Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Deildarmyrkvi á sólu

Sólmyrkvi. Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi á föstudagsmorguninn frá klukkan 8:15 í Reykjavík til klukkan 10:09. Myrkvinn nær hámarki klukkan 9:11 og skyggir tunglið þá á 59% af skífu sólar.

Það er eins og allt leggist á eitt að gera fólk nógu ruglað um þessa blessuðu verslunarmannahelgi.


mbl.is Deildarmyrkvi á sólu á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Féll á lygaprófi

Ísraelskur hermaður ógnar Palestínumönnum í Nablus á Vesturbakkanum. Ofursta í ísraelska hernum hefur verið tímabundið vikið frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir á því er undirmaður hans skaut bundinn Palestínumann í fótinn af mjög stuttu færi. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Kunna þeir ekki lengur að ljúga þessir menn.  Það ætti að senda þá á námskeið hjá Bush í USA, hann kann þetta 100%


mbl.is Ofurstinn féll á lygaprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrefnukjöt

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS. Konráð Eggertsson, hvalveiðimaður og formaður Félags hrefnuveiðimanna, ætlar í dag að selja hrefnukjöt sem hann veiddi í morgun í Ísafjarðardjúpi. Búið er að veiða 26 hrefnur af þeim 40 dýra kvóta, sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út fyrir þetta ár.

Svo eru andstæðingar hrefnuveiða að fullyrða að enginn markaður sé fyrir þetta kjöt en nú er Konráð að selja þetta á Ísafirði fyrir kr: 800- kílóið enda er þetta mjög gott kjöt.  Ég held að óhætt væri að gefa út veiðileyfi fyrir 100 hrefnur í viðbót við þessar 40.  Því að allt kjöt af þeim hrefnum sem veiddar hafa verið hefur verið selt jafnóðum og því óhætt að veiða meira svo eitthvað verði til fyrir veitingastaðina næsta vetur.

Þeir sem borð mest af hrefnukjöti á veitigarhúsum eru erlendir ferðamenn sem hafa farið í hvalaskoðunarferðir og langar til að smakka kjötið af þessum dýrum.  Þannig að þessar tvær atvinnugreinar geta vel farið saman.


mbl.is Hrefnukjöt selt upp úr bátnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr stjórnarsáttmáli

Ellert B. Schram alþingismaður Samfylkingarinnar skrifaði grein í Morgunblaðið og lagði þar til að nýr stjórnarsáttmáli yrði gerður á milli núverandi stjórnarflokka.  Telur Ellert að það hafi orðið svo miklar breytingar í þjóðfélaginu frá því núverandi stjórn tók við.  Þá hefði verið ,mikil þensla og uppgangur á öllum sviðum en nú væri samdráttur og stefndi í kreppu.  Þeir ráðherrar sem hafa verið spurðir úr báðum flokkum telja að þetta sé alger óþarfi, því stjórnarsáttmálinn sem gerður var á Þingvöllum sé hægt að tog og teygja á alla kanta og innan hans rúmist allt sem upp á kemur í þjóðfélaginu.  Þetta segir manni bara eitt að allir rápherrarnir eru algjörlega blindir á hvert þjóðarskútan er að sigla.  Þeir munu ekki hrökkva við fyrr en steytt verður illilega á skeri.  En þá kann það að verða of seint og engu verður bjargað og hér verður fjöldagjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga.  Síðan kemur bullandi atvinnuleysi og allt verður vitlaust í þjóðfélaginu.  Þá mun þessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum með allt niður um sig og bíða afhroð í næstu kosningum. 

 Þeim mun svíða sem undir sig míga.


Eldsneyti hækkar

 Eldsneytisverð hefur hækkað í dag um 2 krónur lítrinn hjá flestum olíufélögum. Er algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu nú 173,70 krónur hjá stóru olíufélögunum og lítri af dísilolíu kostar 191,60 krónur.

Hvar í andskotanum endar þetta og það er grátlegt að hugsa til þess að stærsti hluti eldsneytisverðs fer í ríkissjóð.  Væri nú ekki ráð til að minnka verðbólguna að ríkið slakaði aðeins til og t.d. lækkaði virðisaukaskattinn á þessum vörum úr 24,5% í 7% og væri hann þá sá sami og á matvöru og öðrum nauðsynjum.  Ef verðbólgan æðir svona áfram þá verður öllum kjarasamningum sagt upp eftir áramót, en þá á að endurskoða hvort forsendur samninganna standi.  Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ættu alvarlega að fara að hugsa sinn gang og hvert þau eru að leiða þessa þjóð sem heitir Ísland.  Ætla þessi skötuhjú að hleypa hér öllu í bál og brand og óðaverðbólgu.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa

Illugi Gunnarsson. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að engin ríkisstjórn mundi horfa upp á það aðgerðalaus ef meiriháttar kreppa kæmi upp í fjármálakerfinu, það mundi ógna almannahagsmunum. Því yrði í nafni almannahagsmuna að grípa til aðgerða til að vernda þá hagsmuni, ekki hluthafa bankanna.

Þá held ég að Illugi verði að styðja aðra ríkisstjórn en þá sem nú situr því hún gerir ekki neitt og ætlar ekki að gera neitt.  Annars var ég að lesa góða grein í Viðskiptablaðinu í morgun og þar kom fram að skuldatryggingarálag Glitnis og Kaupþings væri komið yfir 1000 punta og Landsbankinn fylgdi fast á eftir.  Þetta þýðir að íslensku bankarnir geta ekki fengið lán erlendis nema á mjög dýrum kjörum.  Höfundur greinarinnar sem er breskur bankamaður sagði að svona hátt skuldatryggingarálag þýddi í raun að bankarnir væru komnir á hættu stig og ef ríkisstjórnin gripi ekki strax inní þá yrðu bankarnir gjaldþrota.

Ríkið á að þjóðnýta bankanna og láta hvern íslending fá eitt hlutabréf nýjum banka sem yrði búinn til úr þessum þremur.  Ef hlutafé yrði haft 300 milljarðar fengi hver íslendingur hlutabréf að virði ein milljón króna og allir yrðu ánægðir.


mbl.is Engin ríkisstjórn myndi horfa aðgerðalaus á fjármálakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt egg

Mynd 473825Eitt hundrað milljarða dollara seðill sem gefinn hefur verið út í Zimbabwe er fjórði stærsti peningaseðill sem gefinn hefur verið út í heiminum, en óðaverðbólgan í landinu í þessum mánuði er 2,2 milljónir prósenta.

Eitt egg á markaði kostar 35 milljarða zimbabewe-dollara.  En nú hafa stjórnvöld í æðislegu kapphlaupi við að stöðva verðbólguna, ákveðið að skera 3 núll aftan af dollaranum.  En hvort það dregur úr verðbólgunni tel ég hæpið.  Þetta land er tilvalið fyrir þá sem langar til að vera milljarðamæringar, það er auðvelt.

Þetta mun víst ekki vera stærsti peningaseðill sem gefinn hefur verið út í heiminum því í Ungverjalandi mun hafa verið gefin út pengóseðill sem var með 18 núllum.  Í þriðja sæti er svo þýskur seðill sem gefinn var út 1923 og var með 14 núllum.


mbl.is Eggið á 35 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjósemi

Livia og Alexandru Ionce, með þrettán af átján börnum sínum. Hin fjörutíu og fjögurra ára Livia Ionce varð í síðustu viku sú kona sem vitað er til að fætt hafi flest börn á tuttugu árum. Ionce fæddi sitt átjánda barn fyrir viku, stúlku sem nefnd hefur verið Abigail.

Þetta er ekki rétt því langafi minn Kristján Kristjánsson bóndi í Stapadal við Arnarfjörð eignaðist 23 börn, reyndar með tveimur konum og síðasta barnið eignaðist hann 82 ára gamall, en þá hafði hann verið rúmliggjandi í nokkur ár sökum elli.  Ég heyrði einhvern tíma um konu á einhverjum sveitarbæ nálægt Ólafsfirði og hún átti 19 eða 20 börn.  Það var rætt við þessa konu í útvarpinu fyrir nokkrum árum og þegar hún var spurð hvort hún væri ekki mikið gefin fyrir börn, þá svaraði konan; "Æ nei ég held ekki , ég þoli varla börn lengur".


mbl.is Frjósamasta kona jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Íbúar í húsi SEM-samtakanna við Sléttuveg í Reykjavík hafa sent Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mótmælabréf vegna meintrar mannfyrirlitningar sem fram komi í útboði á „þjónustu við persónulega umhirðu“ 12 mikið fatlaðra einstaklinga.

Nú á allt að leysa með útboðum og þar sem Ísland hefur skipað sér á bekk með þjóðum sem ekki virða mannréttindi, kemur ekki á óvar þótt traðkað sé á mannréttindum 12 mikið fatlaðra einstaklinga.  Þetta er bara stjórnunarstíll núverandi ríkisstjórnar og hún viðurkennir ekki í verki Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og þess vegna er ég ekkert undrandi þótt yfirvöld hafi ekki mikinn áhuga á mannréttindum þessara fötluðu einstaklinga.  Af hverju er verið með þennan feluleik varðandi aldraða og fatlaða öryrkja.  Hafa ráðherrar okkar ekki þann manndóm til að bera að ganga bara hreint til verks eins og Hitler og bara skjóta gamla fólkið og fatlaða öryrkja og leysa málin á þann veg. 

Ég skal verð fyrstur manna til að mæta frami fyrir aftökusveitinni.


mbl.is Mótmæla „mannfyrirlitningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er bilun

Bloggið á mbl.is hefur nú verið opnað að hluta, en hægt er að lesa textann í bloggfærslum sem stendur og sumar myndir birtast. Bilun varð í gærkvöldi í diskastæðu, en á þeirri stæðu, sem er röð tölvudiska, eru geymdar myndir bloggara og ýmsar stillingar varðandi útlit bloggs þeirra.

Ég var á fullu við að skrifa í gær þegar birtist á skjánun að bkoggið væri bilað.  Ég athugaði líka áður en ég fór að sofa en þá var enn bilað.  Í morgun taldi ég nú víst að þetta væri komið í lag en svo var ekki.  Svo fór ég núna rétt áðan að kanna málið og þá var þetta komið í lag að hluta.

Nú er bara að finna sökudólginn því einhver hefur sett færslu um eitthvað sem orsakaði eitthvað og bloggið bilaði.  Núna er þó hægt að skrifa en myndir birtast ekki nema að hluta, en vonandi verður þetta allt komið í lag eftir hádegi.


mbl.is Bloggið opnað að hluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband