Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Vígði kapellu

Biskup kaþólskra á Íslandi, Peter Bürcher, vígði í dag kapellu og klaustur kaþólskra á Egilsstöðum, í húsi sem áður hýsti apótekið við Lagarás, að viðstöddum kaþólska söfnuðinum á Egilsstöðum.

Þá er heilagur Guð kominn í stað apóteks á Egilstöðum.  Nú þurfa íbúar á þessu svæði ekki lengur að kaupa rándýr lyf við sínum veikindum.  Því Guð mun lækna allt, sem kaþólskt er.


mbl.is Vígði kapellu og klaustur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að ekki fór verr

Ökumaðurinn sem handtekinn var um hádegisbilið í dag eftir mikla eftirför í Kópavogi, keyrði á fjóra lögreglubíla. Eftirförin hófst í Hafnarfirði en þar veittu lögreglumenn eftirtekt bíl sem stolið var í nótt. Ökumaðurinn keyrði á ofsahraða og varð lögreglan að keyra á bílinn til að stöðva hann.

Þetta hefur verið mikill glæfraakstur.  En hvort meiri hætta stafaði af hinum handtekna ökumanni eða lögreglunni er tvísýnt.  Því miður er það alltof algengt að þegar lögreglan er að elta bíla, þá ekur lögreglan ekki síður hættulegra en sá sem eltur er.  Hvort er betra að grunaður ökumaður sleppi eða stórslys verð á lögreglumönnum.


mbl.is Mildi að ekki fór verr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Ég stal engu en tók bara 120 milljónir

í geymslu fyrir bankann til að enginn yrði

fyrir tapi vegna gjaldþrots hans.

(Fv. starfsmaður Landsbankans.)


Gjaldþrot

Styrkur Invest, sem áður hét BG Capital og átti tæplega 40% hlut í FL Group, var tekinn til gjaldþrotaskipta þann 6. október sl. Innköllun krafna birtist í Lögbirtingablaðinu á mánudaginn og hafa kröfuhafar tveggja mánaða frest til að lýsa kröfum sínum í þrotabúið.

Enn eitt gjaldþrotið.  En hvað var þetta félag, sem hét áður BG Capital og átti 40% í FL-Croup, sem átti síðan stóran hluta í Glitnir og Glitnir átti síðan hlut í FL-Croup.  Hver skilur svona hringavitleysu? 

Alla veganna ekki ég.


mbl.is Styrkur í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Alþingi samþykkti í gær sjö ný lagafrumvörp, m.a. nýja matvælalöggjöf, frumvarp um að landið verði eitt skattumdæmi og frumvarp um breytingar á almannatryggingalögum sem felur í sér aukið eftirlit og þrengri reglur.

Þau renna eins og á færibandi frumvörpin í gegn hjá Alþingi.  Sjö frumvörp á einum degi er bara nokkuð gott, miðað við fyrri störf Alþingis.


mbl.is Ný matvælalöggjöf samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnaver

Samtök iðnaðarins (SI) telja grátlegt í hvaða farveg umræða um gagnaver á Suðurnesjum sé að falla. Sömuleiðis byggist umræða um fjárfestingar Magma Energy á því að þar séu vafasamir útlendingar á ferð.

Ekki veit ég hvað þessi samtök eiga við með "grátlegri umræðu."  Það hefur enginn haldið því fram að  um vafasama útlendinga væri að ræða.  Hinsvegar hafa margir gagnrýnt aðkomu Björgólfs Thor að þessu máli í gegnum fyrirtæki sitt Novator, sem á 40% eignarhald í þessu nýja gagnaveri.


mbl.is „Grátleg umræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankahrunið

Ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara í rannsókninni á bankahruninu, Eva Joly, segist viss um að starf hans muni bera góðan árangur. Fólk verði að taka á þolinmæðinni en stutt sé í verulegan árangur. Joly verður að þessu sinni hér á landi í þrjá daga.

Vonandi hefur Eva Joly rétt fyrir sér og við förum að sjá dóma yfir þeim mönnum, sem settu Ísland á hausinn.

 


mbl.is Joly bjartsýn á árangur af rannsókn saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölgar í Schengen

Nú haf bæst í hópinn, Serbía, Makedónía og Svartfjallaland.  Fyrir Ísland mun þetta þýða að enn fleiri flóttamenn koma hingað og jafnvel glæpagengi.
mbl.is Fjölgar í Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftlagsráðstefnan

Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn að taka tillit til samkomulags, sem leiðtogar stórra þjóða gerðu með sér í gærkvöldi um markmið í loftslagsmálum. Segja sérfræðingar að þessi niðurstaða þýði að samkomulagið muni öðlast gildi.

Það varð sem sagt niðurstaða þessa mikla fundar að taka tillit til þess, sem þar var samþykkt.  En hvort nokkuð ríki ætlar síðan að fara eftir þessu samkomulagi er enn óljóst.


mbl.is Niðurstaða í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsspítalinn

„Það vekur athygli að á nokkrum stöðum í kerfinu eru fjárlagaliðir hækkaðir vegna gengisáhrifa en spítalinn fær engar slíkar hækkanir. Undarlegasta dæmið snýr að Sjúkratryggingum Íslands sem fá eðlilega uppfærslu á kostnaði vegna gengisáhrifa á S-merkt lyf,“ skrifar Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans í föstudagspistli sínum.

Auðvitað fá Sjúkratryggingar Íslands bætt gengisáhrif en ekki Landsspítalinn.  Því Sjúkratryggingar Íslands er ný stofnun og verður að fá fjármagn til að stækka og bólgna út eins og flestar ríkisstofnarnir gera.  En hvenær verður gengið svo nærri rekstri Landsspítalans að hættuástand skapist. 

Það er ekki langt í það.


mbl.is Engar hækkanir til Landspítala vegna gengisáhrifa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband