Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Spakmæli dagsins

Íhaldsmenn eru ekki endilega heimskir,

en flest heimskt fólk er íhaldsamt.

(John Stuart Mill)


Fíkniefni

Lögreglan í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg hefur handtekið áttatíu manns í fíkniefnaaðgerð sem staðið hefur yfir í fjóra daga. Alls voru gerð upptæk um 10 kg af kókaíni, fimm grömm af heróíni, 22 grömm af hassi og 277 grömm af kannabisefnum.

Það er aldeilis fjöldi 80 manns að smygla fíkniefnum. 

Ætli það séu einhverjir íslendingar í þessum hóp? En þeir hafa verið ansi duglegir að koma sér í vandræði erlendis vegna fíkniefna.


mbl.is Áttatíu handteknir með fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskaland

Draumur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að mynda stjórn með Frjálsum demókrötum (FDP) verður væntanlega að veruleika á næstu dögum. Kristilegir demókratar (CDU/CSU) fengu um 33,5% atkvæða í þingkosningunum í dag er það örlítið meira fylgi en árið 2005 en minna fylgi heldur en árið 2002.

Það er ekki flokki Angelu Merkel að þakka að þessi nýja stjórn tekur við völdum heldur er það mikil fylgisaukning hjá Frjálsum demókrötum. Nú er bara að bía og sjá hvaða íslenski flokkur telur sig vera systurflokk Frjálsra demókrata og eiga þannig líka heiðurinn af þessum sigri.

En Angela Merkel verður samt áfram kanslari Þýskalands.


mbl.is Draumur Merkel rætist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangar á flótta

Að minnsta kosti fimmtíu föngum tókst að flýja frá fangelsi í Papúa Nýju-Gíneu. Ástæðuna má rekja annars vegar til þess að fangaverðir mættu ekki á vaktir sínar og hins vegar þess að lögreglan var upptekin við að gæta leikvangs þar sem fram fór rúgbý-leikur.

Þetta er mátulegt á þessa fangaverði, sem tóku rúgbý-leik fram yfir sín störf.  Og vonandi komast allir fangarnir undan.


mbl.is Fimmtíu fangar á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

Þrjú innbrot voru framin í nótt á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Um var að ræða fyrirtæki við Suðurlandsbraut, Bíldshöfða og Flugvallaveg. Í öllum þremur tilvikum gerðu starfsmenn öryggisfyrirtækis lögreglu viðvart.

Ætlar þessum innbrotum aldrei að linna eða verður þetta viðvarandi andskoti um ókomna tíð.  Þar sem öll þessi fyrirtæki vöru vöktuð af öryggisfyrirtækjum, set ég stóra spurningu um gagn þessa öryggisfyrirtækja yfir höfuð.


mbl.is Þrjú innbrot í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smalað í rútu

Víða er fjallað um það í fjölmiðlum í dag að ár er liðið frá upphafi íslenska bankahrunsins. Í norska blaðinu Bergens Tidende er m.a. haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, að honum sé skapi næst að reka bankastjóra gömlu bankanna, fyrrum ráðherra, fyrrum stjórnendur Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins upp í rútu og senda á verulega heitan stað.

Þetta getur aldrei ræst því þótt Steingrímur J. Sigfússon hafi kannski einhver sambönd við HELVÍTI, þá er ekki víst að  ANDSKOTINN  vildi fá þetta lið í heimsókn.


mbl.is Vill senda skúrkana burt í rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás

Fimm ára gömul stúlka var um hádegi í gær stungin í brjóstið með eggvopni á heimili sínu, í Suðurgötu í Reykjanesbæ. 22 ára gömul kona var handtekin litlu síðar grunuð um árásina. Lagið var örstutt frá hjarta og lifur stúlkunnar og fór blaðið framhjá öllum stórum æðum. Miðað við aðstæður heilsast stúlkunni vel, samkvæmt upplýsingum læknis.

Hún var heppin þessi unga stúlka að ekki fór verr, því konan hefði auðveldlega geta drepið hana.  Hvað varðar líðan stúlkunnar er sagt að henni líði vel miðað við aðstæður.  Svona yfirlýsingar frá læknir segja mjög lítið um líðan þessarar ungu stúlku, því þetta er hægt að túlka á svo margan hátt.

En hvað varðar konuna sem stóð að árásinni er bara eitt orð KEXRUGLUÐ.


mbl.is Árásin án nokkurar viðvörunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPRON

Sundagarðar hf., félag Gunnars Þórs Gíslasonar, þáverandi stjórnarmanns SPRON, seldu stofnfjárbréf í SPRON fyrir um 3,5 milljónir króna í lok júlí 2007 á stofnfjármarkaði SPRON. Þetta hefur lögmaður kaupanda bréfanna staðfest hjá slitastjórn SPRON.

Þau hafa verið ansi dugleg að selja sín stofnbréf fyrrum stjórn SPRON áður en það var gert að hlutafélagi og sett á markað.  Hlutabréfin hríðféllu í verði frá fyrsta degi og þótt fyrrverandi stjórn SPRON hafi sent frá sér yfirlýsingu um að þeir hafi ekkert vitað meira um stöðu SPRON en aðrir er ansi aumt yfirklór á ljótum verknaði.

Vissi þessa auma stjórn alls ekkert um SPRON.


mbl.is Sundagarðar seldu á stofnfjármarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krabbamein

„Það er frábært að finna að maður er ekki einn í þessu og að fólk hugsi til okkar og vilji hjálpa,“ segir Bára Waag Rúnarsdóttir, móðir Stefáns Más Harðarsonar, 13 ára stráks í Síðuskóla á Akureyri. Stefán greindist með krabbamein í heilastofni í fyrrasumar og hefur glímt við það síðan. Til að styðja fjölskylduna efndu foreldrar og kennarar í skólanum til söfnunar með bingói í skólanum.

Sem betur fer er aðstaða þeirra aðstandenda sjúklinga sem greinast með krabbamein, allt önnur og betri en áður var.  Flestir vilja hjálpa til og þetta framtak foreldra og kennara í Síðuskóla á Akureyri er til fyrirmyndar.

Það er sennilega fátt erfiðara fyrir foreldra en að barn þeirra greinist með krabbamein.  Sem því miður dregur alltof marga til dauða.


mbl.is Frábært að finna að maður er ekki einn í þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ár frá HRUNINU

Breska dagblaðið Guardian fjallar ítarlega um stöðu Íslands í tilefni þess að senn er liðið ár frá efnahagshruninu. Rifjuð eru upp orð Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem blaðið segir að hafi leitt til þess að sett voru hryðjuverkalög á Ísland.

Þótt komið sé eitt ár frá því að hér hrundi allt, sem hrunið gat, þá hefur ekkert breyttist.  Ríkisstjórn, sem ekkert gerir, vextir í hæstu hæðum, gengisfall og verðbólga.  Það voru boðaðar miklar breytingar í kjölfar hrunsins.  Þrátt fyrir það hefur ekkert verið gert af viti.  Nær allt Sumarþingið fór í umræður um Icesave, sem aftur er komið í hnút.  Nú eigum við ekkert val lengur gagnvart Bretum og Hollendingum annað en tilkynna þeim að Icesave-skuldin, sé skuld einkafyrirtækis, sem komi ríkinu ekkert við og verði ekki greidd af ríkinu.  Þeir verða bara að sætta sig við hlutina eins og þeir eru og getað höfðað mál gegn gamla Landsbankanum.  Að öðru leyti eigum við ekkert vantalað við þessar þjóðir.  Við gerðum þeim því miður gott tilboð og til allra hamingju hafa þeir hafnað því.  Ég segi því eins og skáldið forðum;

EKKI MEIR EKKI MEIR.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband