir þrír séu nú orðnir gjaldþrota og algengt sé að kröfuhafar taki yfir þrotabú og þess vegna ættum við að bjóða Bretum að eignast gömlu bankanna, þeir tækju þá nánast upp í skuldir.

Þegar Birna Einarsdóttir hinn nýi bankastjóri hins Nýja Glitnis var spurð um laun sín, neitaði hún að gefa þau upp og sagði aðeins að í dag væru enginn ofurlaun í Glitnir.  Síðan hefur komið í ljós að laun hennar eru kr. 1.750 þúsund á mánuði.  Þessi laun telur Birna því vera eðlileg laun í banka.  Einnig var hún einn af framkvæmdastjórum gamla Glitnis og tók sem slík þátt í að kaupa hlutabréf í bankanum fyrir 180 milljónir og fékk lán til þess hjá bankanum, en nú finnst ekki einn einasti pappír um þessi kaup og er fullyrt að tæknileg mistök hjá bankanum sé um að kenna.  Samt hefur gefið sig fram maður sem keypti hlutabréf í Glitnir sama dag og Birna og hans kaup fóru eðlilega í gegn.  Er ætlast til að fólk trúi svona andskotans kjaftæði.  Lárus Welding fv. bankastjóri Glitnis fékk sinn starfslokasamning en hann starfar nú samt áfram hjá bankanum sem ráðgjafi á fullum launum.

Nei nú þarf að hreinsa ærlega til og burt með allt spillingarliðið bæði ríkisstjórn, stjórnendur Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins, skilanefndirnar ofl.  Þá fyrst er hægt að fara að byggja upp að nýju.  Ég segi bara að lokum ;

Burt með allt spillingarliðið hvar í flokki sem þau standa.


« Fyrri síða

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband