Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Rekaviður

Rekaviðurinn hefur víða verið notaður, m.a. í... Talsvert hefur verið um rekavið undanfarna mánuði á vestfirskum ströndum. Ástæðan gæti verið að norðan- og norðvestanáttir með hægum vindi hafa verið áberandi. Nokkuð hefur borið á rauðvið.

Þetta er gott fyrir íbúa í hinum litla Árneshreppi á Ströndum sem Byggðastofnun telur að fari í eyði innan fimm ára ef ekkert verður gert til að skapa þarna fleiri atvinnutækifæri svo íbúum fari fjölgandi.

Ef einhver dugur væri nú í sitjandi ríkisstjórn þá er auðvelt að grípa þarna inn í.  Það æti að láta þetta sveitarfélag fá talsverðan þorskkvóta og koma af stað aftur fiskverkun í Norðurfirði.  Eins ætti að byggja þarna sláturhús og kjötvinnslu og leyfa bændum þarna að selja sjálfir sínar afurðir.  Það hefur verið rannsakað og sannað að kjöt af lömbum sem alast upp í miklu fjallendi er miklu betra en kjöt af lömbum sem alast upp á slétlendi.  Því þar sem eru fjöll þá reyna lömbin miklu meira á sig, sem aftur styrkir vöðva þeirra og fita hleðst ekki eins á lömbin. Þá fengju bændur í Árneshreppi örugglega mun hærra verð fyrir sínar afurðir en aðrir.  Besta aðstoð sem hægt er að veita einu sveitarfélagi er að aðstoða það til að geta bjargað sér sjálft.  Ég er viss um að ef þetta yrði gert myndi fjölga verulega í Árneshreppi.

En því miður er enfinn dugur eða vilji í ríkisstjórn til að gera nokkurn hlut.  Þar er bar sofið að feigðarósi í öllum málum.  Ekki bara hvað snertir Árneshrepp heldur allt þjóðfélagið.


mbl.is Meiri reki en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjanesbrautin

Reykjanesbraut hefur verið breikkuð á stórum kafla. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í for- og verkhönnun breikkunar Reykjanesbrautar úr tveimur akreinum í fjórar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar að Bikhellu, um 3,3 km.

Ætlar þetta engan endir að taka að klára þennan veg.  Það var lengi vel skilti þar sem á stóð að verið væri að tvöfalda Reykjanesbrautina og verklok í ágúst 2008.  En nú er enn eftir að bjóða hluta út.  Auðvitað varð gjaldþrot verktakans til að seinka öllu verkinu.  Vegagerðin samdi við Ístak um að ljúka við verkið og hafa þeir verið að vinna þarna undanfarið.  En þá kemur allt í einu upp að smáhluti af verkinu hefur ekki verið boðin út, var ekki hægt að láta Ístak klára allt verkið.


mbl.is Breikkun hluta Reykjanesbrautar boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frægt fólk

Miraval landareignin í Correns Suður-Frakklandi sem Jolie...Til slagsmála kom á milli öryggisvarða og dulbúins ljósmyndara sem brutust inn á landareign bandarísku kvikmyndaleikaranna Angelina Jolie og Brad Pitts í Frakklandi um helgina.

Það er ekki tekið úti með sældinni að vera frægur, stöðug áreit ljósmyndara ofl.  Þá held ég að sé bara betra að vera venjulegur Jakob öryrki á Íslandi.


mbl.is Blóðug slagsmál á landi Jolie og Pitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason óánægður

Nú skýtur Björn Bjarnason föstum skotum á borgarstjórann Ólaf F. Magnússon og á núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.  Þetta gerir Björn varðandi byggingu nýs húss fyrir  listaháskóla við Laugarveg.  Björn segir á bloggsíðu sinni "að þetta hafi sennilega verið of stór biti fyrir núverandi meirihluta að kyngja".  Hanna Birna Kristjánsdóttir sem á að verða segir að allur meirihlutinn standi bak við ákvörðun borgarstjóra um að ekki megi rífa tvö gömul hús við Laugarveg.

Ætli Birni Bjarnasyni sé ekki eins og svo mörgum sjálfstæðismönnum farið að ofbjóða hvernig borgafulltrúar Sjálfstæðisflokks láta Ólaf F. Magnússon þá kyngja sínum skoðunum hvað eftir annað.  Fyrst var það Bitruvirkjun og nú þessi húsbygging og gremja flokksmanna mun vera slík að þeir eru alvarlega að hugsa um að slíta þessu meirihlutasamstarfi.  Þeir meta einfaldlega stöðuna þannig að ef þetta heldur svona áfram er fylgi flokksins að hrynja niður og því skárri kostur að vera í minnihluta það sem eftir er af kjörtímabilinu en láta einn mann með ekkert fylgi á bak við sig nema frá sjálfstæðismönnum, niðurlægja flokkinn hvað eftir annað.  Það eru ekki nema tæp tvö ár í næstu kosningar og flokksmenn vona að á þeim tíma náist að vinna upp eitthvað af fylgi flokksins.  En sumir koma ekki aftur og hafa endalega yfirgefið þennan flokk sem skríður að fótum Ólafs F. Magnússonar og kyssir á tær hans.

Hvaða lögmál er það að öll hús við Laugaveg skuli vera í 19. aldar stíl.  Við erum nú einu sinn að byrja 21. öldina en Ólafur F. Magnússon er greinilega 19. aldar maður.  Hannvirðist því hafa fæðst 200 ára.


Tólf ættliðir

Þær Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Pálína Hjaltadóttir, Magnea... Það er sérstakt að sitja á spjalli með mæðgunum í Bæ í Árneshreppi á Ströndum og hugsa til þess að tólfti ættliðurinn undir þessu sama fjalli, að minnsta kosti, kom í heiminn í ársbyrjun.

Það munaði ekki um það bara tólf ættliðir búið á sama bænum og er ekkert á förum.  Þetta er dugnaðarfólk enda Vestfirðingar.  Þetta mun vera fámennasta sveitarfélag landsins.  En fólki líður vel þarna og er það gott.  Í Árneshreppi býr líka Illugi Jökulsson og hans fjölskylda og hefur Illugi verið duglegur við að auglýsa þetta litla góða samfélag.


mbl.is Tólf ættliðir undir sama fjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafró

Áhrifa olíuverðshækkana gætir víða, m.a. í útgerð rannsóknarskipa Hafrannsóknastofnunar.

Þetta er nú til að bæta gráu ofan á svart ef hafrannsóknarskipin komast ekki úr höfn vega þess að ekki eru til peningar fyrir olíu.  Einmitt á þeim tíma sem skipanna er mest þörf.  Hverskonar andskotans rugl er þetta er ekki alltaf verið að tala um að ríkissjóður sé útbólginn af peningum og ætti því að vera auðvelt fyrir ríkið að geta keypt olíu á skipin ef ekki þá finnst að jafnt eigi að ganga yfir alla og skammta eldsneyti á ráðherrabílana og þegar sá skammtur væri búinn yrði bílunum bara lagt og ráðherrar yrðu að fara um gangandi eða reiðhjóli..  Þetta er líka að ske hjá lögreglunni þeim hefur verið skipað að spara eldsneyti og geta varla að hreyfa lögreglubílanna.


mbl.is Strik í reikning Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bindindið ætlar að reynast betur en ég þorði að vona.

Nú eru komin rúm tvö ár frá því ég hóf áfengisbindindið mitt og fram að þessu hef ég forðast að fara inn á staði þar sem vín er haft um hönd.  En núna sl. laugardag var ég staddur í Reykjavík og þá hringir í mig kunningi minn og segist vera staddur á ákveðnum pöbb og hvort ég vilji ekki koma og spjalla við sig og aka sér síðan heim.  Ég var lengi hikandi en fór svo og þar sat vinurinn með hóp af fólki sem alt var blindfullt.  Ég pantaði mér bara kaffi og settist við borðið hjá fólkinu.  Það voru miklar umræður við borðið en ekkert af viti.  Alltaf þegar ég spurði vininn hvort hann ætlaði ekki að fara að drífa sig, var alltaf sama svarið "Eftir smástund, bara einn bjór í viðbót"  Ég var orðinn ansi pirraður og þreyttur eftir mikið labb í Smáralindinni fyrr um daginn.  Það var alltaf verið að bjóða mér bjór en ég hélt mig við kaffið og fór út af og til til að fá mér að reykja.  Svo kom að því að vinurinn var orðinn blankur og þá fyrst vildi hann fara heim og ók ég honum heim og þá bauð hann mér að gista hjá sér um nóttina og vegna þess hvað ég var orðinn þreyttur þáði ég boðið og ók svo heim í Sandgerð á sunnudagsmorgun.

Er ég bara mjög ánægður með sjálfan mig að hafa staðist þessar freistingar, því alltaf var verið að reyna að fá mér bjór.  Þessi reynsla gerir mig bara ákveðnari í bindindinu.


Ísbirnir

 „Það eru bara ráðnar hreindýraskyttur á 30 þúsund kall á dag,“ segir Friðrik Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi hjá Grunnuvík, um hópa á leið til Hornstranda. „Þetta er orðið mjög algeng hjá þeim sem þora að koma. Svo eru aðrir sem bara afpanta ferðirnar,“ segir hann og vísar þar til ótta við ísbirni á Hornströndum. Friðrik tekur fram að hann útvegi ekki skyttur.

Þeir ætla  að hafa mikil áhrif þessir tveir ísbirnir sem skotnir voru fyrir norðan fyrir stuttu.  Ég held nú að fólki sé óhætt að ganga um Hornstrandir.  Þar eru engir ísbirnir á þessum árstíma.  Ef fólk óttast ísbirni er auðvelt að kalla á hjálp og þar tekur ekki nema nokkrar mínútur að fljúga á Hornstrandir frá Ísafirði svo skotmenn væru komnir á staðinn um leið og sæist til ísbjarna.  Hins vegar geta ýmsar sögur valdið ótta hjá fólki og þá á það bara að sleppa því að fara á Hornstrandir.


mbl.is Vígvæðing á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignamarkaðurinn vaknar

 „Það er greinilegt að það stefnir í að júlímánuður verði heldur stærri hjá okkur en mánuðirnir á undan, bæði hvað varðar fjölda útlána og útlán í krónum talið,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.

Það er þó eitthvað til sem ríkisstjórnin hefur gert af viti í efnahagsmálunum.  En hætt er við að verktakar fari hægt af stað með byggingu nýrra íbúða á meðan bankakerfið er lokað fyrir nánast öllum fyrirtækum landsins.  Það eru líka til um 4.000 nýjar íbúðir sem á eftir að selja auk auðra íbúða sem ekki hafa selst en eigendur þeirra búnir að kaupa nýja íbúðir.


mbl.is Fasteignamarkaðurinn vaknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dragnótaveiðar

Á dragnótarveiðum. Skynsamlegt væri að loka tilteknum uppeldissvæðum fiskstofna fyrir dragnótaveiðum líkt og gert er fyrir veiðum með botnvörpu af ýmsum ástæðum. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Hafrannsóknarstofnunar.

Loksins kemur tillaga frá Hafró sem ég er ánægður með.  Dragnótaveiðar eru ættaðar frá Danmörk.  Þær voru fyrst og fremst hugsaðar til að veiða hinar ýmsu kolategundir á sandblettum.  En nú er farið að setja bobbingalengjur undir dragnætur til að geta líka veitt á harðari botni.  Dragnótin í dag er því farinn að líkjast meira venjulegum togveiðum.  Einnig er komið í flest skip sérstök dragnótaspil sem geta tekið allt að 2000 þúsund faðma af tógi.  Er því köstin gríðarlega stór og ekkert smáræðis magn af fiski sem þessi tóg smala saman.  Þessar veiðar hafa verið leyfðar inn á fjörðum og flóum og nánast upp í fjöru.  Því er skynsamlegt að dragnótin sé háð sömu skilyrðum og botntroll.  Þetta veiðarfæri drepur óhemju af fiski sem er of smár til að hægt sé að nýta hann og einnig drepur það mikinn fjölda seiða.  Ég hef verið á dragnótarbát og við fengum 10 tonna kast af þorski en ekki var hægt að hirða úr því nema um 2 tonn, hitt fór í hafið aftur og auðvitað steindautt.


mbl.is Ráðlegt að takmarka dragnótaveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband