Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Maður kemst miklu lengra með

vingjarnlegum orðum og byssu,

en með vingjarnlegu orði

einu saman.

(Al Capone)


Íslensk skuldabréf

Seðlabanki EvrópuSeðlabanki Evrópu situr uppi með 85 milljarða króna af ríkistryggðum skuldabréfum. Þar af eru 57 milljarðar í íbúðabréfum Íbúðalánasjóðs og 28 milljarðar ríkisskuldabréf. Að auki átti seðlabankinn 15 milljarða í jöklabréfum, sem RaboBank gaf út og var á gjalddaga fyrr á þessu ári.

Verði þeim að góðu, öll þessi bréf voru gefin út af aðilum sem ætluðu að hagnast á háum vöxtum og tóku því mikla áhættu með þessu og nú er þetta allt tapað.  Mér finnst ekki koma til greina að íslenska ríkið sé að borga tap fyrir erlenda áhættufjárfesta.  Þeir voru of gráðugir og græðgin varð þeim að falli og það er einfaldlega þeirra vandamál, sem við eigum ekki að bæta.  Ef við förum að greiða þessi af þessum bréfum munu streyma út úr landinu milljarðar í erlendum gjaldeyrir bara fyrir vöxtunum.  Það mun síðan veikja enn krónuna og valda auknum erfiðleikum hér á landi.


mbl.is Situr uppi með íslensk skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pyntingar

Condoleezza Rice.Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, veitti samþykki fyrir því árið 2002, þegar hún var þjóðaröryggisráðgjafi Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta, að bandaríska leyniþjónustan beitti svonefndri vatnsbrettaaðferð við yfirheyrslur á meintum hryðjuverkamönnum.

Hún er ekki ein með þessa ákvörðun kellingargreyið.  Íslendingar bera þar einnig ábyrgð, vegna þess að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku þá ákvörðun aðeins tveir að Ísland styddi allrar aðgerðir gegn meintum hryðjuverkum og veittu Banaríkjunum nánast ótakmarkað umboð til að nota nafn Íslands við sínar aðgerðir.


mbl.is Rice samþykkti vatnspyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildi

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka... Á aðalfundi Gildis lífeyrissjóðs kom fram fjöldi athugasemda á stjórn sjóðsins, meðal annars frá Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, en félagsmenn sambandsins eru margir sjóðsfélagar í Gildi.

Það er ljóst að þessum sjóði hefur verið illa stjórnað og þótt Vilhjálmur Egilsson reyni að verja fjárfestingar sjóðsins, þá voru þær rangar og sjóðurinn tapaði miklu fé og þar að skerða greiðslur til sjóðsfélaga.

Þetta er ein áminning í viðbót um það að atvinnulífið á ekki að vera með fólk í stjórnum lífeyrissjóða.  Það eru sjóðsfélagarnir sem eiga að kjósa stjórn en ekki eitthvað trúnaðarmannaráð og stjórnin á eingöngu að vera skipuð sjóðsfélögum, sem greiða í þennan lífeyrissjóð.


mbl.is Efast um lögmæti fjárfestinga Gildis í vogunarsjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helguvík

Framkvæmdir í Helguvík. Í hádeginu í dag ætla Suðurnesjamenn að fjölmenna við álversframkvæmdirnar í Helguvík og slá skjaldborg um álver og atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Einari Bárðarsyni.

Hvaða áhrif halda menn að svona lagað þýði.  Þetta er heimskulegt að safna sama fólki við fyrirhugað álver í Helguvík.  Heldur fólk virkilega að þeir stjórnmálamenn sem eru andvígir byggingu þessa álvers mæti til að rífa í burtu það sem þegar hefur verið framkvæmt.  Fólk á Suðurnesjum þarf ekki að hafa neinar áhyggjur því þetta mál mun ekki stoppa í ríkisstjórn.  Hins vegar var móðurfélag Norðuráls að tilkynna gífurlegan taprekstur og það sem hugsanlega gæti stoppað byggingu þessa álvers er að Norðurál hætti við framkvæmdina vegna mikils taps hjá móðurfélagi og svo hitt að eftirspur eftir áli er í lámarki núna og verðið í samræmi við það.


mbl.is Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom á óvart

Á borgarafundinum sem sjónvarpað var frá Selfossi, má segja að flestir frambjóðendur hafi þulið upp sömu rulluna og áður.  Sjálfstæðismenn telja styrki og spillingu eðlilega og vilja einbeita sér að því að dæla peningum til fyrirtækja, aðrir verða bara að bjarga sér sjálfir og frjáls markaður muni leysa öll mál.  Framsókn heldur sig við sína 18 liða efnahagsáætlun, þar sem meðal annars á að framkvæma kraftaverk, sem er að afskrifa 20% af öllum skuldum án tillits hvort viðkomandi aðilar þurfi þess eða ekki og á ekki að kosta krónu fyrir ríkið eða stofnanir þess.  Samfylkingin hélt á lofti inngöngu í ESB,  Frjálslyndi flokkurinn talaði fyrir stóriðju og aukningu þorskkvóta, Lýðræðishreyfingin ræddi um að kjósendur greiddu atkvæði um nánast flest mál.  En ein ung kona kom virkilega á óvart en það var fulltrúi Borgarahreyfingarinnar, sem rökstuddi sínar skoðanir vel og komst best frá þessum fundi.  Borgarahreyfingin sem sprottin er upp úr Búsáhaldabyltingunni, svokölluðu og allt bendir til þess að þeir fái fjóra menn á þing.  Ég er viss um að málflutningur þessarar ungu konu hefur hrifið fleiri en mig og ég gæti vel hugsað mér að kjósa þann flokk.

EXISTA

Mynd 450144Stjórnendur Exista áætluðu að rekstrarkostnaður félagsins yrði um ellefu milljarða króna á næstu tólf árum, eða fram til ársins 2020. Þar af var áætlað að rekstrarkostnaður ársins í ár yrði 1.080 milljónir króna.

Nú er þeir Bakkavararbræður að breytast í raunverulega Bakkabræður.  Yfir milljarður í rekstrarkostnað á einu ári er nú vel í látið.  Þeir ætla sennilega að fá góð laun bræðurnir þetta árið.  Þeir haga sér eins og engin vandræði séu til staðar.  Allar þær hörmungar sem dunið hafa yfir íslenska þjóð undanfarna mánuði virðist ekki koma þeim neitt við.


mbl.is 11 milljarðar í rekstrarkostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úthlutun

Tölvuteikning af hjúkrunarheimilinu sem verið er að reisa... Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að úthluta 952 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Verður fénu varið til uppbyggingar hjúkrunarrýma, fækkunar fjölbýla á hjúkrunarheimilum, til endurbóta vegna öryggis- og aðgengismála, viðhalds á húsnæði og endurnýjun búnaðar og til uppbyggingar á félagsaðstöðu fyrir aldraða.

Svo er íhaldspakkið að segja að núverandi ríkisstjórn geri ekkert af viti og Framsókn tekur undir eins og hlýðinn hundur.


mbl.is Tæpum milljarði úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing

Samningurinn verður afgreiddur úr bæjarstjórn á þriðjudag.... Hann er vandfundinn sá safnamaður sem líst vel á áform Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um að einkavæða rekstur Byggðasafnsins í Görðum og Listasetursins Kirkjuhvols.

Það er ekki að spyrja að því að allstaðar þar sem sjálfstæðismenn eru við völd skal allt einkavætt.  Að einkavæða byggðasafn er eins sú mesta vitleysa sem ég hef heyrt og hefur nú margt skrýtið komið frá Sjálfstæðisflokki.


mbl.is Safna liði til að mótmæla einkarekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott sumar

Það var ólíkt hlýlegra á Akureyri í dag heldur en þennan... Vetur og sumar frusu saman á Vestfjörðum og víða á Suðurlandi. Hins vegar var hlýjast á Austurlandi og eins fraus saman á fáum stöðum norðanlands ef horft er á hitatölur næturinnar á láglendi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist 2,4 stiga frost á Seljalandsdal við Ísafjörð.

Samkvæmt þjóðtrúnni er það tákn um gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman, sem það gerði nú.  Því eigum við von á góðu sumri eftir þennan leiðinlega vetur.


mbl.is Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband