Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Hné niður

Lögregla í Los Angeles segir að ekki sé talið að dauða kvikmyndastjörnunnar Brittany Murphy hafi borið að með voveiflegum hætti. Ekki hefur verið upplýst um dánarorsök en Murphy mun hafa hnigið niður þar sem hún var í sturtu á heimili sínu í borginni. Hún var 32 ára að aldri.

Þetta er eitthvað dularfullt, því konan var aðeins 32 ára gömul og hefði því átt langt eftir.  En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér eða velur þá elstu.


mbl.is Hné niður á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun

Launavísitala í nóvember hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4%. Vísitala kaupmáttar launa í nóvember hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 4,3%.

Þetta hefur lítið að segja, því allar neysluvörur hafa hækkað mun meira og eiga eftir að hækka meira þegar virðisaukaskatturinn er kominn í 25,5%.


mbl.is Kaupmáttur hækkaði í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Guð blessi Ísland,

í fortíð og framtíð.

(Geir H. Haarde)


Kjördæmapot

Andstæðingar frumvarps um breytingar á bandaríska heilbrigðiskerfinu saka Ben Nelson, þingmann Demókrata frá Nebraska um kjördæmapot. Þeir segja að hann hafi selt atkvæði sitt í samningum sem tryggi Nebraska mikla fjármuni úr sjóðum alríkisins.

Það er víðar en á Íslandi, sem þingmenn stunda kjördæmapot af fullum krafti.


mbl.is Nelson sakaður um kjördæmapot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama

Miklar líkur eru taldar vera á því að frumvarp Baracks Obama Bandaríkjaforseta um breytingar í heilbrigðismálum verði samþykkt í öldungadeild. Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, segir í innsendri grein í New York Times að frumvarpið sé ekki fullkomið en þó mjög gott.

Þetta verður mikið afrek hjá Barack Obama að fá þetta frumvarp samþykkt.  Hann ætlar svo sannarlega að standa við það sem hann lofaði í kosningabaráttunni.


mbl.is Frumvarp líklega samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr skilnaður

Búist er við að skilnaður Tiger Woods og Elinar Nordegren verði einn sá dýrasti sem um getur í sögu íþrótta. Nordegren, eiginkona Woods, á í viðræðum við lögfræðinga sem sérhæft hafa sig í skilnaðarmálum fólks sem á miklar eignir. Eignir Woods eru metnar á 600 milljónir dollara eða yfir 75 milljarða króna.

Auðvitað verður þetta dýr skilnaður þar sem miklar eignir eru til staðar og lögfræðikostnaður í hæstu hæðum.


mbl.is Skilnaðurinn verður dýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ

Miðstjórn Alþýðusamband Íslands krefst þess að ríkisstjórnin standi við gerða samninga um hækkun persónuafsláttar. ASÍ sakar ríkisstjórnina að haga seglum eftir vindi í skattamálum.

Trúðu þeir hjá ASÍ að stjórnin ætlaði að standa við gerða samninga?  Ef þeir hafa gert það eru þeir mikil börn og ekki hæfir til að standa í samningum.  Núverandi ríkisstjórn stendur ALDREI og mun ALDREI standa við eitt né neitt.  Þetta er alger einstefna í átt til ANDSKOTANS.


mbl.is Stjórnin standi við samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berluconi

Vinsældir forsætisráðherra Ítalíu, Silvios Berlusconi, jukust eftir að ráðist var á hann á útfundi í Mílanó í síðustu viku. Nýleg könnun hefur leitt þetta í ljós og eru nú yfir 50% aðspurðra Ítala sátt við forsætisráðherrann.

Það er með ólíkindum að allt sem snertir þennan mann, gerir hann vinsælli.  Bæði meðlæti og mótlæti.


mbl.is Árás jók vinsældir Berlusconi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi

Gerry Adams, annar af helstu leiðtogum Sinn Fein, flokks kaþólikka á N-Írlandi, segir að faðir hans hefði um árabil beitt einstaklinga í fjölskyldunni ofbeldi, m.a. kynferðislegu ofbeldi.  Að sögn Gerry hafði þetta mikil áhrif á allt líf fjölskyldu hans og geri nær því daglega.  En ekki hafa allir fjölskyldumeðlimir tekið þetta nærri sér, því nú sætir bróðir Gerrys, Liam Adams ásökunum um kynferðislegri misnotkun á ungri dóttur sinni.

 

 


mbl.is Faðir Adams beitti fjölskyldu sína ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnisvarði

Mæðgur létu lífið í Georgíu í gær þegar minnisvarði um seinni heimsstyrjöldina var rifinn niður. Byggja á nýtt þinghús þar sem minnisvarðinn stóð og munu mæðgurnar, kona og barnung dóttir hannar, hafa látið lífið þegar þær urðu fyrir brotum úr minnisvarðanum.

Þetta er alveg ótrúlegt og nú verður að byggja minnisvarða um þessar mæðgur og vonandi lætur enginn lífið við að verk.


mbl.is Létust við niðurrif á minnisvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband