Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Sigurvegarinn verður aldrei spurður,

að því hvort hann hafi sagt 

Sannleikann

(Adolf Hitler)


Framsókn

Nú ætlar Framsókn að leggja fram frumvarp á Alþingi til að leiðrétta mistök sem voru gerð í lögum um fjármálafyrirtækjum.  En þau hafa verið túlkuð þannig að ekki mætti greiða neii úr þeim fjármálafyrirtækjum, sem ríkið hefur yfirtekið ekki einu sinni laun.  Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra var búinn að boða að slíkt frumvarp yrði lagt fram svo hægt væri að greiða launin.  En nú ætlar Framsókn að vera fyrri til og stela heiðrinum af þessari leiðréttingu.  Getur flokkurinn ekki látið sér detta sjálfum í hug einhver nauðsynleg mál til að flytja frekar en að stela frumvarpi viðskiptaráðherra.
mbl.is Framsóknarmenn vilja leiðrétta mistök viðskiptaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur á Austurvelli

Nú stendur yfir fundur á Austurvelli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna og er að mótmæla hvað lítið hefur verið gert til að bjarga heimilum í landinu frá gjaldþroti.  Stöðugt fjölgar á fundinum en þar verða ræðuhöld og tónlistarflutningur Bubba Morteins og hljómsveitar hans EGÓ.

Þessi fundur er mjög skiljanlegur því ríkisstjórnin hefur akkúrat ekkert gert til að bjarga heimilum í landinu.  Nú munu vera komnir hátt í 20 þúsund manns á vanskilaskrá og dagblöðin eru full af uppboðsauglýsingum, sem er nokkuð undarlegt því ríkisstjórnin var búinn að setja lög sem banna uppboð á heimilum fólks fram í september.  En eitt hvað sambandsleysi virðist vera þarna á milli og svo þar víst að fara í gegnum eitthvað ákveðið ferli til að fá slíka frestun.

En hvert slíkt ferli er veit enginn.


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensan H1N1

Nú hefur þessi flensa borist til Íslands og enginn veit hvernig það kann að enda.  Það var í fréttum í gær að hópur útskriftarnema við Háskóla Íslands væri á leið til Mexíkó í skemmtiferð og ástæða fyrir því að ekki var hætt við ferðina var sú að búið var að borga hana og hún fékkst ekki endurgreidd.

Til hvers er fólk að taka óþarfa áhættu, því nokkuð víst er að þessi hópur kemur allur veikur til baka.


mbl.is Var bara tímaspursmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðhjólauppboð

Það er ekki að spyrja að því að íslendingar tryllast þegar eitthvað er í boði á lægra verði en áður.  Nú kaupir fólk reiðhjól í stórum stíl á þessu uppboði burt séð frá því hvor nokkurn vanti reiðhjól.  Bara gera hagstæð kaup og þá er hamingjan alger.
mbl.is Margir að bjóða í reiðhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannabisræktun

Af hverju er lögreglan alltaf að stöðva kannabisræktun í Reykjavík og nágrenni.  Nú í allri hreppunni ætti að gera þetta löglegt og frekar að stuðla að innlendri ræktun svo hægt væri að kaupa þetta og segja íslenskt já takk.  Bæði skapar þetta nokkur störf og sparar gjaldeyrir og mætti flokka með hinum margumtöluðu sprotafyrirtækjum.
mbl.is Kannabisræktun í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindhvalaganga

Fyrsta grindhvalaganga sumarsins gekk inn í Hvalvík í Færeyjum í morgun.  Um 150 hvalir voru í þessari göngu og náðu Færeyingar að veiða þá alla.  Það hefur verið mikið líf og fjör í Færeyjum við þessar veiðar.

Færeyingar skilja nefnilega að þetta er verðmætur matur og láta ekki eitthvert umhverfiskjaftæði stoppa sig í því að bjarga sér.


mbl.is Grindhvalaganga í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímsey

Tveir jarðskjálftar urðu í morgun með skömmu millibili 35,5 km NV af Grímsey.

Hvað ætli íbúar í Grímsey hafi verið að gera í nótt sem orsakaði þessa jarðskjálfta?  Það hefur kannski verið ástarvika í Grímsey.


mbl.is Skjálftar NNV við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dalai Lama

Nú bíður biskup íslands til trúarlegrar friðarstundar í Hallgrímskirkju vegna heimsóknar Dalai Lama, þann 1. júní n.k. og er öllum opin.

Hvaða tilgangi á þetta að þjóna?


mbl.is Dalai Lama í Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofsóttur minnihlutahópur

Sá hluti okkar íslendinga sem reykja er ofsóttur og kúgaður af meirihlutanum.  Að halda því fram að þetta sé skaðlegt er bara bull.  T.d. höfðu indíánar stundað reykingar í nokkur þúsund ár þegar hvíti maðurinn kom fyrst til Ameríku og urðu þeir allra manna elstir.  Ég hef sjálfur reykt í tæp 50 ár og ekki hefur það komið niður á minni heilsu nema síður sé og verð ég örugglega 100 ára.  Nú er svo komið að hér á Íslandi má hvergi reykja og til að kóróna vitleysuna var því komið í gegn að hver pakki af tóbaki er merktur "REYKINGAR DREPA"  Hvernig heldur fólk að manni líði þegar maður er að versla þessa vörur.  Það drepast fleiri í heiminum úr offitu en reykingum og hvað ætli fólk segði við því  ef sumar tegundir matvæla væru merktar þannig "ÞESSI MATUR GERIR ÞIG FEITAN OG DREPUR ÞIG SÍÐAN"  Ég er hræddur um að fólki myndi ekki líka það vel.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband